Ég tók þá ákvörðun um áramót að bjóða upp á ókeypis fyrirlestur, sem ég kalla GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU. Þessi ákvörðun er byggð á þeirri reynslu sem ég hef fengið í gegnum HREINT MATARÆÐI námskeiðin mín. Hún sýnir mér að fólk er ekki að fullu meðvitað um hversu mikla ábyrgð það ber á eigin heilsu og hvað það getur gert daglega til að vernda hana. Með fyrirlestrinum vil ég benda á einföld atriði, sem geta skipt sköpum um vellíðan – eða vanlíðan.
Ég er að leita eftir hópum sem í eru minnst 10 manns og stefni á að halda tíu svona ókeypis fyrirlestra fram til 1. júní n.k. Ég hef þegar bókað þrjá, svo nú er bara að finna sjö aðra hópa sem myndu hafa áhuga á málefninu.
Hóparnir geta verið vina- eða vinnustaðahópar. Til að geta haldið fyrirlesturinn þarf ég að hafa aðgengi að myndvarpa eða geta tengt mig með HDMI tengi (er með það) við sjónvarpsskjá.
GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU er svona 30-40 mínútna langur fyrirlestur. Í honum fjalla ég um fjóra grunnþætti sem geta ráðið miklu um lífsgæði okkar, ekki bara í dag, heldur eftir fimm, tíu eða fimmtán ár. Heilsan okkar í framtíðinni ræðst nefnilega af því sem við gerum í dag.
Ef þú ert í hópi sem hefur áhuga á að fá ókeypis fyrirlestur um þetta málefni, hafðu þá endilega samband við mig með því að senda póst á gb@gudrunbergmann.is . Ég er til í að koma í hádeginu, síðdegis eða að kvöldi til ef okkur tekst að finna dag sem hentar báðum aðilum. Eina sem ég fer fram á er að fá að bjóða bókina mína HREINN LÍFSSTÍLL til sölu á tilboðsverði í lok fyrirlesturs.
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA