NÝTT TUNGL Í STEINGEIT 30.12.24

Það er svolítið merkilegt að árið sem er að kveðja skuli enda með nýju Tungli, en það leiðir til þess að nýtt Tungl kveiknar yfirleitt seint í næstu mánuðum, á meðan fullu Tunglin eru um miðjan hvers mánaðar.

Sumir kalla þetta nýja TUNGL þann 30. desember “Myrka Tunglið”, en þetta er annað nýja Tunglið í þessum mánuði. Hið fyrra var 1. desember. Í raun eru öll ný Tungl myrk, vegna þess að þegar Tunglið er mjög nálægt Sólinni endurkastar það ekki ljósi og sést því ekki. Með vaxandi Tungli fer þó að birtast smá ljósrák svona einum eða tveimur dögum eftir nýtt Tungl.

SALACIA OG KÆRLEIKURINN

Nýja Tunglið er í 90 gráðu spennuafstöðu við dvergplánetuna Salacia, en hún er táknræn fyrir æðri kærleiksvitundina. Við gætum því verið að fyllast meiri kærleika og jafnvel fundið ástina í lífi okkar í næsta mánuði.

Myrka Tunglið er frjósamt og býr yfir miklum möguleikum, líkt og fræ sem gerjast neðanjarðar. Þegar Tunglið er rétt að byrja að vaxa, er besti tíminn til að setja fram fyrirætlanir sínar eða markmið. Þar sem þetta Tungl er nýtt í Steingeit er líklegt að þessar fyrirætlanir tengist ákveðnum, áþreifanlegum markmiðum.

AGI OG UPPBYGGING

Steingeitin er kardinála jarðarmerki. Táknmynd hennar er dugleg fjallageit, en líka sægeitin, sem er goðsagnakennd skepna sem lifir bæði á landi og sjó. Eiginleikar Steingeitarinnar eru einbeiting, agi, metnaður, langtímaáætlanagerð og að byggja upp hluti sem endast. Líkt og andstæða merkið Krabbinn, er stíll Steingeitarinnar reglubundinn og frekar strangur.

Þetta nýja Tungl í Steingeit er í 150 gráðu afstöðu við Júpiter, sem er á ferð aftur á bak  í forvitnu Tvíburamerkinu. Það gæti bent til þess að draga þyrfti úr þeirri miklu vinnu (Steingeit) sem lögð er í markmiðin, því það þyrfti að endurmeta þau (Tvíburi) út frá nýjustu upplýsingum.

SPENNA Í UPPHAFI ÁRS

Í nóvember síðastliðnum varð 180 gráðu spennuafstaða á milli Mars í Krabba og Plútó í Steingeit, rétt áður en Plútó fór inn í Vatnsberann. Þann 3. janúar verður aftur nákvæm spennuafstaða á milli þessara pláneta en þá er Mars (stríðsguðinn) í Ljóni og Plútó (valdbeiting) í Vatnsbera. Orkan í þessari spennuafstöðu er allt önnur en í þeirri fyrri, því þótt báðar hafi snúist um sjálfsábyrgð (sjálfræði) og valdameðvitaða aðgerð, er áherslan núna á frelsið og hvernig á að endurheimta það.

Á þessum fyrstu dögum komandi árs gæti merkileg þjóðfélagsþróun hafist upp úr þurru, en hörð valdabarátta gæti líka brotist út sem krefst mikillar athygli.

VENUS Í FISKUM

Þann 3. janúar fer Venus inn í Fiskana. Þeim fylgir oft mjög fáguð og umburðarlynd orka, sem getur líka tengst fórnarlambsvitundinni og umhyggju fyrir þeim sem eru útskúfaðir í þessum heimi. Þetta viðkvæma og samúðarfulla viðhorf er afgerandi mótvægi við oft miskunnarlausa  framkvæmdaorku Mars-Plutó afstöðunnar.

Mars heldur áfram flakki sínu milli merkja og þann 6. janúar fer hann aftur inn í Krabbann þar sem hann verður fram í miðjan apríl. Þótt Krabbanum sé annt um að verja það sem hans er, gæti þessi afstaða vakið upp gamla vanmáttartilfinningu. Þar sem Merkúr í Bogmann er á sama tíma í 90 gráðu spennuafstöðu við Neptúnus í Fiskum, gætu sumir hlutir virst eða verið dramatískari en þeir eru í raun og veru.

Verið meðvituð um hugsanir ykkar og trúið ekki öllu sem ykkur er sagt, hvorki í fjölmiðlum né annars staðar. Merkúr fer inn í Steingeitina þann 8. janúar, sem gerir okkur kleift að meta hlutina betur.

FULLT TUNGL Í KRABBA

Þann 13. janúar verður Tunglið svo fullt í Krabbamerkinu, í 60 gráðu samhljóma afstöðu við Úranus í Nauti og í nokkuð víðri samstöðu við Mars, sem er enn í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Neptúnus. Mars verður er enn í nokkuð sterkri afstöðu gagnvart Plútó og Sólin verður í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Úranus. Dagarnir í kringum þetta fullt Tungl gætu því orðið stormasamir og tilfinningalega krefjandi.

Við getum ekki lengur hunsað mismuninn í samfélaginu sem kemur upp og það þarf mikla þolinmæði og innsýn til að mæta mismunandi þörfum. Æfðið æðruleysi og verið einbeitt innra með ykkur sjálfum. Haldið innri ró og leggið ykkur fram um að sogast ekki inn í átök, hvort sem það eru rifrildi í eigin persónu eða á samféalgsmiðlunum. Hlutirnir gera orðið dramatískir og tilfinningalegir, en allar öldur má lægja með innri ró.

STJÖRNUKORT er eins og spegill sjálfsins. Ef þú átt ekki kort, geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR. Örnámskeið þar sem ég kenni þér á kortið og les úr því fylgir hverju korti.

Mynd: Kort af stöðu plánetanna í Reykjavík 30.12.2024 þegar Tunglið verður nýtt og  mynd af Shutterstock.com

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram