SÚKKULAÐIKAKA ÚR SVÖRTUM BAUNUM

SÚKKULAÐIKAKA ÚR SVÖRTUM BAUNUM

Þeir sem eru með glútenóþol vilja geta fengið sér kökur annað slagið eins og aðrir og þessi er frábær til að eiga í frysti og kippa fram þegar löngunin kallar. Svartar baunir eru sérlega trefjaríkar og því góðar fyrir heilbrigða meltingu. Blandan af próteini og trefjum í baunum er líka sérlega góð til að halda jafnvægi á blóðsykrinum og því er flott að nota svona köku sem eftirrétt. Með því að halda jafnvægi á blóðsykrinum dregur úr líkum á auknum insúlínviðbrögðum og hættu á sykursýki týpu 2.

Margir kvarta yfir því að baunir leiði til uppþembu, sem getur gerst ef fólk er ekki að fá reglulega nægilegt magn af trefjum í fæðunni. Aukin inntaka á trefjum eins og Acacia Fiber frá NOW getur bætt úr þessu, eða kannski er komið að því að þú takir inn meltingarensím eins og Digest Ultimate frá NOW til að stuðla að betra niðurbroti fæðunnar.

Kakó er hluti af innihaldsefnunum í þessari súkkulaðiköku. Hrákakó er óunnið súkkulaði og hefur hvorki verið ristað (baunirnar) né sætt, eins og gert er í súkkulaðiframleiðslu. Í kakói er mikið af andoxunarefnum, auk þess sem það er talið hafa lækkandi áhrif á blóðþrýstinginn.

En hvað þarf svo til að búa til þessa Súkkulaðiköku úr svörtum baunum?

INNIHALDSEFNI:

1 450-500 gr dós af soðnum svörtum baunum, skolið þær og látið allt vatn síga af þeim

2 stór egg eða 2 msk af muldum hörfræjum sem sett eru í ¼ bolla af heitu vatni og látin standa í 10 mínútur til að úr myndist hlaup

¼ bolli kókosolía eða ghee (skýrt smjör)

1 tsk vanilla

1/3 bolli hrákakó frá Himneskri hollustu

¾ bollar kókospálmasykur frá Himneskri hollustu

½ tsk lyftiduft

¼ tsk fínt himalajasalt

Út í deigið má líka bæta ½ bolla af súkkulaðibitum – hægt að nota dökkt súkkulaði sætt með stevíu

AÐFERÐ:

  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Setjið öll innihaldsefni – nema súkkulaðibitana – í matvinnsluvél og blandið þar til blandan verður jöfn og slétt.
  3. Setjið deigið í skál og bætið súkkulaðibitunum út í með sleif.
  4. Smyrjið eða setjið bökunarpappír í ferkantað mót 20×20 cm eða 22×22 cm og setjið deigið í formið. Jafnið vel út til kantanna.
  5. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til tannstöngull (tré) kemur hreinn úr kökunni.

Látið kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin í ferhyrnda bita.

Þeir sem eru með mjólkuróþol geta borið  hana fram með kókos- eða hrísgrjónarjóma.

Má frysta.

Baunamynd: CanStockPhoto / atasitseli

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?