NOW ER ALVEG MEÐ'ETTA - Guðrún Bergmann

NOW ER ALVEG MEÐ’ETTA

Ég er nýkomin heim úr heimsókn í aðalstöðvar og verksmiðjur NOW Foods bætiefnaframleiðandans. Þótt ég hafi vitað mikið um fyrirtækið fyrir heimsókn, verð ég að segja að það var tilkomumikið að upplifa og sjá með eigin augum hversu vönduð, vísindaleg og öflug starfsemi fyrirtækisins er.

NOW Foods var stofnað árið 1968 og fagnaði því 50 ára rekstrarafmæli í fyrra. Fyrirtækið er enn í eigu sömu fjölskyldu og stofnaði það og vinnur enn samkvæmt þeirri stefnu að framleiða aðeins bætiefni úr óerfðabreyttum grunnefnum.

Sumir haft haft á orði að bætiefnin frá NOW geti ekki verið góð, því þau eru á svo góðu verði. Hið gagnstæða er reyndar málið, því fyrirtækið  hefur frá upphafi haft þá stefnu að framleiða gæðavöru á viðráðanlegu verði, svo allir geti notið betri heilsu. Mikið er lagt í rannsóknarstörf og gæðaeftirlit hjá NOW og þeir eru  mjög framarlega á sínu sviði á Bandaríkjamarkaði.

NOKKRAR STAÐREYNDIR UM NOW FOODS

Ég tók saman nokkrar staðreyndir eftir þessa heimsóknina til NOW, til að deila með lesendum. Oft er ekki nóg að segja fólki að eitthvað sé vandað, ef það er ekki með það á hreinu hvað liggur á bak við orðin.

NOW Foods er þriðja söluhæsta vörumerkið í bætiefnum á iHerb. Þeir eru jafnframt söluhæsta vörumerkið í Bandaríkjunum þegar kemur að bætiefnum fyrir íþróttamenn, þar sem Sport-lína NOW er með 33% hlutdeild af íþróttavörumarkaðnum. Enginn annar bætiefnaframleiðandi er með svo háa hlutdeild.

NOW Foods er með eina háþróuðustu rannsóknarstofu í fæðubótarframleiðslu hjá fyrirtæki í einkaeign. Með sinni öflugu rannsóknarvinnu á bak við hverja vöru og alla framleiðslu, standa þeir því framar flestum öðrum bætiefnaframleiðendum í Bandaríkjunum.

NOW Foods er eini framleiðandi náttúrulegra fæðubótaefna í Bandaríkjunum, sem nú á og notar DuPont™ RiboPrinter® System, sem er háþróað sjálfvirkt aðgreiningartæki, sem stuðlar að hraða og nákvæmni við mat á örverustofnum. Vísindamenn NOW nota þetta tæki til að tryggja rétta greiningu á tegund, styrk og hreinleika örverustofna sem notaðir eru í góðgerlablöndur (probiotic) þeirra, svo og til að greina mögulegt bakteríusmit í hráefnum, áður en þau er sett í framleiðsluferli.

Gæðaeftirlit er mjög öflugt hjá NOW, enda eru allir framleiðsluferlar vottaðir af þriðja aðila.

Á rannsóknarstofum NOW er allt hráefni sett í gegnum tæki sem mælir magn meindýraeyðis í því, til að kanna að slík efni séu ekki yfir leyfilegum mörkum. Tæki þeirra mæla einnig önnur eiturefni sem kunna að vera í hráefninu.

NOW Foods notar háþróaða spanörvaða rafgasmassagreiningu til að finna óeðlilegt magn af þungmálmum í hráefnunum, svo og til að mæla steinefni eins og járn, kalk og magnesíum.

Á þessari mynd erum við Ásdís R. Einarsdóttir með Neil E. Levin og Zlaticia Majerciková, starfsmönnum NOW – dressaðar fyrir skoðunarferð um NOW Foods verksmiðjuna.

NOW Foods notar litskiljun, til að mæla arsenik, sem er þungmálmur sem myndast á lífrænan hátt í náttúrunni, en ólífræn útgáfa af því getur verið mjög skaðleg í miklu magni. Með tækjum NOW er hægt að greina á milli hins lífræna og ólífræna arseniks og hversu mikð magnið er.

Allar varúðarráðstafanir eru gerðar til að hindra að utanaðkomandi efni berist inn í verksmiðjuna. Öll hrávara er til dæmis geymd í sér rými, þar til búið er að taka af henni sýni og tryggja að gæðin mæti stöðlum þeirra.  Þá fyrst er hún tekin inn í framleiðslurýmið.

Gestir sem heimsækja NOW verksmiðjuna þurfa að fylgja sérstökum kröfum um klæðaburð. Allir þurfa að vera í sloppum og sérstökum skóm, með hárnet og karlmenn með skegg með net yfir skegginu. Ef konur eru með naglalakk, þurfa þær að vera með einnota hanska á höndum.

NOW Foods hefur þróað staðla sem FDA (Federal Drug Administration – Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna) notar sem viðmið fyrir öll fyrirtæki sem framleiða bætiefni.

FJÁRFEST Í ÞEKKINGU OG TÆKNI

NOW Foods notar ekki mikið af tekjum sínum í markaðssetningu, heldur fjárfestir fyrirtækið í tækjum til að efla tækjabúnað á rannsóknarstofum sínum. Nýlega hefur fyrirtækið byggt nýtt vöruhús, þaðan sem allar pantanir eru afgreiddar, hvort sem er til afgreiðslu innan- eða utanlands. Allt ferlið er mjög sjálfvirkt og þar er unnið allan sólarhringinn fimm daga vikunnar á þremur vöktum og stundum á laugardögum á tveimur vöktum. Starfsmenn, bara í vöruhúsinu, eru tvö hundruð fjörutíu og átta.

Á rannsóknarstofunum starfa um hundrað og sextíu manns, auk þeirra sem starfa á vinnslulínunum, við blöndun á formúlum fyrir bætiefnin, pökkun og svo þvott á öllum tækjum sem notuð eru. Sjálfvirkar „ryksugur“ sjá um að soga í burtu allar agnir sem til falla við framleiðsluna. Agnirnar eru síðan færðar bændum í nágrenninu, sem blanda þeim við jarðveginn hjá sér.

NOW Foods hefur verð valið besta fyrirtækið til að vinna hjá nokkrum sinnum, nú síðast árið 2017. Það kemur fram í ánægju starfsmanna, því margir hafa unnið hjá fyrirtækinu í meira en tíu, tuttugu og jafnvel þrjátíu ár.

Ég myndi því segja að NOW sé alveg með‘etta.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 256 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar