OMEGA ÚR JURTARÍKINU

MEGINATRIÐI GREINARINNAR:

 • Mikilvægt er að halda jafnvægi á Omega-3 og Omega-6 fitusýrum í líkamanum.
 • Best er að fá Omega-3 fitusýrur úr fiski, en þær er líka að finna í jurtaríkinu.
 • Erfitt getur reynst þeim sem eru vegan og grænmetisætur að fá nægilegt af Omega-3. 

Fylgstu með Guðrúnu á FACEBOOK og INSTAGRAM eða skráðu þig í HEILSUKLÚBBINN.


OMEGA ÚR JURTARÍKINU

Í nýlegri grein fjallaði ég um Omega-3 og mikilvægi þess fyrir heilsuna SJÁ HÉR. Þar fjallað ég einungis um olíur (lýsi) úr fiski, enda ástæða fyrir því. Fitusýrur úr fiski, þ.e. Omega-3, hafa verið mikið rannsakaðar vegna þeirra heilsubætandi áhrifa sem þær hafa, svo og vegna þess að líkaminn framleiðir ekki EPA og DHA fitusýrur.

VEGAN EÐA GRÆNMETISÆTA?

Þeir sem einungis borða grænmetisfæði, eru vegan eða vilja bara alls ekki borða fisk eru því í vanda með að fullnægja þörfum líkamans fyrir Omega-3 fitusýrurnar. Fæða úr jurtaríkinu er einungis með eina af þremur helstu Omega-3 fitusýrunum, það er alpha-linolenic acid, sem einnig er þekkt undir skammstöfuninni ALA.

ERFITT AÐ UMBREYTA ALA

ALA fitusýran er ekki virk í líkamanum og því þarf að umbreyta henni í hinar tvær fitursýrunar, það er EPA og DHA – til að ná fram sömu heilsubætandi áhrifunum. Því miður er geta líkamans til að umbreyta ALA afar takmörkuð. Einungis um 5% af ALA fitusýrum umbreytast í EPA og minna en 0,5% umbreytist í DHA.

Ef þú ert ekki að taka inn Omega-3 sem unnið er úr fiski eða færð EPA og DHA úr fæðunni (fiski), er mikilvægt fyrir þig að borða mikið af fæðu sem inniheldur ALA fitusýrur, svo þú fáir þann skammt af Omega-3 sem líkaminn þarfnast.

HELSTU FÆÐUTEGUNDIRNAR

Það eru tvær nauðsynlegar fitusýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur, þ.e. Omega-3 og Omega-6. Eftirtaldar fæðutegundir úr jurtaríkinu innihalda Omega-3 fitusýrur eða ALA:

 • Chia fræ
 • Hörfræ
 • Graskersfræ
 • Valhnetur
 • Spírulína
 • Hampfræ
 • Brasilíuhnetur
 • Grænt blaðgrænmeti

Mikilvægt er að gæta þess að ekki skapist ójafnvægi milli Omega-3 og Omega-6 í líkamanum, þar sem mataræði sem ríkt er af Omega-6 getur verið bólgumyndandi og aukið hættu á sjúkdómum.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá með öðrum.

Mynd: CanStockPhoto / tribickis
Heimildir
: Clean fréttabréfHealthline.com

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 503 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?