SUMARLEIKUR - ORKA INN Í SUMARIÐ - Guðrún Bergmann

SUMARLEIKUR – ORKA INN Í SUMARIÐ

Ertu á leið í langa bílferð, gönguferð, fjallgöngu, strangt golfmót eða stefnirðu á einhverja af útihátíðum sumarsins? Þá þarftu heilsusamlegt snakk, góð bætiefni og amínósýrur til að líkaminn haldi fullum styrk og krafti. Taktu þátt í þessum frábæra sumarleik, því þrír heppnir geta unnið flotta vinningskörfu með bætiefnum og hollustubitum fyrir ferðalagið – og ÞÚ gætir einmitt orðið einn af þessum þremur.

Við drögum í lok dags 27. júní, svo heppnir vinningshafar ættu að geta sótt vinningana sína fyrir lok mánaðar.

SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT

SÓLIN OG  MELTINGIN

Ef þú ert svo heppin/n að eiga miða í sólarlandaferð, þarftu að undirbúa húðina fyrir sólina og tryggja að brúnkan verði sem flottust. Þá er Astaxanthin frá NOW málið og í körfunni er einmitt glas af þessu frábæra andoxunarefni sem verndar húðina og undirbýr hana fyrir sólina.

Svo þarf auðvitað að halda meltingunni í toppstandi hvar sem verið er á ferðinni. Þá kemur Magnesium & Calcium 2:1 sterkt inn, auk þess sem það eykur úthald og styrk ef verið er að taka á eins og í gönguferðum eða fjallgöngum. Magnesíum hefur nefnilega áhrif á um 700 boðskiptaferla í líkamanum og er því afar mikilvægt að taka það inn ef líkaminn er undir einhverju álagi.

Því til styrktar eru svo Probiotic 10 góðgerlarnir, sem tryggja að þarmaflóran haldist í toppstandi. jafnt að heima sem að heiman. Omega 3 er svo nauðsynlegt til að mýkja liðina og tryggja að æðakerfið sé í sínu besta formi.

SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT

AMÍNÓSÝRUR FYRIR ALLA KAPPA

Ég veit ekki hvort “strákarnir okkar” á HM eru að taka inn amínósýrur en ég treysti því að svo sé, því annars væri úthaldið og viðgerðarferlið eftir átök ekki í lagi. AMINO POWER Pre-Workout er alveg frábær blanda af amínósýrum, sem eykur úthald og styrk undir álagi, með lágmarksinnihaldi af koffíni. Duftinu er blandað við vatn og drukkið fyrir og eftir líkamlega áreynslu eins og æfingu í ræktinni, langa gönguferð, fjallgöngu, hjólreiðakeppni eða eitthvað annað sem tekur á líkamann.

Heppinn sá sem vinnur eina af þessum þremur körfum og verður vel undirbúinn fyrir átök sumarsins.

SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT

HAFÐU SNAKKIÐ HEILSUSAMLEGT

Við vitum öll að i löngum bílferðum milli landshluta eða í flugvél milli landa er gott að geta gripið í eitthvað snakk, ef svengdin sverfur að. Orkustykki eins og SUPERBAR eða stykkin frá Nakd eru fyrirferðarlítlir en öflugir millibitar, sem gott er að grípa til bæði í bílferðum og þegar áð er á fjallstoppum.

Þá eru rúsínurnar með dökka súkkulaðinu frá Himneskri hollustu ekki síðri og hnetublandan og kasjúhneturnar frá þeim koma líka sterkar inn. Allt þetta er að finna í vinningskörfunum þremur.

SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT

MATARMIKLIR ORKUDRYKKIR

Voelkel SEEDS “smoothie” drykkirnir eru blanda af ávöxtum og chia fræjum. Þeir eru fyllandi og næringaríkir og mun betri kostur en “sveittur borgari” á einhverjum skyndibitastaðnum við þjóðveginn, enda stútfullir af Omega 3 fitusýrum (chia fræin) og orku náttúrunnar úr mangó eða berjum.

Við drögum í lok dags 27. júní, svo heppnir vinningshafar ættu að geta sótt vinningana sína fyrir lok mánaðar.

SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 245 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar