STERK BEIN FYRIR STYRKAN LÍKAMA

Meginatriði greinarinnar:

1 – MK-7 K-2 vítamín er talið sérlega gott fyrir beinheilsuna.

2 – D-vítamín er mikilvægt að taka sem stuðningsefni með MK-7 K-2 vítamíninu.

3 –  Rannsóknir benda til að D-vítamín sé einnig gott sem vörn gegn Covid-19.

STERK BEIN FYRIR STYRKAN LÍKAMA

Allt sem tengist líkamanum raðast annað hvort innan í eða utan á beinagrind okkar, en hún samanstendur af beinum, brjóski og liðböndum. Beinagrindin verndar viðkvæm líffæri eins og heilann. Beinin geyma og losa um fitu þegar á þarf að halda. Auk þess framleiða beinin rauðar blóðfrumur og sjá um geymslu og losun steinefna. Svo hjálpa bein, liðir og liðbönd okkur að hreyfa líkamann og framkvæma hinar ólíklegustu hreyfingar, en auk hreyfinganna eru beinin aðalstuðningskerfi líkamans.

Bein eru lifandi vefur og það skiptir miklu máli að viðhalda sterkum og virkum beinum sem lengst út ævina, svo hægt sé að njóta sem bestra lífsgæða. En hvernig er best að vernda beinin?

MK-7 K-2 VÍTAMÍN FYRIR BEININ

Það vítamín sem ég hef notað undanfarin ár til að styrkja mína beinheilsu heitir MK-7-vítamín K-2 . Þetta K2-vítamín, er með undirflokkaheitið menaquinone 7, sem skýrir MK-7-heitið, sem minnir svolítið á vélmennaheitin úr Star Wars myndunum. Vert er að taka það fram að K-2 vítamín er alls óskylt K1-vítamíni, sem er blóðstorknunarefni.

Líkt og kemur fram í bók Dr. Kate Rhéaume-Bleue, Vitamin K2 and the Calcium Paradox, hafa rannsóknir staðfest að K2-vítamín spilar stóra rullu í beinheilsu og er sérlega mikilvægt til varnar beingisnun. Osteocalcin er prótein sem framleitt er af beinmyndunarfrumum líkamans og nýtt innan beinsins sem mikilvægur hluti af beinmyndunarferlinu. Á níunda áratug síðustu aldar uppgötvaðist að það þarf að virkja það (carboxylate) svo það nýtist. MK-7-formið af K2-vítamíni virkjar ensím sem koma því ferli af stað.

Án K2-vítamíns eru þessi prótein og önnur sem eru K-vítamínháð, óvirk og geta ekki sinnt líffræðilegri virkni sinni. Sé ekki nægilegt magn af K2-vítamíni í líkamanum er hætta á bæði beingisnun og kalkmyndun mjúkra vefja eins og æða og nýrna.

SAMSPILIÐ MILLI D-3 OG MK-7 K-2

Samhliða MK-7 K-2 vítamíninu er mikilvægt að taka inn D-3 vítamín. Við sem búum á norðurhjara veraldar ættum alltaf að taka inn D-3 vítamín yfir vetrartímann, þar sem lítið gætir sólar og dagsbirtan varir stutt. D-3 vítamín er ekki bara mikilvægt fyrir beinheilsuna, heldur heilsu okkar almennt. Stundum dugar ekki að taka bara eitt bætiefni án einhvers annars.

Í bók sinni fjallar Dr. Rheaume-Bleue einnig um mikilvægi K-2-vítamíns, og samvirkandi áhrifa þess með öðrum næringarefnum. Rannsóknir sýna að skortur á K-2-vítamíni er í raun það sem veldur einkennum D-vítamín eitrunar, en þau birtast gjarnan sem kalkmyndun í mjúkum vefjum sem getur leitt til æðakölkunar.

Því vinna þessi bætiefni svo vel saman. MK-7 K-2 vítamínið er fituuppleysanlegt bætiefni og þess vegna er gott að taka það inn með D-3 vítamínbelgjum eða munnúða og bæta jafnvel líka Omega-3 í bætiefnaboxið.

D-VÍTAMÍN SEM VÖRN GEGN COVID

Ég rakst nýlega á athyglisverða grein í netútgáfunni af The Irish Catholic, sem skrifuð er af lækni við St. James sjúkrahúsið á Írlandi. Það sem hér fer á eftir eru helstu atriði þess sem þar kemur fram.

Undanfarið hafa vísindamenn víða um heim leitað að lyfjum sem nota má sem meðferð gegn Covid-19. Við þá leit hafa sjónir æ oftar beinst að D-vítamíni, sem nota má annað hvort til að koma í veg fyrir sýkingu eða draga úr alvarleik sjúkdómsins ef fólk smitast. (Sjá einnig ummæli Dr. Aseem Malhotra í greininni VÍRUS SEM KANN AÐ TELJA)

D-vítamín er einstakt að því leyti að 80-90% af því er framleitt af húð okkar eftir að hún hefur verið í sólarljósi. Að auki er D-vítamín hormón sem virðist gegna hlutverki um allan líkamann. Meginhlutverk þess er að stuðla að nægilegri upptöku á kalki í þörmum og viðhalda þannig eðlilegri beinheilsu líkamans. D-vítamín virðist líka vera mikilvægt fyrir vöðvavirkni og gæti sem slíkt dregið úr hættu á falli hjá eldra fólki.

Eftir að það uppgötvaðist að það eru D-vítamín móttakar í flestum líffærum líkamans er ljóst að það hefur áhrif langt umfram beinheilsu, meðal annars á ónæmiskerfið. Það virðist framleiða töluvert af próteinum í slímhúð öndunarfæranna, auk þess sem það hefur áhrif á ónæmisfrumurnar (T-frumur) sem koma að framleiðslu nokkurra bólgumyndandi cytokines.

Skortur á D-vítamíni hefur einkum verið tengdur auknu magni af cytokines IL-6 og TNF, sem hækka oft við Covid-19 smit og gefa vísbendingu um alvarlegri veikindi. D-vítamín virðist slá á framleiðslu þessara efna og virkni þess dregur því mögulega úr „cytokine storminum“ sem fylgt hefur alvarlegum tilvikum af Covid-19.

——

Sólin er málið til að auka eigin framleiðslu húðarinnar á D-vítamíni en yfir dimmustu mánuðina er um að gera að taka það inn sem bætiefni, einkum á þessum Covid tímum.

Neytendaupplýsingar: Þar sem núverandi birgðir hjá Hverslun af MK-7 K-2 vítamíni eru með síðasta söludag í lok nóvember, er það á sérstöku tilboði með 40% afslætti í Hverslun.is. Tilvalið að nýta sér tilboðið til að kanna virkni þess. Aðrar NOW vörur og bætiefni eru með 10% afslætti til 18. október í Hverslun.is.

Myndir: CanStockPhoto.com / AlienCat og af vef NowFoods.com

Heimildir: irishcatholic.comdrstevenlin.combetterbones.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram