VÍTAMÍNVÉLMENNIN D-3 og K-2

MEGINEFNI GREINARINNAR: 

  • K-1 vítamín er mikilvægt fyrir eðlilega blóðstorknun. K2-vítamín vinnur í samvinnu við kalk, magnesíum og D-vítamín að ýmsum hagsbótum fyrir heilsuna.
  • Skortur á K2-vítamíni leiðir til einkenna um D-vítamín eitrun, sem meðal annars kemur fram sem óeðlileg kalkmyndun í mjúkum vefjum og getur leitt til æðakölkunar.
  • Heilsusamleg áhrif K2-vítamíns felast meðal annars í hindrun á beingisnun og hjartasjúkdómum, aukinni kynorku, minni hættu á sykursýki og krabbameinum, auk þess sem það dregur úr einkennum liðagigtar og beingisnunar í hnjám, svo eitthvað sé nefnt.
  • D-3 og K-2 bætiefnablanda frá NOW fæst í matvörumörkuðum og lyfjaverslunum, en einnig er hægt að fá K2-vítamín eitt og sér frá NOW.

Höfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með daglegum færslun á FACEBOOK eða skráðu þig í HEILSUKLÚBBINN.


D-3 og K-2 ERU GÓÐIR DANSFÉLGAR

Fyrirsögnin hljómar svolítið eins og úr Star Wars mynd, því upp í huga minn kom R2-D2 heitið á einu Star Wars vélmenninu, þegar ég skrifaði hana. En D-3 og K-2 eru ekki heiti á vélmennum, heldur á bætiefnum sem rannsóknir sýna að geta hjálpað okkur að viðhalda góðri heilsu ef þau fá að dansa saman, að ekki sé nú talað um ef magnesíum og kalk eru líka tekin inn í dansinn.

TVÖ MISMUNADI K-VÍTAMÍN

K-vítamínin eru tvö og hvort um sig gegnir mismunandi hlutverki í líkamanum og kemur annað ekki í stað hins. K1-vítamín er fituuppleysanlegt vítamín sem þekkt er fyrir virkni sína til blóðstorknunar. K2-vítamín hefur í samþættingu við D-vítamín, svo og magnesíum og kalk bætandi áhrif á eftirfarandi þætti í heilsu okkar, án þess þó að hér sé um tæmandi lista að ræða.

  • Kemur í veg fyrir beingisnun.
  • Beinir kalki til beinanna og gerir þau sterkari, svo og til tannanna til að koma í veg fyrir tannskemmdir.
  • Hindrar kalk í að fara á ranga staði í líkamanum, svo sem eins og í nýrun, þar sem það getur leitt til nýrnasteina eða til æðanna, þar sem það getur leitt til hjartasjúkdóma.
  • Hámarkar kynorkuna með þvi að auka testosterón og frjósemi í körlum.
  • Heldur niðri genum sem geta leitt til krabbameina og styrkir gen sem framleiða heilbrigðar frumur. Rannsókn European Prospective Investigation into Cancer and Nurition (EPIC) árið 2010 sýndi að K2-vítamín (ekki K1), dró úr hættu á krabbameinum og jók jafnframt lífslíkur þeirra með krabbamein um 30 prósent.
  • Verndar gegn taugasjúkdómum, þar með talið elliglöpum (dementia).
  • Bætir heilsu þeirra sem greindir hafa verið með liðagigt.
  • Kemur í veg fyrir æðakölkun og dregur þar með úr líkum á hjartavandamálum.
  • Framleiðir insúlín til að koma jafnvægi á blóðsykur (heldur líkamskerfinu næmu til að viðhalda réttu magni) og veitir vörn gegn sykursýki og kemur í veg fyrir efnaskiptavandamál sem tengjast ofáti.
  • Dregur úr andrógenum, sem er karlhormón í konum sem eru með fjölbelgja-eggjastokksheilkenni
  • Eykur getu þína til að nýta orku við æfingar og bæta þannig heildarárangur þinn.
  • K2-vítamín þjónar sem rafeindaberi hvatberanna (orkuframleiðsluhluta frumna) í frumum okkar og stuðlar að því að viðhalda eðlilegri ATP (Adenosine triphosphate) framleiðslu í vanvirkum hvatberum, eins og hjá þeim sem eru með Parkinson’s.
  • Kemur í veg fyrir smitsjúkdóma eins og lungnabólgu.
  • Dregur úr hættu á beingisnun og fyrirvaralausum beinbrotum hjá fólki með lömun vegna heilaskemmda.
  • Styður við heilbrigði ónæmiskerfisins.
  • Styður við vöxt og þroska fósturs á meðgöngu.

MEIRA AF K2-VÍTAMÍNI TENGT BÆTTRI HJARTAHEILSU

Efnið í þessari grein er unnið upp úr samtal bandarísku læknanna, Dr. Mercola og Dr. Kate Rheaume-Bleue náttúrulæknis, en Dr. Rheaume-Bleue gaf nýlega út bókina Vitamin K2 and the Calcium Paradox. Í bók sinni fjallar hún um mikilvægi þessa vítamíns, sem oft gleymist og samvirkandi áhrif þess með öðrum næringarefnum. Skortur á K2-vítamíni er í raun það sem veldur einkennum D-vítamín eitrunar, en þau birtast gjarnan sem kalkmyndun í mjúkum vefjum sem getur leitt til æðakölkunar.

Ýmsar rannsóknir styðja við þá þekkingu að hægt sé að draga úr kalkmyndun æða í konum sem komnar eru yfir tíðahvörf. Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að endurvekja unglegan sveigjanleika í æðum og öðrum mjúkum vefjum hjá þeim sem eldri eru.

K2-VÍTAMÍN ER MIKILVÆGT GEGN BEINGISNUN

Eins og fram hefur komið hér framar spilar K2-vítamín stóra rullu í beinheilsu og er sérlega mikilvægt til varnar beingisnun (brothættum beinum). Osteocalcin er prótein sem framleitt ef af beinmyndunarfrumum þínum og er nýtt innan beinsins sem mikilvægur hluti af beinmyndunarferlinu. Það þarf hins vegar að virkja það (carboxylate) svo það nýtist. K2-vítamín er samvirkandi þáttur með ensýmum sem koma því ferli af stað.

Sé ekki nægilegt magn af K2-vítamíni í líkama þínum áttu á hættu bæði beingisnun og kalkmyndun mjúkra vefja. Nokkrar japanskar tilraunir hafa sýnt að K2-vítamín getur algerlega snúið við beinrýrnun og í sumum tilvikum jafnel aukið beinmassann hjá fólki með beingisnun.

MUNURINN Á K1- OG K2-VÍTAMÍNI

Munurinn á milli K1- og K2-vítamína kom berlega í ljós í Rotterdam rannsókninni svokölluðu, en niðurstöður hennar voru birtar árið 2004. Þar voru ýmsar fæðutegundir mældar til kanna K-vítamín innihald þeirra. Í ljós kom að K1-vítamín var að finna í grænu grænmeti eins og spínati, grænkáli, brokkolí og öðru grænu blaðgrænmeti.

K2-vítamín var hins vegar að finna í mjólkursýrðum mat, því það er framleitt af sérstakri bakteríu á meðan á sýringarferlinu stendur. Ákveðnar bakteríur í þörmum okkar framleiða líka K-2.

Í ljós kom að upptaka á K1-vítamíninu í grænmetinu var frekar léleg, en líkaminn gat hins vegar nýtt sé nánast allt K2- vítamínið sem kom úr mjólkursýrða matnum. Ég veit reyndar ekki hvort það er K2-vítamín í mjólkursýrða hvítkálinu frá Primeal, en það er allavega einstaklega gott á bragðið. Ég borða það hins vegar ekki alla daga, en ég tek daglega inn D-3 & K-2 bætiefnablönduna frá NOW.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Heimildir: Viðtal Dr. Mercola við Dr. Kate Rheume-Bleue náttúrulækni um rannsóknir hennar á samvirkni D-3 og K-2. Viðtalið má einnig finna á YouTube.

Grein úr The Journal of Nutrition: Dietary Intake of Menaquinone Is Associated with a Reduced Risk of Coronary Heart Disease: The Rotterdam Study.

Mynd: CanStockPhoto/ xtremer

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram