ORKURÍKT PÁSKANAMMI

Þig þarf ekki að vanta sætindi um páskana, þótt þú kaupir ekki páskaegg úr súkkulaði. Í þeim er bæði sykur og mjólkurvörur sem ræna þig orku frekar en hitt. Þetta orkuríka páskanammi er hressandi og lítur fallega út, auk þess sem það er auðvelt að útbúa það. Í kúlurnar fer:

1 bolli steinlausar döðlur
1/2 bolli fínar hafraflögur
1/2 bolli pekanhnetur
1 msk agave síróp
1 tsk lífrænir vanilludropar frá Ellyndale
1 tsk engiferduft
1/2 tsk Ceylon kanill
1/4 tsk múskat
1/8 tsk allrahanda krydd (all spice)
1/2 70-85% dökkt súkkulaði, sætt með stevíu

AÐFERÐ:

  1. Leggðu döðlurnar í bleyti í heitt vatn í 15-20 mínútur. Sigtið vatnið frá þeim og setjið í skál og maukið með töfrasprota eða maukið þær í matvinnsluvél.
  2. Settu öll hin innihaldsefnin saman við og blandaðu vel þar til úr verður nokkuð samfellt deig.
  3. Rúllaðu deiginu upp í litlar kúlur (um 12 kúlur) og raðaðu þeim á disk og kældu í ísskáp í svona 15 mínútur.
  4. Bræddu á meðan súkkulaðið. Taktu kúlurnar úr ísskápnum og skreyttu þær með taumum af súkkulaði. Kældu þær aftur og geymdu í loftþéttum umbúðum þar til þeirra skal neytt.

Njóttu vel og eigðu GLEÐILEGA PÁSKA 🙂