PERU- OG GEITAOSTADRAUMUR

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er að senda inn sitt síðasta matarblogg í bili. Hún
kveður okkur með uppskrift sem getur hentað
sem léttur hádegisverður með salati, sem 
forréttur eða bara með góðu kexi.


PERU- OG GEITAOSTADRAUMUR

Finnst þér geitaostur góður? Ef svarið er jákvætt, hvet ég þig til að prófa þennan rétt. Hann er ekki bara góður heldur er svo fljólegt að útbúa hann.
Geitaostur, perur og síróp eða hunang klikkar ekki að mínu mati.

Dásamleg matar- og jólakveðja
Björg Helen

 

INNIHALDSEFNI:

2-3 perur
geitaostarúlla t.d.Kolibrie
pekan-hnetur
hunang eða Agave síróp
smjör
rucola (má sleppa)

AÐFERÐ:

1 – Skerið perurnar í sneiðar og létt steikið aðeins upp úr smjöri og setja síðan í eldfast mót.

2 – Sneiðið niður nokkrar sneiðar af geitaostinum og setjið yfir perurnar.

3 – Skerið Pekan-hneturnar niður, ekki of smátt þó, og stráið yfir.

4 – Setjið síðan hunang, agave síróp eða það síróp sem ykkur finnst best yfir.

5 – Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er farinn bráðna.

Dásamlegt að borða þetta á góðu kexi, brauði eða eitt og sér. Mér finnst gott að borða klettasalat með þessum rétti, en salatið er sniðugt að hafa í sér skál þannig að hver og einn skammtar sér sjálfur.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir og CanStockPhoto 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram