OFURTUNGL Í STEINGEIT – 777 ORKUHLIÐIÐ
Ofurtunglið náði fyllingu sinni í dag kl. 11:38 hér á landi í Steingeitarmerkinu. Tunglið er í hundrað og áttatíu gráðu spennuafstöðu við Sólina, en ljós hennar endurspeglar sögu lífs okkar eða heimsins og við sjáum söguna í gegnum aðra linsu en vanalega á þessu fulla Tungli.
Allt sem þú hélst að þú vissir eða hefðir uppgötvað um lífið gæti birst þér „á hvolfi eða öfugsnúið“ á þessu fulla Tungli. Sýndu sjálfri/sjálfum þér umhyggju, því það sem þú ert að fara í gegnum er NÁKVÆMLEGA það sem felst í því að vera sál sem er að öðlast reynslu í gegnum mannlegan líkama. Að læra, vaxa og þróa með sér meiri visku.
Steingeitin er skipulögð og hagsýn, en sá þáttur hennar mildast aðeins af Krabbaorkunni, sem kemur frá Sólinni. Saman mun orka þessarra tveggja stjörnumerkja, hjálpa okkur að brúa bilið á milli þekkingar hugans og visku hjartans.
Þetta kann allt að virðast óþægilegt til að byrja með, sérstaklega þar sem orkan fyrir 777 ORKUHLIÐIÐ sem er að opnast þann 7.7.2023 (munið að samtalan af 2023 er 7) er að magnast upp. Þann 7.7. verður Sólin okkar í samstöðu við Síríus sem er Sólin á bak við Sólina okkar. Ef þið leyfið ykkur að taka á móti og treysta á visku hjartans, mun myndast allt það samræmi í líkama ykkar, huga og anda, sem þarf að verða, til áframhaldandi þroska og umbreytingar.
TUNGLIÐ Í STEINGEIT
Tunglið er tákrnænt fyrir hinn innri heim okkar hjá einstaklingum eða fyrir þjóðir, þegar verið er að skoða kort þjóðlanda. Steingeitin er vinnusöm og kemur hlutum í verk, auk þess sem hún hefur skýra framtíðarsýn. Steingeitin hikar ekki við að bretta upp ermar og er tilbúin að leggja hart að sér til að ná markmiði sínu. Stundum getur Steingeiti þó lent í því að festast í ferlinu eða verið of stíf í því að fylgja áætluninni og gleymt að aðlaga sig nýjum aðstæðum.
Sólin sem er á ellefu gráðum og nítján mínútum í Krabba í samstöðu við Merkúr á þrettán gráðum og tuttugu og sjö mínútum í Krabba, mildar orkuna í stífni Steingeitartunglsins, með því að endurspegla ljós Sólarinnar (ytri heim okkar) í Tunglinu. Krabbamerkið er tákn hins helga kvenlega, hinnar skapandi móðurorku og nærandi eiginleika hennar. Krabbanum fylgir mýkt og léttleiki… sem býður upp á innsæi/skapandi orku, sem dregur úr þeirri stífni sem fylgt getur Tunglinu í Steingeit.
Saman hjálpar þessi umpólun orkunnar okkur til að sleppa stjórn á hlutunum og leyfa okkur að vinna meira með mýkri svið ímyndunarafls, drauma, innsæis og umhyggju. Mýkt er ekki sama og veikleiki, heldur er hún táknræn fyrir djúpan og lýsandi þokka, sem streymir út frá hjartanu, frekar en hörkunni sem stundum fylgir, þegar einungis er stjórnað út frá huganum.
VÆNTINGAR Á ÞESSU FULLA TUNGLI
Saman munu praktísk orka Steingeitarinnar og mjúk og mild Krabbaorkan hjálpa okkur að byggja brú á milli þekkingar hugans og visku hjartans á þessu fulla Tungli. Við gætum orðið vitni að því að við sjálf, ásamt vinum, fjölskyldu eða ástvinum myndum „vakna til vitundar um“ meiri sannleika á þessu fulla Tungli, þegar við sjáum sögu heimsins út frá víðara sjónarhorni.
Slíkt gæti leitt til þess að margir yrðu slegnir alveg út af laginu eða fyndist eins og lífið væri skyndilega alveg á hvolfi, svona í samanburði við það sem áður var. Svona eins og allri blekkingarhulunni, sem veitti þeim jafnvægi og öryggi væri skyndilega svift frá augum þeirra og við blasti raunveruleiki þeirra blekkinga sem þeir hafa verið beittir.
Andstaðan á milli þessa fulla Tungls í Steingeit og Sólar í Krabba er að örva okkur til að sleppa tökum á öllu því sem kemur í veg fyrir að SÁL okkar haldi áfram að þroskast. Öllu því sem gengur á rétti okkar til að lifa okkar besta lífi, sem mótað er af því hversu EINSTÖK við erum. Sleppa tökum á öllu því sem hamlar eða hindrar á einhvern hátt sköpunarkraft okkar í að birtast í allri sinni mynd eða dregur úr þeirri birtu og styrk LJÓSSINS sem er að leiða okkur áfram.
Treystið visku hjartans og munið að sannleikurinn sigrar alltaf að lokum og KÆRLEIKURINN í hjörtum okkar mun að lokum gera okkur frjáls.
777 ORKUHLIÐIÐ
Eitt af stærstu viðburðum mánaðarins sem framundan er, hvort sem horft er á hann út frá stjörnuspeki eða talnaspeki, verður þann 07-07-2023 (777), þegar opnast fyrir kosmískt orkuhlið sem mun veita okkur aðgengi að fornri dulspeki. Þann dag verður Sólin okkar í samstöðu við Síríus, en Síríus er sjöunda víddarhliðið í Vetrarbraut okkar. Þessi dagur ber með sér þrefalda tíðni tölunnar SJÖ – og tíðnin á þessari samstöðu á milli Sólar og Síríusar er sú sama og í tölunni SJÖ.
Í kringum þessa samstöðu mun kosmískt orkuhlið opnast og senda frá sér skapandi orku með hærri og aukinni meðvitund (skilningi). Alheimurinn er að kalla til okkar hvers og eins að tengja líf okkar á Jörðinni við hið stærra Guðlega plan sem sálir okkar eru hluti af.
Við veljum… við getum annað hvort fyllst ótta og reiði þegar að þessu kemur, eða við getum ákveðið að hækka tíðni okkar og verða allt það sem við fæddumst til að verða, með því að tengja okkur nýrri framtíðarsýn full trausti. Sú inngjöf af LJÓSI okkur til handa á meðan á þessu tímabili stendur hvetur okkar innri kjarna til að stíga fram að fullu meðan andlegri þekkingu frá æðri sviðum er deilt með okkur.
Á meðan á SJÖ ári stendur, finnum við fyrir hvatningu og innblæstri til að leita sannleika, visku og afburðarþekkingar á hinum andlegu sviðum. Dulmögnun er skildgreind sem djúp tenging við hið Guðlega, sem sumir kalla Nirvana. Aðrir skilgreina það sem sjamaníska reynslu, þegar hægt að eiga samskipti á djúpum sviðum við hinn andlega heim og geta tekið á móti skilaboðum frá öðrum víddum. Talan 777 er táknræn fyrir samræmingu anda og sálar.
Hægt er að lesa meira um þá umbreytingu sem er að verða í heiminum í LEIÐ HJARTANS – FRÍ heimsending.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Myndir: CanStockPhoto/stelian
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025