STYRKTU ÞIG Í SKAMMDEGINU - Guðrún Bergmann

STYRKTU ÞIG Í SKAMMDEGINU

STYRKTU ÞIG Í SKAMMDEGINU

Í dag er þrettándinn og síðasti jólasveinninn á leið til fjalla. Víða eru álfabrennur og jólin „brennd út“ með þeim. Eftir þrettándann hverfur líka allt jólaskrautið sem lýst hefur upp jólahátíðina.

Þegar öll jólaljósin hverfa verður skammdegismyrkrið áþreifanlegra. Þá sækir oft að fólki þunglyndi, en með burnirótinni má vinna bug á því.

Rhodiola eða burnirót

RHODIOLA ER VÖRN GEGN ÞUNGLYNDI

Rhodiola frá NOW er unnið úr burnirót. Burnirótinn hefur verið kölluð „gullna rótin“ sökum frábærra eiginleika sinna, en hún vex á köldum norðlægum slóðum, meðal annars hér á landi, þótt hún sé ekki unnin hér.

Einn af stórkostlegum eiginleikum burnirótarinnar (Rhodiola) er að hún eflir og styrkir heilann og er vörn gegn þunglyndi.

Burnirótin eykur næmi taugafrumna (frumna í heila og taugakerfi), þar á meðal taugaboðefnanna tveggja serótóníns og dópamíns.

Þessi taugaboðefni eru þekkt fyrir að bæta fókus, minni, ánægjutilfinningar og létta lund, auk þess sem dópamínið dregur úr fæðufíkn.

NÁTTÚRULEGT ADAPTÓGEN

Burnirótin (Rhodiola) er öflugt náttúrulegt adaptógen, en samkvæmt orðabók er adaptógen efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu.

Burnirótin tilheyrir plöntuætt sem er rík af adaptógenum. Þau hjálpa meðal annars líkamanum að aðlagast líkamlegri, kemískri og umhverfislegri streitu, en skammdegið veldur einmitt mörgum streitu. Innan þessarar ættar er burnirótin er talin öflugasta plantan.

DREGUR ÚR ÞREYTUEINKENNUM

Burnirótin (Rhodiola) eykur þol og úthald með því að fjölga rauðum blóðkornum. Rauð blóðkorn flytja súrefni til vöðvanna. Með því að hafa meira magn af þeim, má draga úr þreytueinkennum, auk þess sem Rhodiola dregur úr mjólkursýrumyndun og vöðvaskemmdum.

Rhodiola frá NOW fæst í öllum helstu matvörumörkuðum og apótekum.

Þessi grein er unnin í samstarfi við NOWfoods á Íslandi. Ef þér fannst hún áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Myndir: CanStockPhoto / martinan – úr myndasafni NOW

Heimildir: www.draxe.com og www.globalhealingcenter.com

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 272 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar