ÓSKALISTINN

Bandaríski fyrirlesarinn og rithöfundurinn Robin Sharma setti nýlega fram óskalista með 10 óskum og sendi út á póstlistann sinn. Hann bauð jafnframt öllum sem listann fengju um að nýta sér þessar óskir, vinna með þær og velja að lifa í samræmi við þær.

Deili hér óskunum hans, ef þú getur nýtt þér þær og gert að þínum.

#1. Ég óska eftir heimi þar sem allir skilja að óþægindi eru það gjald sem greitt er fyrir að ná árangri. Ótti sem upp kemur er bara hluti af þroskanum sem þú ert að fara í gegnum.
#2. Ég óska eftir heimi þar sem fólk skilur að lífið er stutt. Dagurinn í dag er því dagur til að hrinda stórum málum í framkvæmd.
#3. Ég óska eftir heimi þar sem velgengni er ekki mæld í því sem við tökum eða því sem við fáum, heldur í því sem við gefum og því sem við verðum.
#4. Ég óska eftir heimi þar sem þitt “ÉG GET” er margfalt mikilvægara en gáfnavísitala þín.
#5. Ég óska eftir heimi sem skilur að leiðtogahæfileikar snúast minna um titla og stöður og mun meira um hugarfar – og ástríðu fyrir starfinu, líkt og Picasso hafði fyrir sínu.
#6. Ég óska eftir heimi með minni eigingirni og meiri auðmýkt. Minna af að vera “upptekinn” og meiri afköstum. Minni skemmtun og meiri menntun. Færri “selfies”, meiri ósérhlífni. (Þá er það sagt!)
#7. Ég óska eftir heimi sem sér hvern dag sem lífið í smækkaðri mynd og hvert augnablik sem tækifæri til persónulegs þroska.
#8. Ég óska eftir heimi þar sem sérhver borgari veit ekki hvernig á að gefast upp og heldur bara stöðugt áfram.
#9. Ég óska eftir heimi sem hefur lært að við losnum við óttann með því að horfast í augu við hann. #10. Ég óska eftir heimi með sigurvegurum en ekki fórnarlömbum, hvetjendum en ekki letjendum, dreymendum en ekki eyðileggjendum. Vegna þess að árangur þinn ræðst af því hversu stórt þú hugsar. Og þú verður tákn um eitthvað vegna þess hversu mikið þú elskar.

Og Robin heldur áfram og skrifar:
Ef þú óskar líka eftir svona heimi, vinsamlegast hjálpaðu mér að þjóna fleirum með því að gera þessa 3 hluti núna:

A. Deildu þessum skilaboðum með 10 vinum, svo þú fyllir 10 líf andagift í dag.
B. Náðu þér í ókeypis Mental Mastery Toolkit á: www.TheMentalMasteryToolkit.com
C. Gerðu eitthvað góðverk fyrir einhvern sem þarf á því að halda í dag.

Ef þér líkar þessi grein, deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú vilt fylgjast reglulega með greinum, námskeiðum og tilboðum frá Guðrúnu, skráðu þig þá á póstlistann hennar.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram