SKILABOÐ TENGD HÆKKANDI TÍÐNI
Þið sem hafið hlustað á skýringar Pam Gregory stjörnuspekings hjá mér, hafið væntanlega heyrt hana minnast á Zac, sem kemur í gegn hjá Janet Treloar sem er breskur transmiðill. Hún miðlar hinum háþróaða andlega leiðbeinanda Zacharia, sem er betur þekktur sem Zac, en hann er háþróuð hlið af hinum upphafna meistara Djwal Khul. Með Janet vinnur Hazel Newton, sem sér um að spyrja Zac spurninga á miðilsfundum, sem haldnir eru einu sinni í mánuði, til að leita svara í viskubrunni hans.
Ég fæ reglulega fréttabréf frá Hazel Newton og í bréfinu sem kom til mín í gærmorgun er smá útdráttur úr miðlun Zac, sem ég ákvað að þýða og deila með ykkur.
UMFANGSMIKLAR BREYTINGAR
Zac vill minna okkur á að við höfum á dásamlegan hátt stóraukið traustið á okkur sjálfum og bætir við:
„Þið getið í raun aldrei ímyndað ykkur hversu gífurlegt að umfangi það er sem þið eruð að fara í gegnum! En þar sem þið búið yfir greind í hjartanu, greind í sálinni og orku, eruð þið lögð af stað á sömu braut og allt mannkynið, Jörðin og allur Alheimurinn. Sú braut býr yfir tækni, yfir visku og er með markmið og á sér ákvörðunarstað.
Þið fylgið handbókinni sem sál ykkar þekkir; og þið vissuð á því augnabliki sem þið fæddust, að þið ættuð möguleika á að lifa í gegnum þessa tíma. Þið eruð að gera það með milljörðum annarra einstaklinga. Þið eruð að gera það með þessari Jörð. Allt er að fara fram á við saman, allt umfang Alheimsins er að breyta um stefnu og endurstilla áttavita sinn. Þið getið hugsað um þetta sem áttavita hjartans. Það er að setja stefnuna í átt að lyngari sjó, jafnvel þótt það taki einhvern tíma að komast þangað.“
UNDIRBÚNINGUR FYRIR ÞAÐ SEM KOMA SKAL
Hazel spyr Zac hvernig við getum undirbúið okkur og hann svarar meðal annars svona:
„Á vissan hátt er enginn undirbúningur nauðsynlegur. Því þetta er að gerast. Ég get hins vegar sagt ykkur hvernig þið getið gert þetta auðveldara. Auðveldara til að aðlagast og líkt og blóm sem blómstrar, að leyfa þessari nýju mótun, í sínu innsta eðli, að endurskapa ykkur.
Það er mikilvægt að að taka vel á móti breytingunum og endurtaka öflugar möntrur eins og þessa… Ég tek á móti og fagna þeirri breytingu sem er að eiga sér stað! …því það hefur jákvæð áhrif á orku okkar og þar af leiðandi á heiminn í kringum okkur, því þetta nær langt út yfir hið efnislega.“
BREYTINGIN ER INNRA MEÐ YKKUR
Og Zac heldur áfram: „Með því að taka á móti og fagna breytingunni innra með ykkur, sendið þið út tíðnir, sem eru mun öflugri en litlar gárur, meira í líkingu við flóðöldur af ljósi til alls sem þið tengist. Þið getið líka tekið á móti því og fagnað því. Þið kunnið að finna tækifæri á næstunni með stóra viðburðinum á sólstöðunum þann 21. desember, en það eru líka margir viðburðir fram að þeim tíma og eftir hann. Ekki einblína á dagsetninguna. Ekki einblína um of á það sem þið þurfið að segja eða gera á gagnlegan hátt, eða hvernig þið bregðist við allri örvuninni í kringum ykkur.
Breytingin er öll innra með ykkur. Hvenær sem ykkur finnst þið fara að efast, leitið þá í hjarta ykkar, eða ef þið gleðjist, leitið þá í hjarta ykkar. Leitið í hjarta ykkar með allt sem þið gerið. Svo lifið, lifið, lifið, lifið, lifið vegna þess að þið eruð mannverur. Haldið áfram að taka þátt í því sem í kringum ykkur er. Ef þið viljið, haldið þá áfram að faðma börnin ykkar, áfram að fara með hundinn í gönguferð, fara á snyrtistofuna eða sinna jólainnkaupunum. Allt þetta opnar möguleikann á því Ofurnáttúrulega í heildarmynd Alheimsins að birtast, fyrir svo margt að koma fram í ljósið.“
STJÖRNUHJÖRTUN
Hazel spyr um það hvers við megum vænta eftir Vetrarsólstöður og fyrst eftir að við komum inn í Vatnsberaöldina? Hvernig við eigum eftir að upplifa fimmtu víddina og væntanleg samskipti við verur af öðrum hnöttum, hver þróunin verður á tæknisamskiptum okkar, meðal annars við 5G og um stjörnuhjörtun okkar?
Zac svarar hluta af þessum spurningum hér: „Stjörnuhjörtu, stjörnuskin milli plánetna. Vísindamenn ykkar hafa sagt ykkur að þið séuð búin til úr stjörnuskini (eða stjörnuryki) og það hef ég líka sagt ykkur. Nú er þetta raunveruleikinn, þið eruð að uppfærast með þessari mótun innra með ykkur til að skapa stjörnuhjörtu. Stjörnuhjörtu þýða að tengingin nær út fyrir hjartatenginguna ykkar á milli, sál ykkar og raunveruleika ykkar hér á Jörðinni. Þetta er stjörnuhjarta, sem er með tengingu við raunveruleika alls umfangs Alheimsins.“
Nánari upplýsingar: Janet og Hazel eru með síðuna https://www.patreon.com/Zacsportal – Þar er hægt að gerast áskrifandi að miðlunum Zac.
Myndir: CanStockPhoto/ Nokki24 (báðar)
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA