Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann,
rithöfundur, markþjálfi og heilsu- og lífsstílsráðgjafi

ÞAÐ STYTTIST Í JÓLIN OG ÞÁ ER GOTT AÐ KOMAST Í KJÓLINN
EÐA GETA HNEPPT STRENGNUM Á SPARIBUXUNUM
Þetta er jafnframt síðasta HREINT námskeiðið sem ég held!

JÓLA-HREINT námskeiðið sem hefst 27. október gæti hjálpað þér að létta á líkamanum, koma jafnvægi á örveruflóruna, losna við uppþembu og spennu í kviðnum og nokkur kíló í leiðinni – en það er svo mikilvægt að vera í “matarjafnvægi” þegar matarboð jólanna eru framundan.

Auk þess að sem að ofan greinir máttu eiga vona á að:

  1. Losna við liðverki, bólgur og bjúg úr líkamanum.
  2. Koma betra jafnvægi á taugakerfið og öðlast betri svefn.
  3. Losna við höfuðverki og ýmsa aðra verki úr líkamanum.
  4. Auka orku líkamans og bæta almennt lífsgæðin.
  5. BÓNUSINN er að flestir léttast um þetta 3-10 kg á meðan á hreinsun stendur.

Þannig leggur HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn grunn að góðri heilsu og betri líðan – en kíktu endilega á umsagnir nokkurra þátttakenda í dálknum hér til hliðar.

NÁMSEFNIÐ UPPFÆRT REGLULEGA

Námsefnið er uppfært reglulega þannig að FRÆÐSLUFYRIRLESTRARNIR byggja á nýjustu þekkingu á sviði náttúrulegra leiða til að hreinsa og styrkja líkamann. Auk fyrirlestra fylgir  með skráningu HANDBÓK í rafrænu formi með grunnleiðbeiningum – svona styttri leið að upplýsingunum sem finna má í HREINT MATARÆÐI bókinni, sem einnig fylgir með skráningu þeirra sem eru að koma í fyrsta sinn.

FYRIRKOMULAG NÁMSKEIÐSINS

Námskeiðið byggist á fjórum vikulegum NETfundum. Fræðsluefnið styður við hreinsunarferlið og miðast við að hjálpa þér að skilja mikilvægi meltingarvegarins og bestu leiðir til að halda góðri heilsu og bæta lífsgæði þín.

Dagleg samskipti við þátttakendur í gegnum lokaðan Facebook hóp, þar sem veitt eru ráð og leiðbeiningar og spurningum þátttakenda svarað.

HEFURÐU KOMIÐ ÁÐUR?

Ef þú hefur áhuga á að endurtaka hreinsunarferlið eins og svo ótal margir gera, smelltu þá á ENDURKOMU til að skrá þig til leiks á ný

HREINSUNARFERLIÐ

Við byrjum með þremur undirbúningsdögum, sem þátttakendur nota til að taka út ákveðnar fæðutegundir og undirbúa sig fyrir hreinsun, sem tekur þrjár vikur. Hreinsunin byggist á tveimur fljótandi máltíðum á dag og einni fastri, auk ráðlagðra millimála og bætiefna sem styðja við hreinsunarferlið.

Til að hreinsikúrinn skili sem bestum árangri þarf að kaupa ákveðinn stuðningsefni til að nota samhliða breyttu mataræði. Nánari upplýsingar um þau koma fram í staðfestingarpósti eftir skráningu.

Hægt er að greiða námskeiðsgjaldið með greiðslukorti eða Netgíró, en með Netgíró má dreifa greiðslum vaxtalaust í þrjá mánuði.

ATH! Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði þar sem námskeiðið fellur undir lífsleikni. Kannaðu hvort þitt stéttarfélag sé eitt af þeim!

NETNÁMSKEIÐ:

Námskeiðið hefst 27. október með fyrsta fundi, en allir fræðslufundir eru NETfundir. Þeir eru settir vikulega inn í lokaðan Facebook hóp, ásamt öllum námsgögnum

Verð: 39.700 kr.*
Sérstakt JÓLATILBOÐ: 33.700 kr.* gildir þar til námskeið hefst

Ef þú ert með NETGÍRÓ má dreifa greiðslu vaxtalaust yfir þrjá mánuði. 

INNIFALIÐ Í VERÐI:

1 – Fjórir fræðslufundir með Guðrúnu
2 – Daglegir hvatningapóstar í lokuðum Facebook hópi.
3 – Prentuð Handbók með ýmsum upplýsingum fyrir hreinsunina.
4 – Handbókin í PDF formi, sem hægt er að hlaða niður í tölvu eða síma.
5 – PDF skjal með öllum PP glærum hvers fundar.
6 – Eintak af bókinni HREINT MATARÆÐIeftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger.
7 – Morgunhugleiðsla til daglegra nota sem stuðningur við hreinsunarferlið.
8 – Uppskriftir og ýmsar aðrar leiðbeiningar í Facebook hópnum.
9 – Heilsufarslisti til að meta ástand og líðan við upphaf og endi námskeiðs.

Athugið að allt námsefni er reglulega uppfært svo það taki mið af nýjustu upplýsingum hverju sinni.

ÞÚ MÁTT BÚAST VIÐ ÞESSUM BREYTINGUM:

1 – Hreinsikúrinn leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna.
2 – Bólgur í líkama minnka.
3 – Hægðir verði betri og reglulegri.
4 – Þurrkur í húð lagast.
5 – Bólur í andliti minnka eða hverfa alveg.
6 – Gigtareinkenni minnka eða hverfa alveg.
7 – Reynslan sýnir líka að bakflæði og mígreni hverfa.
8 – Kólesteról og blóðþrýstingur lækka
9 – Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri.

Aukabónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2-8 kg og upp í 11-13 kg – en hæstu tölurnar heyra þó til undartekninga. Kíktu endilega á umsagnir fyrri þátttakenda.

FRÆÐSLA:

Sameiginlegu fundirnir eru að mati þátttakenda alveg ómissandi og gera það að verkum að þeir halda betur út ferlið, læra af öðrum og finna fyrir styrk frá hópnum, en á þeim fer líka fram mikil fræðsla um mikilvægi þess að meltingavegurinn sé í flottu lagi, svo við njótum sem bestra lífsgæða sem lengst.

HREINT MATARÆÐI HREINSIKÚRINN: 

Þriggja vikna hreinsikúrinn er svo áhrifaríkur vegna þess að þar er fæðan í bland við góð næringarefni og vítamín notuð til að losa líkamann við uppsöfnuð óhreinindi og gefa honum tækifæri á að endurnýja frumur sínar og gera við þær. Enginn þarf að vera svangur á meðan á hreinsun stendur. Námskeiðið er byggt upp meira sem hreinsun en megrun, en margir léttast líka þegar mataræðinu er breytt.

ATHUGIÐ!
Námskeiðið fæst ekki endurgreitt, sé ekki hægt að mæta, en hægt er að flytja sig á næsta námskeið. Lágmarksþátttaka er 15 manns.

ÞETTA ER GOTT AÐ LESA ÁÐUR EN ÞÚ SKRÁIR ÞIG

Fólk í ákveðnu ástandi ætti ekki að hreinsa sig eða afeitra, svo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig hentar hreinsikúrinn þér ekki:

  • Þú ert með barni eða með barn á brjósti.
  • Þú ert með sykursýki tegund I (insúlínháða).
  • Þú ert með krabbamein á háu stigi og léttist hratt.
  • Þú tekur lyf sem þarfnast stöðugleika í blóðbúskap, þar á meðal lyf sem hindra myndun blóðtappa (svo sem coumadin), lyf við hjartsláttartruflunum (svo sem tikosyn), eða krampalyf (svo sem tegretol). Lyfjaforði í blóði getur ruglast eftir því sem upptökuhraði breytist og skammturinn þinn verið of stór eða lítill eftir atvikum. Ráðfærðu þig við lækni og haltu ekki áfram afeitrun án eftirlits sérfræðings.
  • Þú býrð sem stendur við einhvern annan sjúkdóm sem krefst nákvæms eftirlits og sem hætta getur skapast af ef breytingar verða á efnafræði líkamans.
  • Þú ert útbrunnin/-n, hefur lágan blóðþrýsting og fjölda annarra einkenna sem rekja má til þurrðar í undirstúku-nýrnahettuásnum, streitustjórnunarkerfi líkamans.

UMSAGNIR

“Ég er svo mikið orkumeiri og léttari á mér á sál og líkama. Þetta er frábært námskeið og fullt af ráðleggingum sem ég held áfram að nýta mér. ”

“Ég sef betur og hef mun meiri orku. Húðin er á allan hátt betri. Mér finnst ég hafa meiri einbeitingu og finn bara hvað þetta hefur gert líkama mínum gott.”

“Gigtarverkir eru að hverfa, hendur og fingur verkjalausir og fætur að lagast – og neglurnar eru að styrkjast, sem er frábært.”

“Þroti í andliti horfinn, maginn minni og þegar ég vigtaði mig í morgun kom í ljós að 4,7 kg hafa runnið í sjó.”

“Magaverkur sem ég hef glímt við sl. ár hvarf á fyrstu vikunni, svo og exemblettur sem ég var með. Mér líður alveg hrikalega vel á þessu matarræði og er full af orku.”

“Ég léttist um 7 kíló og allur stirðleiki er að hverfa úr líkamanum.”

“Ég er svo mikið orkumeiri og léttari á mér á sál og líkama. Þetta er frábært námskeið og fullt af hlutum sem ég ætla að halda áfram að nýta mér, eins og morgunhugleiðslan, vítamínin, morgunboostið, 12 tíma fastan og vatnsdrykkjan. Ég er búin að léttast um 6 kíló og vonandi er það bara byrjunin. Kærar þakkir fyrir mig! Ég held áfram að fylgjast með þér Guðrún.”

 

image_print
Deila áfram