OMEGA 3 FITUSÝRURNAR ERU ÓTRÚLEGA MIKILVÆGAR

Staðreyndin er sú að fá næringarefni hafa verið jafn mikið rannsökuð og Omega-3 fitusýrur. Í ljós hefur komið að þær hafa öflug heilsueflandi áhrif á bæði líkama og heila. Margir hafa heyrt um áhrif Omega-3 á augun og sjónina, en minna hefur hingað til verð rætt um áhrifin á heilann. Omega-3 dregur einnig úr þunglyndi og kvíða, en hér á eftir kemur listi yfir helstu áhrifin sem Omega-3 getur haft á heilsu okkar.

#1 – OMEGA-3 GETUR DREGIÐ ÚR ÞUNGLYNDI OG KVÍÐA

Þunglyndi er að eitt af algengustu geðrænu vandamálum í heiminum í dag. Einkenni þess eru meðal annars dapurleiki, sinnuleysi og almennt áhugaleysi á lífinu. Kvíði er líka algeng röskun, en einkenni þess eru stöðugar áhyggjur og taugaveiklun. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem tekur Omega-3 reglulega sé síður líklegt til að fá þunglyndiseinkenni. Einnig að það dragi úr þunglyndiseinkennum hjá þeim sem eru þunglyndir þegar þeir fara að taka Omega-3. Til eru þrjár gerðir af Omega-3 fitusýrum, ALA, EPA og DHA. EPA virðist vera best gegn þunglyndinu, en sú fitusýra er einmitt í Omega-3 hylkjunum frá NOW.

#2 – GETUR BÆTT AUGNHEILSUN

DHA fitusýran í 0mega-3 er mikilvægur byggingarþáttur sjónhimnunnar í augum okkar. Við getum því átt von á sjónvandamálum ef líkaminn fær ekki nægilega mikið af DHA. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef líkaminn fær nægilega mikið af Omega-3, dragi það úr líkum á kölkun í augnbotnum, en það er ein helsta ástæða í heiminum í dag fyrir augnskemmdum og blindu. DHA fitusýran er í Omega-3 hylkjunum frá NOW.

#3 – STUÐLAR AÐ ÞROSKA HEILANS Á MEÐGÖNGU OG HJÁ UNGUM BÖRNUM

Omega-3 fitusýrurnar geta skipt sköpum fyrir vöxt heilans hjá ungbörnum. DHA fitusýran þarf að vera 40% af fjölómettuðum fitusýrum í heila og 60% í sjónhimnu augans. Því kemur ekki á óvart að ungbörn sem fá DHA fitusýruna í gegnum Omega-3, séu með betri sjón en þau sem ekki fá hana.

#4 – GETUR DREGIÐ ÚR HÆTTU Á HJARTAVANDAMÁLUM

Hjartaáfall og heilablóðfall eru meðal helstu andlátsorsaka í heiminum í dag. Fyrir mörgum áratugum síðan komust vísindamenn að raun um að í samfélögum þar sem fiskneysla var mikil, voru hjartaáföll sjaldgæfari. Síðan þá hafa rannsóknir sýnt að Omega-3 fitusýrurnar búa yfir mörgum eiginleikum sem bæta hjartaheilsuna. Má þar meðal annars nefna lækkun þríglýseríða, lækkun háþrýstings, hækkun góða kólersterólsins, draga úr bólgum og halda æðunum hreinum svo þær harðni ekki.

#5 – GETUR DREGIÐ ÚR ADHD EINKENNUM Í BÖRNUM

ADHD er hegðunarröskun, sem einkennist af athyglisbresti, ofvirkni og hvatvísi. Ýmsar rannsóknir benda til þess að börn með ADHD séu með minna af Omega-3 í blóði, en heilbrigðir jafnaldrar. Þær hafa jafnframt sýnt fram á að inntaka á Omega-3 dragi úr einkennum ADHD, auki einbeitingu og dragi úr ofvirkni. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til þess að þetta sé ein besta leiðin til að meðhöndla ADHD.

#6 – GETUR DREGIÐ ÚR BÓLGUM

Bólgur eru eðlileg viðbrögð við sýkingum og meiðslum í líkama okkar. Þær eru því nauðsynlegar. Verði þær hins vegar stöðugar til langs tíma, án þess að vera tengdar sýkingu eða meiðslum, kallast þær krónískar. Langtíma bólgur geta leitt til flestra krónískra vestrænna sjúkdóma, þar með talið hjartavandamála og krabbameina. Omega-3 fitusýrur geta dregið í framleiðslu á mólekúlum og efnum sem tengjast bólgum, svo sem bólgumyndandi eikósanóíða og ónæmisboðefna (cytokines). Rannsóknir hafa aftur og aftur komist að raun um tengslin milli meiri Omega-3 inntöku og minni bólgumyndunar.

Ég hef bara nefnt helstu heilsufarseinkenni sem Omega-3 hefur jákvæð áhrif á. 0mega-3 dregur einnig úr einkennum allra helstu meltingavandamála fólks, hefur eflandi áhrif á ónæmiskerfi líkamans, getur dregið úr líkum á krabbameinum og bætt svefninn.

Heimildir: Grein á www.healthline.com

Myndir: Can Stock Photo og NowFoods.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 233 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar