SVARTBAUNA SPAGETTí MEÐ DÁSAMLEGRI SÓSU

Sumarfríið hér á bæ er á enda og við taka greinaskrif með
áframhaldandi fræðslu og svo föstudagsuppskriftir frá henni
Björgu Helen, sem eru komar á dagskrá á ný. Hún hefur lofað
okkur uppskriftum tvisvar í hverjum mánuði, sem líta
ekki bara lekkert út á myndum – heldur bragðast svo dásamlega vel.


SVARTBAUNA SPAGETTÍ MEÐ DÁSAMLEGRI SÓSU
Björg Helen Andrésdóttir gestabloggari

Mikið er nú gaman að byrja aftur að blogga um hollan, góðan, einfaldan og litríkan mat! Nú fer að síga á seinni hluta sumars sem er alltaf svolítið tregablandið. Á haustdögum förum við flest í rútínuna, skólarnir byrja, fólk tekur sig á í mataræðinu, fer að hreyfa sig reglulega og sumir skrá sig á HREINT MATARÆÐI námskeið hjá Guðrúnu Bergmann, eins og ég ætla að gera 😉. Nú er líka um að gera að nýta uppskeru sumarsins og haustsins og hlaða sig upp af nýju og fersku grænmeti.

En…. ég er búin að finna svo gott spagettí sem er búið til úr svörtum baunum og er þar að auki glútenlaust! Hljómar kannski ekki spennandi en jú, það er öðruvísi áferð á því og dásamlegt með góðri sósu eins og allt spagettí.

Ég smakkaði svo dásamlega sósu með broccolini í fyrravetur sem mig hefur lengi látið mig dreyma um að reyna að gera. Hafði enga uppskrift en ég hætti ekki tilraunum fyrr en ég náði að setja saman hráefni sem minntu á þá sósu. Ég held mér hafi tekist ágætlega upp því mér finnst hún allavega dásamlega góð. Mæli með að þið prufið.

Verði ykkur að góðu!

Með “matarkveðju”
Björg Helen 

SVARTBAUNA SPAGETTÍ

svartbauna spagettí frá Slendier
broccolini eða brokkolí
sesamfræ ristuð

DÁSAMLEG TAHINI-SÓSA 

2 msk Tamari soyasósa Clearspring
2 msk kúfaðar af Tahini frá Monki
1 msk sesam olía
½ rauður chilli (má sleppa)
1-2 tsk rifinn engifer
1 hvítlauksrif
rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu
svartur pipar Kryddhúsið
3 msk Jómfrúar ólífuolía Himnesk hollusta
3-8 msk vatn eða eftir smekk

Ágætt er að byrja á því að gera Dásamlegu Tahini-sósuna.

1 – Setjið öll hráefnin saman í matvinnsluvél og maukið þangað til úr verður slétt og falleg sósa.
2 – Vatnsmagnið stjórnast eftir því hvað þið viljið hafa hana þykka. T.d.er gott að hafa hana þykka ef þið viljið t.d.bera hana á kjúklingabita sem þið ætlið að steikja inn í ofni.
3 – Mér finnst gott að hafa hana aðeins þynnri með spagettíinu því þá dreifist hún betur

Sjóðið spagettíið eftir leiðbeiningum á pakka, passið að sjóða það ekki of lengi.

Steikið broccolini eða brokkolíið upp úr olíu og salti á pönnu þannig að það brúnist aðeins en þó ekki of mikið. Setjið síðan vatn á pönnuna um 1-2 bolla og leyfið því að sjóða aðeins. Hellið síðan vatninu af og steikið aðeins áfram.

Setjið spagettíið og broccolini-ið á disk og síðan Dásamlegu sósuna yfir eftir smekk.

Ég er mikil chilli kona þannig að nokkrir chillibitar finnst mér voðalega góðir með.

Til að toppa þetta strái ég yfir ristuðum sesamfræjum.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?