SUMARIÐ OG SJAMPÓIÐ

Kannastu við að vilja alltaf taka þitt sjampó með í ferðalög? Jafnvel þegar þú veist að þú verður á hóteli sem býður upp á gott sjampó. Ef það er þinn stíll, erum við í sama flokki.

Hárið á mér er þykkt, sjálfliðað og þurrt og úfnar við minnsta raka. Það kostar bara svekkelsi og tár að reyna að slétta það með hárþurrku og bursta eftir þvott. Þess vegna fá krullurnar bara að ráða för, en það er samt skemmtilegra að hafa einhverja stjórn á þeim.

LAUSNIN KOM FRÁ SIDDÝ

Hárgreiðslukonan mín hún Siddý í Permu, sem hefur haft hendur í hári mínu, meira en helming ævi minnar kemur alltaf með einhver góð ráð. Fyrst kynnti hún mig fyrir Moroccan Oil vörunum til að bæta nú aðeins úr þurrki í hárinu. Þær virkuðu mjög vel, en svo komu Maria Nila vörurnar – og ég verð að segja að þær virka enn betur. Allar Maria Nila vörurnar eru vegan – þótt ég sé það reyndar ekki – og innihalda hvorki súlföt né paraben, bara topp innihaldsefni.

SOFT BREYTTI LÚKKINU

SOFT ferðapakkningin

Næsta breyting varð þegar vinkona mín sagði mér að hún væri að nota serum í hárið eftir þvott. Ég spurði Siddý út í hvort hún væri að selja eitthvað slíkt. Hún benti mér á SOFT Argan olíuna frá Maria Nila. Hún er sett í hárið eftir þvott og hefur gersamlega breytt hárinu mínu – þótt það komi nú fyrir að það sé úfið.

Ég ákvað að prófa líka sjampóið og hárnæringuna í SOFT línunni – og síðan hefur ekki verið aftur snúið. Hið besta er þó að það er hægt að fá flottar ferðapakkningar bæði af sjampóinu og hárnæringunni og Argan olían er í 100 ml pakkningum. Þess vegna fá þessar hárvörur alltaf að ferðast með mér, stundum í handfarangri – og ég verð að segja að þær eru mjúkir ferðafélagar.

Ég vildi bara segja frá þessum ferðafélögum mínum, ef þú hefur áhuga á að hafa þá með þér í för, hvort sem er á ferð um okkar land eða önnur í sumar.

Neytendaupplýsingar: Maria Nila hárvörurnar fást á öllum helstu hárgreiðslustofum.

Mynd: Vera Pálsdóttir. Myndin er tekin löngu áður en ég kynntist SOFT

Myndina af hárvörunum tók ég sjálf á einum gististaðnum sem ég dvaldi á.