SKILABOÐ FRÁ ULURU

SKILABOÐ FRÁ ULURU

Eftirfarandi upplýsingar fjalla um sérstaka Seremóníu við Uluru í Ástralíu, þann 21. desember 2020. Upplýsingarnar eru unnar af Julia Williams í viðtali við fulltrúa eins af ÞEIM SEM VERNDA MUNNMÆLIN hjá frumbyggjum Ástralíu og þýddar yfir á íslensku með leyfi frá Steven Strong.

Steven hefur séð um að koma upplýsingum um Seremóníuna á framfæri, því hún þarfnast orku frá utanaðkomandi aðilum til að skila árangri. Sjá nánar í SPÁDÓMAR FRUMBYGGJA ÁSTRALÍU.

Undirrituð hefur bætt inn upplýsingum frá Steven, sem ekki voru í upprunalegu skilaboðunum og eru þær merktar með skáletri, en ekki feitletraðar.

Áhugavert er að það eru konur sem sjá um Seremóníuna, einkum í ljósi þess sem Pam Gregory stjörnuspekingur hefur fjallað um í tengslum við plánetuna Eris, sem er að vekja upp kvenorkuna. Ég spurði Steven út í athöfnina, en hann sagði að þar sem þetta væri „kvennamál“ gæti hann ekki talað um hana. Hjá Upprunalega Fólkinu (Steven hefur unnið að því að sanna að allt fólk á Jörðinni komi upprunalega frá Ástralíu og rannsóknir hans benda til að það sé rétt) eru skýr skil á milli þess sem konur gera og karlar gera. Konurnar eiga sína sérstöku helgu staði og karlarnir eiga aðra helga staði.

Hér á eftir fylgja sem sagt leiðbeiningar um það á hvaða hátt við getum stutt við Seremóníuna – með því að senda tæra kærleiksorku til Uluru 21. desember kl. 11:32 fyrir hádegi. Bæði konur og karlar geta tekið þátt. Steven sendir þakklæti til allra hér á landi sem vilja styðja við Seremóníuna með orkusendingu. Ég hef lagt mig fram um að þýða skilaboðin eins nákvæmlega og þau eru fram sett. Nú er það OKKAR að styðja við breytinguna.

Kærleikskveðja
Guðrún Bergmann

OKKAR SAMEIGINLEGI ÁSETNINGUR

Kæru bræður og systur,

Vinsamlegast lesið, heyrið og skynjið öll skilaboðin vandlega. Opnið hjarta ykkar.

Ég hef fengið fyrirmæli um að veita skýringar á sérstökum sameiginlegum ásetningi fyrir Seremóníuna þann 21. desember 2020. Þessi ásetningur kemur beint frá Upprunalega Fólkinu (frumbyggjum Ástralíu), verndurum munnmælanna. Ég er bara að deila orðum þeirra áfram.

Ég deili þessu hér af hreinum kærleika og orku, til þess að veita ykkur sem viljið hjálpa og styðja á jákvæðan hátt við Seremóníuna skýrari upplýsingar, ef þið eruð að velta fyrir ykkur á hvaða hátt þið getið stutt við hana.

Fyrir tíu árum var mér í eigin persónu sagt frá þessari Seremóníu, tilgangi hennar, nákvæmum ásetning hennar og dagsetningu, af frænku minni, sem er ein af þeim sem kemur til með að sjá um Seremóníuna.

Hér á eftir fylgja leiðbeiningar frá Upprunalega Fólkinu sem mun sjá um Seremóníuna. Við þurfum að hlusta á og virða þekkingu þeirra sem vita nákvæmlega hvað á að gera og hvers vegna þessi Seremónía er haldin. Þeir hafa undirbúið sig fyrir þessa seremóníu allt sitt líf, í margar, margar kynslóðir.

ÞETTA ERU ORÐ ÞEIRRA:

Við þurfum einlæglega að einbeita okkur að einstakri, fókusaðri, ákveðinni hugsun, tilfinningu og ásetningi. Tilgangurinn með þessari Seremóníu er að Regnboga Snákurinn (Rainbow Serpent) verði að Regnbogabrúnni (Rainbow Bridge), rísi upp og tengist ljósi sólar og fari þaðan beint inn í hjarta Móður Jarðar og hreinsi, magni upp og endurnýji orku Móður Jarðar og sé á þann hátt undanfari fyrir nýtt sögulegt tímabil Móðurinnar og barna hennar.

Hafið eitt á hreinu – FÓKUSINN Á AÐ VERA Á MÓÐUR JÖRÐ, EKKI Á OKKUR SJÁLF

Við þurfum að fókusera á að magna upp orku Móður Jarðar og lyfta meðvitund hennar. Ef þessi Seremónía er studd af hreinum kærleika og orku og ef stuðningurinn fylgir ákveðnum ásetningi, náum við árangri.

Það sem fylgir í kjölfarið ef Seremónían heppnast vel, er nýtt sögulegt tímabil meðvitundar fyrir Móður Jörð og börn hennar. Við verðum að tryggja að fókus okkar og kærleikur beinist að henni, Móður Jörð og þessum ákveðna ásetningi.

MEÐ HREINUM LÍKAMA, HJARTA, HUGA OG SÁL ER ÁSETNINGURINN ÞESSI:

Tær kærleikur til Móðurinnar í hjarta okkar þegar við biðjum um að fá að magna upp orkuna í hjarta Móður Jarðar með kærleik okkar og orku.

Með þessum tæra ásetningi getur þú á jákvæðan hátt lagt orku Seremóníunnar lið, hvaðan sem þú ert. Þú þarft ekki að vera við Uluru. Þú getur gert þetta úr fjarlægð og það mun skipta gífurlega miklu máli!! Seremónían þarf á þessari orku að halda, helst frá 100.000 manns eða fleirum, til að hún nái tilætluðum árangri.

HREINSUN:

 Leiðbeiningar um hreinsun frá Upprunalega Fólkinu eru aðlagaðar að aðstæðum hér á landi.

Þótt Upprunalega Fólkið leggi til að við hreinsum líkama, hjarta, huga og sál með hreinu vatn, eins og í fossum, hafinu, regnvatni, vatni úr vatnsgeymum, ám eða fljótum, getum við notað sturtuna heima hjá okkur hér á landi. Þeir sem stunda sjósund geta auðvitað hreinsað sig í hafinu. Upprunalega Fólkið mælir líka með því að Eucalyptus lauf séu notuð við hreinsun, en þar sem Eucalyptus tré vaxa ekki hér getum við notað Salvíu (Sage), sem fæst meðal annars í Betra líf á bíóganginum í Kringlunni. Mikilvægt er að hreinsa sig með reyk, þannig að ef Salvía er ekki til, veljið þá að nota einhverja hreinsandi tegund af reykelsi.

HVENÆR Á AÐ HREINSA SIG:

Upprunalega Fólkið ráðleggur okkur að byrja strax að hreinsa okkur og halda áfram reglulegri hreinsun fram að og á degi Seremóníunnar. Það er margt sem þarf að hreinsa, meðal annars neikvæðni og ýmislegt sem hefur glapið okkur og því þarfnast líkaminn gagngerrar hreinsunar.

HUGLEIÐSLA:

Lagt er til að hugleitt sér daglega, eða eins oft og hægt er, fram að Sermóníunni sjálfri. Steven segir að leiðbeiningar hafi komið um að mikilvægt sé að magna upp orkuna á helgum stöðum í sem flestum löndum heims, áður en Seremónían sjálf fer fram. Persónulega myndi ég telja að undir helga staði á Íslandi falli Þingvellir, Hofsjökull, Snæfellsjökull og Helgafellin öll. Ef þið vitið um fleiri helga staði, bætið þeim endilega við listann.

Lagt er til að byrjað sé að hugleiða vel áður en kemur að settum tíma fyrir Seremóníuna, þann 21. desember. Þar sem við erum öll mismunandi einstaklingar, fer það eftir hverjum og einum hversu langan tíma hann/hún þarf til að byggja ásetninginn upp í huganum, áður en orkan er send. Sumir þurfa hálfa, meðan aðrir þurfa heila klukkustund til að byggja upp orkuna, sem síðan er send sem tær ásetningur um endurnýjandi tæran kærleik og orku til Móður Jarðar kl. 11:32 f.h. á Íslandi (21:02 e.h. við Uluru)

Ath. 11:32 f.h. er ekki tíminn á sumarsólstöðum (sumar í Ástralíu núna) við Uluru, sem eru kl. 19:30, heldur er þetta tíminn þar sem risapláneturnar tvær Júpíter og Satúrnus verða í nákvæmri samstöðu þegar þær fara inn í Vatnsberamerkið, en þær sjást berum augum á himnum frá Uluru. Eftir að dimma tekur skín ljós þessar pláneta skært, þar til báðar hverfa niður fyrir sjóndeildarhringinn kl. 21:38 á vest-suðvesturhimni séð frá Uluru. Á leið sinni niður fyrir sjóndeildarhringinn er gert ráð fyrir að ef staðið sé aust-norðaustan við Uluru, í það mikilli fjarlægð að allur „Töfrakassinn“ sjáist, þá „falli þessar plánetur niður í Steininn“ kl. 21:02.

SVONA SENDIRÐU ÁSETNINGINN

Þegar tær kærleikur og endurnýjandi orka er send til hjarta Móðurinnar, má senda þá orku í gegnum rót líkamans og inn í sönglínurnar (Upprunalega Fólkið kallar orkulínur jarðar sönglínur), eða í gegnum þriðja augað til Uluru, til að sameinast orku Seremóníunnar.

Hvaða leið sem hver og einn velur til að senda orkuna til Uluru, er það rétta leiðin, svo framarlega sem orkan og ásetningurinn eru send kl. 11:32 f.h. að íslenskum tíma – 21:02 e.h. við Uluru, þann 21. desember. Svo framarlega sem orkan skilar sé skiptir aðferðin ekki máli.

Ásetningurinn er tær kærleikur til að endurnýja og fylla hjarta Móðurinnar meiri orku. Það er einfalt. Fallegt. Öflugt. Þín hjálp skiptir máli. Þín hjálp er nauðsynleg. Nauðsynleg til að þessi Seremónía skili árangri. Þess vegna ert þú hér og nú, til að tryggja að Seremónían heppnist. Þetta er fyrir hana. Ekki okkur. Þótt við fáum örugglega að njóta ferlisins. Haldið laser-fókus á ásetningnum eins og um einn punkt sé að ræða.

Tær kærleikur til Móðurinnar í hjarta okkar þegar við biðjum um að fá að magna upp orkuna í hjarta Móður Jarðar með kærleik okkar og orku.

Þetta er það sem þú getur gert. Um restina sjá hinir Upprunalegu verndarar Ástralíu.

Vinsamlegast deilið þessum upplýsingum sem víðast, og vinsamlegast haldið fókusnum á ásetningnum.

Ég elska ykkur öll. Með óendanlegum kærleika, ljósi, sannleika og blessun,

Julia Williams xXx

HÉR ERU SVO FREKARI UPPLÝSINGAR:

1 – Hápunktur Seremóníurnar verður kl. 21:02 við Uluru eða kl. 11:32 f.h. hér á landi.

2 – Ásetningur Kvennaseremóníunnar er að Regnboga Snákurinn verði að Regnbogabrú, sem rís upp til að tengjast ljósi sólarinnar og fer síðan beint inn í hjarta Móður jarðar.

3 – Til að ná þessum árangri, þarf að ræsa„Töfrakassinn“, sem samanstendur af öflugustu kristölum í Kosmósinu.

4 – Og svo að lokum, með Upprunalegu munnmælin í huga. Ef þú stendur í aust-norðaustri og horfir á pláneturnar Júpiter og Satúrnus á himni í vest-suðvestri, munu stjörnumerki Sjöstjörnunnar Pleiades rísa að baki þér í Nautsmerkinu klukkan 17:19 e.h. Þegar dimmir kemur stjörnuþyrpingin til með að sjást mjög greinilega. Munnmælin segja að þannig geti íbúar Pleiades fylgst með viðburðinum í gegnum Upprunalegu Augun.

Ég hef sett upp Facebook hóp fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari orkuvinnu.

Hópurinn heitir: Töfrakassinn 21.12.2020 – Smelltu á heitið til að sækja um aðgang að honum.

Deildu þessum upplýsingum með þeim sem þú heldur að hafi áhuga á að styðja þetta umbreytingarferli Móður Jarðar með tærum kærleika.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram