RÆKJUKOKTEILL MEÐ KALDRI SÓSU

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að léttum og 
ljúfum rækjukokteil, sem nota má sem
létta máltíð eða sem forrétt með
stærri máltíð. 


 

RÆKJUKOKTEILL
– með kaldri sósu

Mér finnst stundum svo gott að skella í rækjukokteil. Klettasalat bragðast mjög vel með rækjum og eggi, þannig að ég nota það gjarnan. Síðan er gott að gera einfalda og góða sósu með (nú eða kaupa) og þá er bragðauki í því að hafa í henni smá „mæjo“ til að skella yfir herlegheitin.

Einnig er dásamlegt að borða gott brauð með rækjukokteilnum. Ef þið viljið gera þetta reglulega lekkert er einfalt að baka GRISSINI brauðstangir eftir uppskrift sem ég deildi fyrir nokkru síðan og bera fram með rækjukokteilnum. Fljótlegt og bragðgott.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

INNIHALDSEFNI:

rækjur
egg
agúrka eða
melóna
tómatur
sítróna
klettasalat
vínber – má sleppa

Sósa:

2 msk mæjones
1 msk sýrður rjómi
1-1 ½ tsk Dijon sinnep með hunangi

Setjið klettasalatið í botninn á skál og raðið síðan restinni af hráefnunum í hana.
Borið fram með sósunni. Eins er gott að kreista sítrónusafa yfir.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir