ÖFLUGAR AMÍNÓSÝRUR FYRIR OG EFTIR RÆKTINA

MEGINEFNI GREINARINNAR:

 • AMINO POWER styrkir vöðva og stuðlar að réttri brennslu vöðvavefja.
 • AMINO POWER viðheldur orku og jafnvægi á blóðsykri.
 • AMINO POWER stuðlar að vöðvaviðgerðum eftir álag og dregur úr uppsöfnun mjólkursýru og þar með vöðvaverkjum.

Höfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með daglegum færslum á Facebook eða skráðu þig í Heilsuklúbbinn


AMINO POWER – öflugar amínósýrur fyrir og eftir ræktina

Ef þér finnst þú tapa orku í miðjum tíma í ræktinni, finnur fyrir mikilli vöðvaþreytu og verkjum eftir æfingar eða ert lengi að jafna þig að æfingum loknum, gæti AMINO POWER frá NOW verið rétta stuðningsefnið fyrir þig.

Ég hef verið að nota þessa amínósýrublöndu með góðum árangri í nokkra mánuði, ekki bara í kringum ræktina, heldur líka þegar ég þarf að takast á við einhver líkamleg verkefni sem reyna á vöðva og þrek.

AMÍNÓSÝRUR SEM STYRKJA VÖÐVA OG BRENNSLU

Í AMINO POWER frá NOW er að finna BCAA (greinóttar amínósýrur); Beta-Alanine sem bætir árangur hjá íþróttamönnum, byggir upp vöðvamassa og styrkir líkamlega virkni hjá þeim sem eldri eru; L-Isoleucine sem er fyrsta af þremur greinóttu amínósýrunum og viðheldur orku og jafnvægi á blóðsykri, auk þess sem hún stuðlar að vefjaviðgerð; L-Leucine sem er önnur af þremur greinóttu amínósýrunum (BCCA) en hún stuðlar að vöðvavexti, viðgerðum á beinum, húð og vöðvavef og L-Valine sem er þriðja af greinóttu amínósýrunum sem er nauðsynleg fyrir viðgerðir á vefjum, níturjafnvægi og rétta brennslu vöðvavefja.

AMÍNÓSÝRUR ERU LÍKAMANUM MIKILVÆGAR

Amínósýrur eru grunnur að öllu lífi á Jörðinni. Sameindir amínósýranna nýtast til að mynda prótein og því eru þær nauðsynlegar fyrir nánast allar lífverur. Amínósýrur eru aðallega samsettar úr kolefnum, vetni, köfnunarefni (nítur) og súrefni og þær raða sér saman á mismunandi hátt til að mynda mismunandi prótein.

Auk þess að vera nauðsynlegar til myndunar á próteinum fyrir bæði kollagen og vöðvavefi, gegna amínósýrur mikilvægu hlutverki í svo mörgu sem tengist líkamsstarfseminni. Þeirra er þörf í tengslum við framleiðslu á ákveðnum taugaboðefnum, svo og við framleiðslu á ensímum sem hjálpa til við meltingu fæðunnar og við marga aðra ferla eins og viðgerðir á vefjum, afeitrun, framleiðslu á genaefni og hormónum, svo eitthvað sé nefnt.

Amínósýrur og próteinin sem þær samanstanda af, teljast vera um það bil 75% af þurravigt mannslíkamans. Þrátt fyrir að til séu meira en 500 skilgreinar amínósýrur, treysta allar lífverur á Jörðinni á sömu 20 amínósýrurnar til að viðhalda lífi.

NAUÐSYNLEGU AMÍNÓSÝRURNAR

Nauðsynlegu amínósýrurnar eru þær sem líkaminn getur ekki sjálfur framleitt og þarf að treysta á að fá úr fæðunni. Þær eru níu talsins og ensku heitin á þeim eru:

 • L-Histadine sem er mikilvægt fyrir vefjavöxt og vefjaviðgerðir, viðhald á mýelín slíðrinu sem verndar taugafrumur, útskilun þungmálma, framleiðslu á rauðu og hvítu blóðkornunum og framleiðslu á histamíni, sem er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið.
 • L-Isoleucine ein af þremur greinóttu amínósýrunum sem er nauðsynleg fyrir viðhald á orku og jafnvægi á blóðsykri og framleiðslu á blóðrauða. Þessi amínósýra er vinsæl hjá þeim sem stunda líkamsrækt vegna þess hlutverks sem hún gegnir í viðgerð vefja og orkuframleiðslu.
 • L-Leucine er önnur af þremur greinóttu amínósýrunum, en hún stuðlar að vöðvavexti og viðgerðum á beinum, húð og vöðvavef, auk þess sem hún tengist vaxtahormóni líkamans.
 • L-Lysine er ein af mikilvægari amínósýrunum, því hún er stór þáttur í efniviði allra próteina. Hún er nauðsynleg til að halda réttu níturjafnvægi sem gerir hana vinsæla meðal líkamsræktarfólks. Lysine eykur kalkupptöku og kemur að framleiðslu ýmissa mikilvægra efna í líkamanum s.s. mótefna, hormóna og ensíma.
 • L-Methionine inniheldur brennistein og er mikilvæg fyrir afeitrun lifrarinnar og er nauðsynlegt við framleiðslu á kólíni, sem ræðst á og eyðir frjálsum stakeindum (oxandi efnum) í líkamanum.
 • L-Phenylalanine en meðal þeirra verkefna sem þessi amínósýra sér um er framleiðsla á L-Tyrosine, sem er önnur amínósýra, nauðsylneg til framleiðslu á tveimur mikilvægum taugaboðefnum, dópamíni og noradrenalíni. Hún hefur því mikil áhrif á miðtaugakerfið.
 • L-Threonine er undanfari amínósýranna L-Serine og Glycine og skiptir miklu máli til viðhalds á réttu próteinjafnvægi og framleiðslu á samsetningarpróteinum eins og kollageni og elastíni. Ónæmiskerfið notar svo Threonine til að framleiða mótefni.
 • L-Tryptophan er notað af heilanum til að framleiða serótónín, taugaboðefni sem stuðlar að slökun og er undanfari melatóníns, sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigðan og eðlilegan svefn, auk þess sem hún hefur áhrif á samþættingu próteina.
 • L-Valine er þriðja greinótta amínósýran (ásamt Isoleucine og Leucine) og er nauðsynleg til vefjaviðgerða, til að halda níturjafnvægi og til vöðvavaxtar.

Mér finnst frábært hversu lítið af aukaefnum er í AMINO POWER frá NOW og hversu lítið koffín er í því, andstætt mörgum öðrum amínódrykkjum á markaðnum. Í hverjum 18 g skammti eru einungis um 50 milligrömm af koffíni. Að auki er svo kraftur úr grænu tei í AMINO POWER frá NOW, en amínósýran í því heitir L-Theanine og hún örvar slökun án þess að valda syfju og stuðlar að heilbrigðri hugarstarfsemi.

AMINO POWER fæst í Fjarðakaupum og hjá helstu matvörumarkaðskeðjum.

Heimildir: www.womenshealthmag.com – www.vísindavefur.is

Guðrún Bergmann hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum sjálfsræktarnámskeiðum í 28 ár. Hún er höfundur 17 bóka sem flestar fjalla um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Fyrirlestrar hennar og námskeið fjalla um svipuð málefni, en næstu námskeið eru:  HREINT MATARÆÐI í Reykjavík – á Akranesi – í Skagafirði og á Akureyri í febrúar.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 503 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?