HREINT MATARÆÐI – RVÍK – 10.05.17

HREINT MATARÆÐI MEРGUÐRÚNU BERGMANN

Alls hafa nú rúmlega 660 manns, bæði karlar og konur, tekið þátt í stuðningsnámskeiðum mínum við HREINT MATARÆÐI. Hvert námskeið stendur í 24 daga og í lok námskeiðs eru flestir undrandi, bæði á lækningamætti líkamans og því hversu hratt ýmis slæm heilsufarseinkenni hverfa.

ATH! Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði þar sem námskeiðið fellur undir lífsleikni.

HVAR:  Í fundarsal að Lynghálsi 13.
FUNDIR: Fyrsti fundur er 10. maí 2017 kl. 17:30
Aðrir fundir eru: 17. maí – 24. maí og 31. maí á sama stað og tíma.
DAGLEG SAMSKIPTI: Í gegnum lokaðan Facebook hóp, þar sem veittar eru leiðbeiningar, hvatningar og ráð og spurningum þátttakenda er svarað.
VERÐ: 34.700 kr.*

INNIFALIÐ Í VERÐI:
Öll námsgögn í lítilli handbók og PDF skjali sem hægt er að hlaða niður á tölvu eða í síma. Þar er að finna matseðla og ýmsar heilsufarsleiðbeiningar.
Eintak af bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger.
Og svo má alltaf vænta einhverra bónusa.

ÞÚ MÁTT BÚAST VIÐ ÞESSUM BREYTINGUM:
Hreinsikúrinn leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna, að bólgur í líkama minnka, að hægðir verði betri og reglulegri, að þurrkur í húð lagast og að bólur í andliti og liðagigtareinkenni minnka eða hverfa alveg. Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri.

Bónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2-3 kg og upp í 11-13 kg. Kíktu endilega á umsagnir fyrri þátttakenda.

FRÆÐSLA!
Sameiginlegu fundirnir eru að mati þátttakenda alveg ómissandi og gera það að verkum að þeir halda betur út ferlið, læra af öðrum og finna fyrir styrk frá hópnum, en á þeim fer líka fram mikil fræðsla um mikilvægi þess að meltingavegurinn sé í flottu lagi, svo við njótum sem bestra lífsgæða sem lengst.

HREINT MATARÆÐI
Hreinsunarferlið er svo áhrifaríkt vegna þess að þar er fæðan í bland við góð næringarefni og vítamín notuð til að losa líkamann við uppsöfnuð óhreinindi og gefa honum tækifæri á að endurnýja frumur sínar og gera við þær. Enginn þarf að vera svangur á meðan á hreinsun stendur. Námskeiðið er byggt upp meira sem hreinsun en megrun, en margir léttast líka þegar mataræðinu er breytt.

* Athugið að námskeiðið fæst ekki endurgreitt, sé ekki hægt að mæta, en hægt er að flytja sig á næsta námskeið.

ATHUGIÐ! Fólk í ákveðnu ástandi ætti ekki að hreinsa sig eða afeitra, svo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig hentar hreinsikúrinn þér ekki:

  • Þú ert með barni eða með barn á brjósti.
  • Þú ert með sykursýki tegund I (insúlínháða).
  • Þú ert með krabbamein á háu stigi og léttist hratt.
  • Þú tekur lyf sem þarfnast stöðugleika í blóðbúskap, þar á meðal lyf sem hindra myndun blóðtappa (svo sem coumadin), lyf við hjartsláttartruflunum (svo sem tikosyn), eða krampalyf (svo sem tegretol). Lyfjaforði í blóði getur ruglast eftir því sem upptökuhraði breytist og skammturinn þinn verið of stór eða lítill eftir atvikum. Ráðfærðu þig við lækni og haltu ekki áfram afeitrun án eftirlits sérfræðings.
  • Þú býrð sem stendur við einhvern annan sjúkdóm sem krefst nákvæms eftirlits og sem hætta getur skapast af ef breytingar verða á efnafræði líkamans.
  • Þú ert útbrunnin/-n, hefur lágan blóðþrýsting og fjölda annarra einkenna sem rekja má til þurrðar í undirstúku-nýrnahettuásnum, streitustjórnunarkerfi líkamans.

UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA

16730594_10209404611895779_4777678758095093498_n

Úr viðjum vanans

„Það sem mér fannst dýrmætast varðandi þennan 21 dag, var að brjóta á bak aftur venjur, sem stundum eru hættar að þjóna manni. Það er svo mannlegt að festast í viðjum vanans. Þegar mikið af fæðutegundum eru teknar út í takmarkaðan tíma, verður maður að finna sér eitthvað annað gott að borða (verður að vera gott, annars heldur maður þetta ekki út). Og þannig græðir maður nýjar ljúffengar uppskriftir, sem maður heldur áfram að gæða sér á löngu eftir að HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum lýkur. Þetta er líka gott tækifæri til að huga að líkama og sál almennt. Vera í núinu, spá í af hverju maður borðar og af hverju maður borðar svona en ekki hinsegin? Ég held að þetta sé öllum hollt.“
– Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur, sjónvarpskokkur og höfundur matreiðslubóka

——-

„Svefninn hjá mér hefur stórlagast og sömuleiðis er ég mun orkumeiri. Meira að segja heilaþokan og verkirnir, sem gjarnan fylgja slæmri vefjagigt hafa stórlagast.“
Hulda Ósk Granz verkefnisstjóri

—–

“Við hjónin fórum á HREINT MATARÆÐI hjá Guðrúnu Bergmann því við höfðum bæði greinst með bólgusjúkdóma, ég í ristli og hann í augum. Ég er búin að vera mjög góð í ristlinum þennan tíma og maðurinn minn hætti að taka stera sem hann var búin að vera á í marga mánuði. Ég fann hvað hreinsunin hafði góð áhrif á húðina, þar sem ég er búin að vera með exsem og mjög þurra húð, en nú er ekki til þurrkur lengur. Ég losnaði líka við þrálátan mjóbaksverk. Sem aukabónus þá léttist ég um 2,5 kg og maðurinn minn um 6 kg og hann missti 7cm yfir kviðinn.”
– Rósa Erlendsdóttir vörumerkjastjóri

—–

„Mig langar að deila með ykkur að eftir að námskeiði lauk fór ég í blóðprufu og kólesteról, blóðsykur og þvagsýra voru komin niður í eðlileg gildi, en þau höfðu öll verið heldur há áður.“
– Lára Á. Snorradóttir bankastarfsmaður