SUMARLEGA KAKA

Uppskrift að þessari dásamlegu Ebbuköku er í væntanlegri bók minni HREINN LÍFSSTÍLL, en hún er svo sumarleg að ég ákvað að deila uppskriftinn hérna. Þeir sem vilja eitthvað annað en ís með kaffinu á heitum sumardegi geta skellt í þessa köku og borið hana fram með ferskum eða frosnum ávöxtum.

Ebba Guðný gaf mér góðfúslega leyfi til að birta þessa uppskrift í væntanlegri bók minni. Þið finnið fleiri uppskriftir frá henni á vefsíðunni hennar: www.pureebba.com

Mauk ofan á kökuna:

250 g döðlur frá Himneskri hollustu
1½–2 dl vatn
6 stevíudropar með vanillubragði

Setjið allt í pott og látið suðuna koma upp.

Slökkvið undir, setjið lokið á pottinn og látið hann standa á hellunni, svo vökvinn sjóði aðeins meira niður meðan þið gerið botninn.

Botninn:
120 g kókosmjöl frá Himneskri hollustu
120 g möndlur frá Himneskri hollustu eða sama magn af möndlumjöli
30 g kókosolía frá Himneskri hollustu
30 ml vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Malið kókosmjölið í blandara og setjið í skál.
  3. Skolið og hakkið möndlurnar og bætið möndlumjölinu í skálina með kókosmjölinu.
  4. Bætið kókosolíu, vatni og ögn af sjávarsalti út í skálina.
  5. Blandið saman með fingrunum og setjið í eldfast form (22–24cm). Pikkið botninn með gaffli og bakið í um 25 mínútur eða þar til kakan er gullin að ofan.
  6. Takið úr ofninum og látið kólna.Maukið döðlurnar í pottinum með töfrasprota.

Smyrjið döðlumassanum ofan á botninn og skreytið með frosinni skógarberjablöndu eða ferskum ávöxtum, eins og t.d. mangói og granateplafræjum. Hún er enn betri með soja- eða kókosrjóma fyrir þá sem eru með mjólkuróþol – eða venjulegum rjóma fyrir þá sem þola hann.

Þú getur keypt HREINN LÍFSSTÍLL í forsölu með 30% afslætti fram til 31. júlí.
Bókin kemur út 20. ágúst.

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram