SÁPA ER EKKI BARA SÁPA

SÁPA ER EKKI BARA SÁPA

Hún er það alla vega ekki þegar kemur að sápunum frá Bronner‘s, sem eru mest seldu sápurnar á náttúruvörumarkaðnum í Bandaríkjunum. Það er kannski ekki að undra, því í þeim eru bara hrein lífræn og Fair Trade innihaldsefni og allar vörur umhverfisvottaðar.

Engin tilbúnin rotvarnarefni, ekkert kemískt þvottaefni og engin freyðiefni! En hver er sagan á bak við þessar sápur, sem bæði fást fljótandi og í sápustykkjum?

FIMM ÆTTLIÐIR Í SÁPUGERÐ

Bronner fjölskyldan hefur í fimm ættliði unnið að sápugerð. Upphaflega hófst sápuframleiðslan í Þýskalandi árið 1858, en foreldrar Dr. Emil Bronner sem hafði flutt til Bandaríkjanna árið 1929, dóu í gasklefum Hitlers í seinni heimsstyrjöldinni.

Dr. Bronner stofnaði svo fjölskyldufyrirtæki til að framleiða sápur í Bandaríkjunum árið 1948 og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt síðan þá. Slagorð hans var strax í upphafi ALLIR-EITT, enda leit hann svo á að við værum ábyrg fyrir okkur sjálfum en ekki síður fyrir öðrum, því VIÐ ERUM ÖLL EITT.  

Hann lagði ríka áherslu á að deila hagnaði fyrirtækisins með þeim sem hjá honum unnu og Jörðinni sem veitti hráefni í vörurnar – en fyrstu hráefnin í framleiðslunni voru samt að hans mati kærleikur, gæði, tími og umhyggja fyrir viðskiptavininum. Nánar má lesa um sögu fyrirtækisins HÉR!  

SÁPUR Í FLJÓTANDI OG FÖSTU FORMI

Ólíkt flestum almennum sápuframleiðendum, sem eima glýserín úr sápum sínum til að selja sem sér afurð, er glýseríninu haldið í sápunum frá Dr. Bronner, því það er svo rakagefandi.

Bronner‘s setur mikla fitu í sápustykkin sín til að gera sápurnar mildar og notar náttúrulegt E-vítamín og sítrónusýru (úr óerfðabreyttum vörum) til að vernda ferskleika þeirra. Í sápurnar eru hvorki sett klósambönd (þykkir), litarefni, hvítunarefni né gervilyktarefni – einungis hreinar lífrænt vottaðar ilmkjarnaolíur.

Þeir hjá Bronner‘s vita að miklu máli skiptir að nota réttu olíurnar í fljótandi sápur. Kókosolían freyðir vel, en er þurrkandi. Ólífuolían skilar hins vegar mjúkri og fyllandi freyðingu, en í minna mæli. Með því að nota bæði kókosolíu og ólífuolíu í réttum hlutföllum, auk hemp og jojoba olíu, sem endurspegla hina náttúrulegu fitu húðarinnar, er húðin mjúk eftir þvott með sápunum frá Bronner‘s.

18 NOTKUNARMÖGULEIKAR

Ein þekktasta sápulínan frá Bronner‘s eru 18-Í-EINNI hreinu og umhverfisvottuðu Castile fljótandi sápurnar, sem hægt er að nota til nánast hvaða hreingerninga sem er. Þær eru til með mismunandi ilmkjarnaolíum og hægt er að nota þær á andlitið, líkamann, hárið og í uppvaskið, til að þvo þvotta, skúra gólf og þvo gæludýrunum, svo eitthvað sé nefnt af þessum átján notkunarmöguleikum.

Af þessari sápu þarf því bara einn brúsa í allt – og það besta er að brúsarnir eru unnir úr endurunnu plasti og ef þú kemur með brúsann þinn í Mamma Veit Best, geturðu fengið áfyllingu á hann.

UPPÁHALDS SÁPAN MÍN

Mín uppáhaldssápa er 4-í-EINNI – fyrir andlit, hendur, líkama og hár – sykur- og sítrónugrassápan. Ekki láta þetta með sykurinn slá þig út af laginu, því sykurinn í sápunni kemur úr greipaldini.

Ég hef alltaf þvegið andlitið á mér með sápu og vatni, hvort sem er til að þrífa af mér farða eða bara þrífa af mér óhreinindi dagsins eða fituna sem húðin skilar frá sér yfir nóttina. Þessi 4-Í-EINNI er alveg dásamleg og að auki þarf sérlega lítið af henni.

BRONNER‘S VÖRULÍNAN

Sápurnar frá Bronner‘s voru ekki fluttar út fyrir Bandaríkin fyrr en í kringum árið 2000 en í dag rekur Bronner‘s líka framleiðslufyrirtæki í Þýskalandi, svo segja má að fyrirtækið sé komið í hring. Samhliða auknum umsvifum hefur vörulínan stækkað mjög.

Þeir framleiða meðal annars frábært flúorlaust tannkrem í nokkrum bragðtegundum, náttúrulegt hárkrem fyrir krullað hár, body lotion, varasalva og svo töfraáburðinn.

Til eru tvær tegundir af töfraáburðinu, er önnur þeirra er með arniku og mentóli. Sá áburður er því frábær á auma vöðva eftir átök eða annars konar vöðvaverki, en hann töfraði nýlega í burtu nánast óbærilegan bakverk hjá mér.

Það besta við Bronner‘s vörurnar er að það er hægt að fá prufur af flestum þeirra og því þarf enginn að kaupa vöru sem þeim ekki líkar, né með bragði sem þeir ekki þola.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Neytendaupplýsingar: Bronner‘s vörurnar fást í Mamma Veit Best í Dalbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Myndir: Af vefsíðu drbronner.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram