SÚKKULAÐIKAKA

Flestir eru með súkkulaði á heilanum um páskana og úða í sig páskaeggjum. Langt er síðan ég hætti að borða eggin, því mér fannst súkkulaðið í þeim ekki gott. Tel mun betra að kaupa pakka af gæðasúkkulaði, en nú fellur í þann flokk hjá mér 85% súkkulaði, helst sætt með stevíu.

Fyrir þá sem hvorki borða páskaegg, né vilja 85% súkkulaði er hér hins vegar uppskrift að SÚKKULAÐIKÖKU sem ekki þarf að baka. Hún er frá Guðbjörgu Finns, sem rekur hina frábæru líkamsræktarstöð G-fit í Garðabænum – og ég “stelst” til að deila henni hér:

INNIHALDSEFNI:

2 1/2 dl döðlur – mér finnst þessar frá Himneskri hollustu bestar – gott að leggja þær í bleyti í heitt vatn í smá stund
2 1/2 dl kókosmjöl eða valhnetur (kakan verður grófari með kókosnum en að eins meira djúsí með valhnetunum segir Guðbjörg)
2 1/2 dl pecan hnetur
3-5 msk hrákakó eftir smekk (Naturata eða Himnesk hollusta)
örlítið af hreinu vanilludufti og fínu himalajasalti

1. Setjið allt hráefnið nema döðlurnar í matvinnsluvél og malið.
2. Bætið döðlunum rólega út í. Ekki setja þær allar í einu, svo þið bræðið ekki úr vélinni :).
3. Kakan mótuð í smelluformi eða í deigið sett í lítil múffuform.

KREM OFAN Á:

5 msk kókosolía frá Himneskri hollustu (verður að vera við stofuhita)
5 msk hlynsíróp (ekta) eða velja agave síróp frá Himneskri hollustu
5 msk hrákakó
örlítið af hreinu vanilludufti og fínu himalajasalti

1. Bandlið öllu vel saman með písk eða handþeytara.
2. Smyrjið kreminu á kökuna (kökurnar) og kælið.
3. Skreytið með ferskum berjum, ávöxtum, kókosflögum eða mórberjum.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram