Styrking fyrir nýrnahettur og skjaldkirtil - Guðrún Bergmann

Styrking fyrir nýrnahettur og skjaldkirtil

Í síðustu grein sem ég pósti á vefsíðuna mína fjallað ég um vanvirkni í nýrnahettum og á hvaða hátt hún getur haft áhrif á skjaldkirtilinn. Minn skilningur er sá að þegar eitthvað eitt kerfi líkamans fer að bila, hefur það áhrif á önnur kerfi hans. Ég hef valið náttúrulegar leiðir eins og bætiefnin frá Jeunesse til að koma jafnvægi á skjaldkirtilinn og TSH gildin hjá mér, en líka ýmislegt annað eins og t.d. himalajasaltvökva og með jöfnu millibili tek ég inn þaratöflur. Himalajasalt eykur joðmagn líkamans, bætir vökvajafnvægið, styrkir starfsemi skjaldkirtils og hjálpar honum að hreinsa blóðið.

HIMALAJASALTVÖKVI
Náttúrulæknar, bæði í Evrópu og Ameríku, ráðleggja gjarnan himalaja-saltvökva þegar koma þarf jafnvægi á saltbúskap líkamans, meðal annars ef um vanvirkni í nýrnahettum og skjaldkirtli er að ræða.

Saltvökvinn er búinn til svona:

 • Fáðu þér glerkrukku með góðu glerloki sem tekur svona 1-2 lítra af vatni.
 • Fylltu hana af köldu vatni og settu stóra eða litla (ekki of litla) mulninga af himalajasalti í hana.
 • 2-4 matskeiðar ættu að vera nóg til að byrja með, eða ca 1/4 hluti af stærð krukkunnar.
 • Láttu blönduna standa í 24 tíma. Ef allt saltið er þá uppleyst, bættu þá örlitlu meira við.
 • Þegar vatnið getur ekki lengur leyst upp saltið koma saltkristallarnir til með að sitja á botni krukkunnar. Þá er upplausnin orðin rétt eða 26% og hægt að nota hana.
 • Eftir því sem gengur á saltvökvann má bæta bæði meira af vatni og saltkristöllum út í hann til að halda áfram jafnri upplausn.

Settu 1-2 teskeiðar af saltvatninu út í glas af vatni og drekktu fyrst á morgnana eða bættu þeim út í morgunþeytinginn eða græna djúsinn. Það má líka taka saltvökvann og nudda honum á húðina og leyfa honum að þorna á henni.

ÞEYTINGUR FYRIR FRUMUHIMNURNAR
Þessi þeytingur kemur úr bókinni Rétt líferni fyrir þinn blóðflokk eftir bandaríska náttúrulækninn Peter D’Adamo N.D. og er góður fyrir himnurnar utan um frumurnar okkar. Bandaríski líffræðingurinn Bruce H. Lipton talar einmitt um að frumuhimnurnar séu nokkurs konar heili frumnanna, svo það er mikilvægt að vernda þær og styrkja. Best er að drekka þeytinginn á fastandi maga á morgnana og borða ekkert næstu 30 mínúturnar.

 • 2 dl greipsafi eða nýpressaður safi úr tveimur greipávöxtum, helst blóðgreip
 • 1 matskeið góð hörfræsolía eins og til dæmis frá Himneskri hollustu
 • 1 matskeið soja-lesitín

Allt sett í blandara og þeytt þar til olían og lesitínið hafa blandast vel við safann. Drukkið rólega.

Heimildir: Ofangeindar upplýsingar eru m.a. úr bók minni UNG Á ÖLLUM ALDRI.

Ef þér finnst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Þú getur skráð þig á póstlistann minn til að fá reglulega sendar greinar um heilsumál og náttúrulegar leiðir til betra lífs.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 333 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar