PAKKAÐU ÞESSUM MEÐ Í PÁSKAFERÐALAGIÐ

PAKKAÐU ÞESSUM MEÐ Í PÁSKAFERÐALAGIÐ

Þótt við tökum kannski ekki öll bætiefnin, sem við tökum inn daglega með okkur þegar við förum í ferðalag um páskana, er frábært að taka að minnsta kosti fjögur. Eitt sem stuðlar að góðu viðhaldi meltingarflórunnar, annað sem hjálpar okkur að brjóta matinn niður, þriðja sem tryggir að losun sé í lagi og það fjórða sem ver húðina okkar í sól.

Hvort sem páskum er varið hér heima eða erlendis er ömurlegt að láta páskagleðina spillast út af því að meltingin er ekki í lagi eða vegna þess að við eigum erfitt með að vera útvið og njóta sólar því húðin er ekki undirbúin fyrir það.

#1 – MELTINGARFLÓRAN

Góðgerlar (probiotics) eru örverur sem stuðla að betra jafnvægi í örveruflóru þarmanna. Þeir hafa margþætt áhrif meðal annars á niðurbrot og upptöku fæðunnar. Complete Probiotics góðgerlarnir frá Dr. Mercola eru hágæða og stuðla að betri meltingu, aukinni upptöku næringarefna, efla ónæmisvarnir líkamans og hafa góð áhrif á frumur hans.

Í þeim eru tíu tegundir af vinsamlegum bakteríum fyrir þarmana, þar á meðal L. acidophilus DDS®-1. Hylkin eru sérstaklega varin fyrir sterkum magasýrum, svo góðgerlarnir leysist ekki upp í maga heldur nái til smáþarma, þar sem þeir skila bestum árangri. Ekki þarf að geyma góðgerlana frá Dr. Mercola í ísskáp svo það er auðvelt að ferðast með þá.

#2 – MELTINGAHVATAR

Eftir fertugt dregur úr framleiðslu á meltingarhvötum í maga okkar flestra. Því er gott að taka meltingarhvata eins og Full Spectrum Enzymes frá Dr. Mercola inn fyrir hverja máltíð í páskafríinu. Ég tek þá reyndar inn að staðaldri til að tryggja alltaf sem besta meltingu.

Full Spectrum ensímin eru alhliða meltingarhvatar, sem stuðla að niðurbroti á bæði kjöti, fiski, mjólkurmat, glúteni og öðru sem við neytum. Niðurbrot fæðunnar verður því strax meira í maganum, en niðurbrot þar ræður miklu máli um hversu góð upptaka á næringu úr fæðunni verður í smáþörmunum.

#3 – LOSUN ÚRGANGS ER LYKILATRIÐI

Losun úrgangs er lykilatriði í lífi okkar allra. Þegar við höfum hægðir erum við að losa úrgang úr líkamanum. Ef við losum úrganginn ekki reglulega erum við að safna upp „skít“ í meltingarveginum, sem getur leitt til skaða og skemmda á líffærum hans.

Til að tryggja daglega losun er gott að taka 1-2 hylki af Flax Oil frá Omega Nutrition (hörfræsolía) bæði kvölds og morgna. Olían hefur góð áhrif á slímhúð meltingarvegarins og stuðlar að betri losun.

#4 – FALLEG HÚÐ FRÁBÆR SÓLVÖRN

Á þessum árstíma byrja ég gjarnan að taka Astaxanthin inn reglulega, því með hækkandi sól eykst útivera og þar með áreiti á húðina. Astaxanthin er best að taka inn með mat sem í er einhver fita eða samhliða Omega 3, því Astaxanthin er fituuppleysanlegt bætiefni.

Astaxanthin frá Dr. Mercola verndar stærsta líffæri líkamans, en það er húðin. Það bætir rakastig hennar, mýkt og teygjanleika og dregur úr fínum hrukkum, blettum og freknum – auk þess sem það örvar brúna litinn í húðinni. Við sólbruna myndast bólgur í húðinni, en ef við tökum inn Astaxanthin fer það inn í húðfrumurnar og dregur úr þeim skaða sem útfljóubláu geislarnir valda húðinni.

Ólíkt sólkremum sem borin eru á húðina, blokkar Astaxanthin ekki UV geislana, þannig að það kemur ekki í veg fyrir að UVB geislarnir breytist í D–vítamín í húðinni. Það ver húðina einfaldlega gegn skemmdum.

——

Með þessa fjóra ferðafélaga í töskunni hvort sem farið er í frí hér heima eða erlendis ætti fríið að verða ánægjulegt. Það besta er auðvitað að þessi stuðningsefni við heilsuna virka líka vel fyrir þá sem ætla ekki í ferðalög, heldur vera heima.

Neytendaupplýsingar: Þú færð bætiefnin frá Dr. Mercola í Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalvegs í Kópavogi eða á vefsíðunni www.mammaveitbest.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Af vefsíðu www.mercolamarket.com – CanStockPhoto/emola09

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram