ÞAKKLÆTI OG TILHLÖKKUN

Heppin við að hafa áramót, til að staldra aðeins við, líta um öxl og þakka fyrir allt það góða sem gerst hefur í lífi okkar, skoða mistökin og sjá hvað gera má betur og stefna svo fram á veginn með þá visku í farteskinu. Ég skrifaði niður í lok árs þá tíu hluti sem ég er þakklátust fyrir á liðnu ári og var ekkert hissa á því að þar voru samverustundir með fjölskyldunni efstar á blaði. Þessi jólahátíð sem senn er á enda er sérlega eftirminnileg, því synir mínir og fjölskyldur þeirra hafa ekki fagnað áramótum saman frá árinu 2009. Ég hef því svifið á hamingjuskýi í kringum þessar tvær fjölskyldur, með yfirfullt hjarta af ást þessa jóladaga,.

Annað sem ég var sérlega þakklát fyrir er að hafa haft tækifæri til að stuðla að betri heilsu og aukinni þekkingu hjá öllum þeim fjölda sem sóttu námskeiðin mín um HREINT MATARÆÐI á síðasta ári. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með fólki breytast í útliti á þeim 24 dögum sem námskeiðin standa, og sjá og heyra af breytingum og bata á bæði andlegri og líkamlegri líðan þess. Ekki er gleðin minni þegar fólk greinir frá þeim kílóum sem hafa fokið í ferlinu en þau hafa verið allt frá tveimur og upp í þrettán.

HEISLUÁR FRAMUNDAN
Ég hlakka til komands árs og held að 2017 verði enn meira heilsuár en síðasta ár. Mér finnst eins og sífellt vakni meiri vitund um það hjá fólki að lífsstíll þess ræður miklu um heilsufar og andlega líðan. Á undanförnum árum hefur úrvalið af heilsusamlegum matvælum aukist mjög og nú eru stórmarkaðirnir orðnir að helstu heilsuvöruverslunum landsins. Það er að mínu mati frábært, því það eykur aðgengi fólks að hollum matvælum og góðum bætiefnum.

Eins og jólin eru dásamlegur tími, vill oft verða svo að eftir jólin eru margir mettaðir “upp í háls” af öllum kræsingum jólanna og blátt áfram þrá breytingu. Ég sé þetta aðeins á bókunum á HREINT MATARÆÐI námskeiðin, því þegar er fullbókað á fyrsta námskeið ársins og bókað er í meira en helming sæta á námskeiðinu sem hefst 23. janúar. Þeir sem bregðast fljótt við geta bókað sig á tilboðsverði fram að helgi, en á dagskrá hjá mér eru færri námskeið fyrri hluta árs en í fyrra, einungis vegna þess að ég er upptekin við önnur verkefni.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Skráðu þig á póstlistann minn til að frá reglulega pósta frá mér með greinum, upplýsingum um námskeið og tilboð og fréttir af ýmsu sem ég er að gera.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 609 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram