STEIKTUR SILUNGUR MEÐ SPÍNATKÁLI

Þessi uppskrift er úr væntanlegri bók minni HREINN LÍFSSTÍLL, sem kemur úr prentun upp úr miðjum ágúst og er á forsölutlboði með 35% afslætti til 16. júlí.

Hún er ein af mínum uppáhalds, bragðgóð og fljótleg, hvort sem eldað er fyrir einn eða fleiri. Svo skemmtilega vildi til að ég sendi bókahönnuðinum þessa uppskrift, þegar hann var að gera prufuuppsetningar fyrir bókina og honum leist svo vel á hana að hann eldaði hana eitt kvöldið fyrir sig og gesti sína og hún sló algerlega í gegn.

STEIKTUR SILUNGUR MEÐ SPÍNATKÁLI
Fljótlegur og bragðgóður réttur fyrir einn eða fleiri. Það er gott að gera ráð fyrir einu meðalstóru silungsflaki á mann og ég kaupi alltaf silunginn frá Klausturbleikju sem fæst í NETTÓ, því hann er langbestur að mínu mati.

Stækkið uppskriftina í samræmi við það hversu margir eru í mat. Rétturinn er saðsamur en samt léttur í maga og uppskriftin eins og hún er hér fyrir neðan er fyrir tvo.

2 meðalstór roðflett silungsflök frá Klausturbleikju, höfð heil eða skorin í 2–3 bita
1 límóna (eða sítróna)
Lime Pepper frá Santa Maria
1 bakki spínatkál frá Lambhaga, skerið stilkana frá
1 meðalstór rauðlaukur, skorinn í tvennt eftir endilöngu og svo í þunnar sneiðar
1–2 (eftir stærð) pressuð hvítlauksrif
1–1½ msk saxaðar rúsínur steikingarolía eða bragð- og lyktarlaus kókosolía frá Himneskri hollustu

AÐFERÐ:

  • Hitið olíu á pönnu að rúmlega meðalhita, kryddið silungsflökin báðum megin og leggið þau á pönnuna þegar olían er orðin heit, með roðhliðina upp – þótt flökin hafi verið roðflett.
  • Steikið í 2–3 mínútur og snúið síðan við.
  • Hellið límónusafa yfir fiskinn.
  • Ef þið eruð með stóra pönnu getið þið steikt laukinn og spínatkálið á sömu pönnu, aðeins til hliðar, eða þá á annarri pönnu. Steikið hvítlaukinn og laukinn þar til hann verður glær eða í 2–3 mínútur.
  • Bætið svo spínatkálinu á pönnuna og veltið því vel í olíunni og steikið í hámark 1–2 mínútur.
  • Bætið söxuðum rúsínum út í spínatkálið rétt í lokin. Raðið fiskbitunum á disk og spínatkálsblöndunni við hliðina.
image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?