OMEGA-3 ÚR KRILL ÁTU
Lestrartími: 3 og 1/2 mínúta
Hvort sem þú ert karl eða kona, er mikilvægt fyrir þig að fá nægilega mikið af nauðsynlegu OMEGA-3 fitusýrunum DHA (Docosahexaenoic acid) og EPA (eicosapentaenoic acid), til að viðhalda góðri heilsu. Væntanlega veistu nú þegar hversu vel þessar fitusýrur styðja við heilsu bæði hjarta og heila, styrkja ónæmiskerfið, auka vellíðan og mýkt í liðum og styrkja skapferlið almennt, auk þess að viðhalda heilbrigðu jafnvægi á milli Omega-3 og Omega-6 í líkamanum
Ólíkt algengri Omega-3 fiskiolíu þá er EPA-ið og DHA-ið í Omega-3 úr Krill átu (ljósáta) í fosfórlípíðum eða litlum „pökkum“ sem senda fitusýrurnar beint inn í frumur líkamans. Það stuðlar að mun betri upptöku á Omega-3 fitusýrunum í frumum líkamans, vegna þess að ytra yfirborð þeirra er líka úr fosfórlípíðum. Omega-3 sem unnið er úr Krill átu er því án milliliða og þess vegna mun öflugra en Omega-3 olía sem unnin er úr fiski, sem borðað hefur átuna og Omega-3 síðan unnið úr honum.
OMEGA-3 FYRIR HEILSUNA
Í ljós hefur komið að Omega-3 sem unnið er úr Krill átu úr Suðuríshafinu býr einnig yfir ákveðinni langkeðja fjölómettaðri fitusýru (PUFAs), sem hefur meðal annars þau áhrif á heilsuna að virka sérlega vel á frumusvið líkamans og viðhalda samvægi á frumuhimnunum.
Að auki kemur Omega-3 úr Krill olíu jafnvægi á bólguviðbrögð líkamans, heldur jafnvægi á taugakerfinu og er gott fyrir geðheilsuna. Rannsóknir hafa sýnt að Omega-3 getur einnig styrkt augnheilsu okkar; dregið úr kvíða; dregið úr ADHD einkennum hjá börnum; haft góð áhrif á meltingarkerfið; unnið á sjálfsónæmissjúkdómum; dregið úr asma hjá börnum; dregið úr hættu á fitulifur; styrkt bein og liðamót; dregið úr tíðaverkjum; bætt svefn og er auk þess gott fyrir húðina.
BÓLGNIR ÖKKLAR OG BJÚGUR
Með aldrinum kannast margir við að safna á sig bjúg á fætur, ökkla og kálfa. Sumir bregðast við þessu með því að drekka meira vatn, ganga í stuðningssokkum og jafnvel taka inn vatnslosandi lyf, en ekkert breytist. Flestir láta hjá líða að gera eitthvað í málunum, en þetta getur verið merki um að ekki sé nægilegt bakflæði úr bláæðunum.
Bláæðarnar eiga að skila reglulega aftur til hjartans því blóði sem orðið er súrefnsisnautt og slagæðarnar flytja svo súrefnismettað blóð út til líkamans. Skili bláæðarnar ekki blóðinu nægilega vel til hjartans, sígur það út í vefina í kringum fætur og ökkla og myndar bólgur og bjúg. Blóðþrýstingur hækkar, svo og kólesterólið og hætta er á að fita safnist innan á æðarnar, sem getur leitt til þess að blóðtappar myndast.
Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að Omega-3 sem unnið er úr Krill átu hafi sérlega góð áhrif á æðakerfið, auki blóðflæðið og hreinsi æðarnar af alls konar uppsafnaðri fitu.
OMEGA-3 KRILL OLÍA FYRIR KARLA OG KONUR
Omega 3 Krill olían frá Dr. Mercola er að sjálfsögðu bæði fyrir karla og konur. Í henni eru bundin fosfórlípíð og hún er unnin úr Krill (ljósátu) úr Suðuríshafinu. Ljósátan líkist rækju, en er þó minni. Krill átan er vottuð sem sjálfbær sjávarafurð af MSC. Auk fjölómettuðu fitusýrunnar úr fosfatíðinu er líka Astaxanthin í Krill olíunni.
Til er sérstök formúla af Omega-3 krillolíunni frá Dr. Mercola fyrir konur, en í henni er einnig GLA (gamma-linolenic acid) fitusýra. GLA styður við eðlilegan vöxt á frumum, taugum, vöðvum og líffærum um allan líkamann. Að auki dregur þessi Omega-3 olía úr fyrirtíðaspennu, stuðlar að heilbrigðu geði og minni, viðheldur jöfnum og eðlilegum blóðþrýstingi og eykur kalkupptöku, sem stuðlar að sterkum beinum.
Neytendaupplýsingar: Þú finnur Omega-3 Krill olíuna frá Dr. Mercola hjá Mamma Veit Best á horni Auðbrekku/ Dalbrekku og á vefsíðunni www.mammaveitbest.is
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Myndir: Canva.com
Tilvísanir í vísindagreinar sem styðja við ofanritað efni:
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/27292941/
https://lipidworld.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12944-017-0601-8
https://www.winchesterhospital.org/health-library/article?id=78979
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22072378/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/2136947/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4869783/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/27817918/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4252213/
https://lipidworld.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12944-017-0601-8
https://www.health.harvard.edu/newsletter_article/is-krill-oil-better-for-the-heart-than-fish-oil
https://my.clevelandclinic.org/health/articles/4249-hypertension-and-nutrition
https://www.nccih.nih.gov/health/omega3-supplements-in-depth
https://bmjopen.bmj.com/content/11/5/e043301
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3992162/\
https://ods.od.nih.gov/factsheets/Omega3FattyAcids-HealthProfessional/
https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jth.13553
https://academic.oup.com/eurheartj/article/39/suppl_1/ehy563.P3186/5082233
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK218759/
https://www.pennmedicine.org/updates/blogs/heart-and-vascular-blog/2018/september/the-truth-about-fish-oil-and-heart-health
https://www.health.harvard.edu/staying-healthy/playing-with-the-fire-of-inflammation
http://www.heart.org/HEARTORG/HealthyLiving/HealthyEating/HealthyDietGoals/Fish-and-Omega-3-Fatty-Acids_UCM_303248_Article.jsp#.WdUHaBNSyL4
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/15656713/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/12480795
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/15656713
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17353582
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21854650
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3509649/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/15656713
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3280376/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22072378
https://nutritionandmetabolism.biomedcentral.com/articles/10.1186/1743-7075-7-18 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/20205737
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19892350
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/15655035
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29384321/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22428137
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1878029615002613
https://www.researchgate.net/publication/285255302_Quenching_activities_of_common_hydrophilic_and_lipophilic_antioxidants_against_singlet_oxygen_using_chemiluminescence_detection_system
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17353582
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21042875
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/23010452
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025