MEGINATRIÐI GREINARINNAR:
1 – Fjölómettaðar Omega-3 fitusýrur eru sérlega mikilvægar fyrir líkamann.
2 – Skortur á þeim getur haft alvarleg áhrif á heilsufarið.
3 – Omega-3 fitusýrur skipta miklu máli í þróun og þroska heilans og eru því mikilvægar fyrir börn.
Fylgstu með daglegum færslum á FACEBOOK eða skráðu þig í HEILSUKLÚBB Guðrúnar
OMEGA-3 FYRIR GÓÐA HEILSU
Fjölómettaðar Omega-3 fitusýrur eru sérlega mikilvægar fyrir líkamann og fá næringarefni hafa verið jafn mikið rannsökuð og þær. Þar sem líkaminn getur ekki framleitt þessar nauðsynlegu fitusýrur, þurfum við að fá þær úr fæðunni eða með því að taka þær inn sem bætiefni.
Omega-3 fitusýrurnar eru aðallega unnar úr feitum kaldsjávarfiski, sem annað hvort er þá gott að borða eða taka inn bætiefni sem unnin eru úr fiskinum. Fitan í fiskinum inniheldur tvær mikilvægar omega-3 fitusýrur, annars vegar DHA (docosahexaenoic sýru) og hins vegar EPA (eicosapentaenoic sýru). Bestu fituna (lýsið) er að fá úr fiski eins og villtum laxi, síld, hvítum fiski eins og þorski, sardínum og ansjósum.
Omega fitusýrurnar er ýmist hægt að fá í fljótandi formi eða í hylkjum, annað hvort bara Omega-3 eða blöndu af Omega 3-6-9. Sjálf tek ég reglulega inn til skiptis Omega-3 og svo Omega 3-6-9 blönduna frá NOW. Fyrir börnin er NOW svo með DHA tuggutöflur með ávaxtabragði, sem flest börn eru sérlega ánægð með.
MUNURINN Á OMEGA-3 OG -6
Rannsóknir hafa leitt í ljós að mikinn fjölda fólks skortir Omega-3, svo og aðrar fitusýrur, en sá skortur getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsufarið. Fyrir nokkrum árum var mikið fjallað um það að Omega-6 fitusýrurnar væru hættulegar, en hið rétta er að voðinn er bara vís ef hlutfall Omega-6 er miklu hærra í fæðu okkar en Omega-3.
Omega-6 fitusýrurnar er að finna í fæðutegundum eins og steiktri fæðu, skyndibitamat (djúpsteiking) og tilbúnum réttum sem innihalda jurtaolíur eins og sojabaunaolíu, canola olíu (seld undir því nafni, en einnig sem repju-, rapeseed- og grænmetisolía) sólblómaolíu, bómullarfræsolíu og maísolíu.
Þegar neysla á Omega-6 er of mikil, getur hún dregið úr getu líkamans til að melta (brjóta niður) heislusamlegar Omega-3 fitursýrur. Því skiptir mataræðið miklu máli þegar kemur að Omega-6 í líkamanum og jafnvægi milli þess og Omega-3.
OMEGA-3 FITUSÝRURNAR ERU MIKILVÆGAR
Rannsókn við háskólann í Harvard í Bandaríkjunum leiddi í ljós að ein af tíu helstu dánarorsökum þar í landi er skortur á Omega-3 fitusýrum. Fitusýrur úr fiski draga meðal annars úr líkum á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli, auk þess sem þær draga úr þunglyndiseinkennum, háþrýstingi, athyglisbresti (ADHD), liðverkjum, liðagigt og krónískum húðvandamálum eins og exemi.
Margir telja að Omega-3 hjálpi fólki að léttast, auka frjósemina og orkuna, auk þess sem Omega-3 er talið afar mikilvæg fyrir heilaþroska ungra barna.
HELSTU ÁHRIF OMEGA-3 Á HEILSUNA
Omega-3 fitusýrurnar eru taldar hafa ótal mörg mismunandi áhrif á heilsufar okkar, en hér koma 10 þau helstu.
1 – OMEGA-3 OG ADHA EINKENNI
Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að Omega-3 dregur úr ADHD einkennum eins og eyrðarleysi og árásargirni og betur gengur að ljúka verkefnum og stunda nám. Fitusýrur úr fiski eru taldar hafa þessi áhrif í gegnum heilastarfsemina, sem er ekki ólíklegt þar sem 60% heilans samanstendur af fitu.
2 – OMEGA-3 HÆGIR Á EINKENNUM ALZHEIMER’S
Fitusýrur sem nauðsynlegar eru heilastarfsemi er að finna í fiskifitunni og þær hægja ekki bara á vitrænni hnignun, heldur geta þær líka komið í veg fyrir almenna heilarýrnun hjá eldra fólki.
3 – OMEGA-3 SEM VÖRN GEGN KVÍÐA OG ÞUNGLYNDI
Þunglyndi er orðið eitt helsta heilsufarsvandamál heims í dag, en einkennin koma meðal annars fram sem depurð, sinnuleysi og almennt áhugaleysi á lífinu. Omega-3 fitusýrurnar, ekki hvað síst EPA fitusýran virðist hafa mikil áhrif sem vörn gegn þunglyndi.
4 – OMEGA-3 GEGN LIÐAGIGT
Rannsóknir hafa leitt í ljós að Omega-3 fitusýrur hafa jafngóð áhrif á liðagigtareinkenni og ýmis steralaus bólgueyðandi lyf, auk þess sem fitusýrurnar teljast öruggari valkostur og hafa engar aukaverkanir.
5 – OMEGA-3 OG KRABBAMEIN
Ýmsar vísindarannsóknir hafa sýnt að fitusýrur úr fiski geta komið í veg fyrir og unnið bug á ýmsum tegundum krabbameina. Meðal annars kom í ljós að hjá þeim sem tóku sem mest af Omega-3 var 55% lægri tíðni ristilkrabbameins. Neysla á Omega-3 hefur líka verið tengd minni líkum á blöðruhálskirtils- og brjótakrabbameinum.
6 – OMEGA-3 GETUR BÆTT AUGNHEILSUNA
DHA fitusýran í Omega-3 er mikilvægt byggingarefni fyrir heila og sjónhimnu augna. Ef við fáum ekki nóg af DHA aukast líkur á sjónvandamálum. Einnig hefur verið sýnt fram á að nægilegt magn af Omega-3 dregur úr kölkun augnbotna, en hún er helsta orsök sjónskemmda og blindu í heiminum í dag.
7 – OMEGA-3 HEFUR GÓÐ ÁHRIF Á HJARTA- OG ÆÐAKERFIÐ
Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur úr fiski draga úr bólgum og geta hindrað eða haft bætandi áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. Þær hafa einnig verið tengdar við betri batalíkur þeirra sem fá hjartaáföll.
8 – OMEGA-3 BÆTIR HEILSU SYKURSJÚKRA
Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur úr fiski draga úr líkum á heilabilun hjá þeim sem eru sykursjúkir, þar sem þær vernda frumurnar í dreka (hippocampus) heilans gegn eyðileggingu. Að auki draga þær úr skaða vegna oxandi streituáhrifa á æðakerfi líkamans.
9 – OMEGA-3 STYRKIR HÚÐ OG HÁR
Áhrif Omega-3 geta verið mikil á húðina, sem er stærsta líffæri líkamans, meðal annars með stuðningi við fituuppleysanleg bætiefni og stuðla þannig að sléttri og teygjanlegri áferð húðar og draga þannig úr hrukkumyndun.
10 – OMEGA-3 STYRKIR STARFSEMI ÓNÆMISKERFISINS
Omega-3 fitusýrurnar styrkja almennt ónæmiskerfi líkamans. Því er mikilvægt að neyta þeirra reglulega, hvort sem það er gert í gegnum neyslu á fiski eða með því að taka inn bætiefni með Omega-3.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Heimildir: Vefsíður DrAxe – Healthline – Læknablaðið
Myndir: CanStockPhoto/Stocksnaper – DavidCarrillet og af vefsíðu NOW
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA