ÞUNGMÁLMAR Í LÍKAMANUM

Þegar ég fjalla á námskeiðum mínum um þau áhrif sem þungmálmar í líkamanum geta haft á heilsu okkar, eru ekki allir sem kveikja strax á því að í okkur geti verið málmar. Fólk hugsar nefnilega oft um málma sem járnstykki, en ekki sem litlar agnir sem við öndum að okkur, fáum í gegnum húðina með snyrtivörum eða sem sitja í fæðunni okkar. Það kviknar hins vegar fljótt á perunni, þegar ég bendi á að þegar við dælum bensíni á bílinn okkar, öndum við að okkur þungmálmum, svo og þegar við stöndum við fjölfarna götu og öndum að okkur útblæstri bíla sem framhjá aka.

Þungmálmar geta líka komið úr álpottum og öðrum ílátum úr áli, svitalyktareyði þótt nú sjáist oftar merkingar á þeim um að þeir séu án alumíums, skordýraeitri og málningu eða fúavarnarefni. Kvikasilfur er ein af þeim málmtengundum sem safnast hefur upp í líkama fólks síðari ár, en kvikasilfur er meðal annars í þeim amalgam silfurfyllingum sem við fengum hér áður fyrr hjá tannlæknum og í djúpsjávarfiski eins og túnfiski.

MIKIL MENGUN Í KÍNA
Matvæli, jurtir og afurðir sem nýttar eru í bætiefni og ræktaðar eru Kína eru eru mjög líklegar til að vera mengaðar af þungmálmum. Í skýrslu sem nýlega var létt leynda af þar í landi kemur fram að jarðvegur á um 20% af bændbýla sé mengaður þungmálmum. Kínversk yfirvöld sem sinna umhverfismálum hafa gefið út skjalfesar yfirlýsingar um að menguð býli þar í landi framleiði um 12 milljón tonn af matvælum árlega, sem þá innihalda þungmálma. Sum af þessum matvælum eru hugsanlega flutt inn til Íslands, því það er orðið algengt að sjá upprunaland Kína á umbúðum grænmetis.

SAMÞYKKT LÍFRÆNT Í USA
Þrátt fyrir þessa mengun, virðist nánast hvað sem er sem framleitt er í Kína, vera samþykkt sem lífrænt ræktað af USDA (landbúnaðaráðuneyti Bandaríkjanna), flutt inn til landsins og selt í heilsuvöruverslunum, jafnvel þótt umrædd framleiðsla innihaldi mikið magn af eitruðum þungmálmum, vegna loft- og jarðvegsmengunar í Kína. Eitthvað af þessum vörum kemur sennilega líka hingað til lands, en í menguðum vörum getur verið blý, kadmíum, kvikasilfur og aðrir eitraðir málmar.

Samkvæmt heimildum af vefsíðunni Heavy Metal Defense eru eftirtaldar vörur sem seldar eru í Bandaríkunum (og hugsanlega hér á landi líka) oft ræktaðar í Kína: Lífrænt ræktað hrísgrjónaprótein, ýmsar lækningajurtur, gæludýrafæða, ýmis ofurfæða, sveppir til lækninga, safagrös, ávaxtaþykkni, þurrkaðir ávextir, krydd, sjávarþang, bökunarvörur, kjötvörur og margt fleira. Sumt af þessum matvælum er notað til framleiðslu á tilbúinni vöru, svo erfitt er að greina hvar hún leynist.

Hversu mikið af þessum vörum kemur hingað til lands, veit ég hins vegar ekki.

LEIÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR ÞUNGMÁLMUM
Kenningar eru um að rekja megi höfuðverki, máttleysi og síþreytu, vöðva- og liðverki og ýmsar meltingartruflanir til þungmálma í líkamanum. Erfitt er til dæmis að losna við candida sveppasýkingu ef þungmálmar eru til staðar í líkamanum.

Til eru nokkrar einfaldar leiðir til að draga úr þungmálmum úr líkamanum, auk þess sem þær hafa yfirleitt góð áhrif á heilsuna almennt. Kóríanderjurtin hefur góð afeitrunaráhrif. Hægt er að borða smávegis af henni daglega, annað hvort ferskri eða búa sér til pestó úr henni sem nota má út á brauð eða mat. Eins er gott að taka inn Chlorella töflur eða drekka Chlorophyll blaðgrænuvökva, til dæmis frá NOW, til að losa þungmálma úr líkamanum. Með því að drekka mikið af vatn og taka samhliða þessu inn Husk trefjar sem draga í sig vökva og önnur efni í þörmum, stuðlum við að því að þungmálmar skili sér með hægðum út úr líkamanum.

Heimildir: Heavy Metal Defense

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú skráir þig á póstlistann minn færðu greinar, tilboð og ýmsar upplýsingar um heilsumál send reglulega.