SPAGHETTI MEÐ RISARÆKJUM OG BASILÍKU

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er þessa vikuna með uppskrift að
rétti sem aldrei klikkar, þótt 
hann sé aldrei alveg eins
hjá henni 🙂

 


Kæri lesandi!

Mér finnast risarækjur algert æði og þegar ég á von á vinkonum í heimsókn elda ég pasta með risarækjum, basil, parmesan og allskonar til að bjóða upp á.

Ég hef oft eldað þennan rétt áður en hann verður aldrei eins hjá mér – því ég er alltaf að gera einhverjar breytingar – en þó svipaður.

Það sem mér finnst lykilatriði er að gera olíu/smjörlöginn allaveganna EINNI klukkustund áður en ég steiki rækjurnar í honum því þá er hann búinn að „taka sig“. Einfaldur, fljótlegur og mjög góður og vinsæll réttur sem flestum líkar.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

SPAGHETTI MEÐ RISARÆKJUM OG BASILÍKU

1 poki skellausar risarækjur um 26-30 stk
400 gr. spaghetti frá Jamie Oliver í rauðu pökkunu
8 væn hvítlauksrif
1 chilli
börkur af 1 sítrónu
safi úr ½ sítrónu
1 búnt basilíka
2-4 msk Tamari soja sósa frá Clearspring (smakkið til)
2-3 msk dökkt agave síróp
smá hvítvín
svartur pipar Kryddhúsið
chilliflögur Kryddhúsið
Parmesan ostur
salt eftir smekk
¾-1 dl. dl.olía
100 gr smjör

AÐFERÐ:

1 – Setjið olíu á pönnuna og smjörið án þess að kveikja á hellunni. Rífið hvítlaukinn í rifjárni og setjið út í ásamt söxuðum chilli. Raspið börkinn af einni sítrónu og setjið út í ásamt safa úr ½ sítrónu.

2 – Grófsaxið næstum heilt búnt af basilíku (geymið nokkur lauf til að strá yfir réttinn að lokum) og setjið út í.

3 – Setjið Tamari soja sósuna og hunangið út í. Saltið aðeins og setjið vel af svörtum pipar út í.

4 – Nú er gott að kveikja undir pönnunni og leyfa öllu að malla í ekki meira en 4-5 mínútur. Mér finnst gott að leyfa þessu að standa síðan í um 1-2 klukkustundir þannig að hráefnin blandist vel saman í olíunni og smjörinu. Og munið að hafa nóg af olíu/smjöri og smakkið það til.

5 – Kveikið aftur undir pönnunni og þegar allt er farið að malla setjið þá rækjurnar út eftir að hafa skolað þær og þurrkað.

6 – Leyfið þeim að steikjast þar til rækjurnar sem voru gráar verða eins og í þeim lit sem þær eiga að vera. Bætið hvítvíninu út í. Slökkvið undir pönnunni og takið af hellunni.

7 – Sjóðið pastað og passið að ofsjóða það ekki. Setjið út á heita pönnuna og leyfið ca hálfum bolla af pasta vatninu að fara með.

8 – Hrærið í réttinum. Bætið við einni lúku af parmesan osti og hrærið saman við.

9 – Setjið í fallega víða skál, stráið chilli flögum yfir ásamt parmesan og basiliku. Hafið nóg af rifnum parmesan osti í skál því það er svo gott að hafa vel af honum með þessum rétti.

Njótið vel

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Nettó, Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup og í ýmsum verslunum Krambúðarinnar, svo og á vefsíðunni www.kryddhus.is 

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram