HREINT MATARÆÐI – AKUREYRI 06.09.17

hm_ak_0609

ÖRFÁ SÆTI LAUS!

Þetta er þriðja HREINT MATARÆÐI námskeiðið sem haldið er í samstarfi við Rósu í LótusLINDINNI á Akureyri og það eina þetta haustið. Alls hafa rúmlega 700 manns, bæði karlar og konur, tekið þátt í stuðningsnámskeiðum mínum við HREINT MATARÆÐI. Hvert námskeið stendur í 24 daga og í lokin eru flestir undrandi, bæði á lækningamætti líkamans og því hversu hratt ýmis slæm heilsufarseinkenni hverfa. Námskeiðið er FRÁBÆR grunnur að breyttum lífsstíl og betri heilsu.

ATH! Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði þar sem námskeiðið fellur undir lífsleikni.

HVAR:  Í jógastöðinni LótusLINDIN, Grænugötu 10, Akureyri
FUNDIR: Fyrsti fundur er 6. sept. kl. 17:00 
Annar fundur er fjarfundur: 13. sept.
Þriðji fundur er fjarfundur: 20. sept.
Fjórði fundur er 27. sept kl. 17:00 í LótusLINDINNI
AUKABÓNUS: 15 mínútna einkaviðtal við Guðrúnu

DAGLEG SAMSKIPTI: Í gegnum lokaðan Facebook hóp, þar sem veittar eru leiðbeiningar, hvatningar og ráð og spurningum þátttakenda er svarað.
VERÐ: 39.700 kr.*
Bókaðu fyrir 28. ágúst og fáðu 10% afslátt – þá borgarðu bara 35.730 kr.

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  1. Öll námsgögn í prentuðum bæklingi og PDF skjali sem hægt er að hlaða niður á tölvu eða í síma. Þar er að finna mataruppskriftir og ýmsar heilsufarsleiðbeiningar.
  2. Eintak af bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger.
  3. 10% afsláttarkort á heilsuvörum, bætiefnum, ávextum og grænmeti hjá NETTÓ.
  4. Óvæntur aukabónus.

Athugið að allt námsefni er reglulega uppfært svo það taki mið af nýjustu upplýsingum hverju sinni.

ÞÚ MÁTT BÚAST VIÐ ÞESSUM BREYTINGUM:
Hreinsikúrinn leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna, að bólgur í líkama minnka, að hægðir verða betri og reglulegri, að þurrkur í húð lagast og að bólur í andliti og liðagigtareinkenni minnka eða hverfa alveg. Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri. Bónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2-3 kg og upp í 11-13 kg. Kíktu endilega á umsagnir fyrri þátttakenda.

FRÆÐSLA:
Sameiginlegu fundirnir eru að mati þátttakenda alveg ómissandi og gera það að verkum að þeir halda betur út ferlið, læra af öðrum og finna fyrir styrk frá hópnum, en á þeim fer líka fram mikil fræðsla um mikilvægi þess að meltingavegurinn sé í flottu lagi, svo við njótum sem bestra lífsgæða sem lengst.

HREINT MATARÆÐI HREINSIKÚRINN: 
Þriggja vikna hreinsikúrinn er svo áhrifaríkur vegna þess að þar er fæðan í bland við góð næringarefni og vítamín notuð til að losa líkamann við uppsöfnuð óhreinindi og gefa honum tækifæri á að endurnýja frumur sínar og gera við þær. Enginn þarf að vera svangur á meðan á hreinsun stendur. Námskeiðið er byggt upp meira sem hreinsun en megrun, en margir léttast líka þegar mataræðinu er breytt.

ATHUGIÐ!
Námskeiðið fæst ekki endurgreitt, sé ekki hægt að mæta, en hægt er að flytja sig á næsta námskeið.

ATHUGIÐ!
Fólk í ákveðnu ástandi ætti ekki að hreinsa sig eða afeitra, svo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig hentar hreinsikúrinn þér ekki:

  • Þú ert með barni eða með barn á brjósti.
  • Þú ert með sykursýki tegund I (insúlínháða).
  • Þú ert með krabbamein á háu stigi og léttist hratt.
  • Þú tekur lyf sem þarfnast stöðugleika í blóðbúskap, þar á meðal lyf sem hindra myndun blóðtappa (svo sem coumadin), lyf við hjartsláttartruflunum (svo sem tikosyn), eða krampalyf (svo sem tegretol). Lyfjaforði í blóði getur ruglast eftir því sem upptökuhraði breytist og skammturinn þinn verið of stór eða lítill eftir atvikum. Ráðfærðu þig við lækni og haltu ekki áfram afeitrun án eftirlits sérfræðings.
  • Þú býrð sem stendur við einhvern annan sjúkdóm sem krefst nákvæms eftirlits og sem hætta getur skapast af ef breytingar verða á efnafræði líkamans.
  • Þú ert útbrunnin/-n, hefur lágan blóðþrýsting og fjölda annarra einkenna sem rekja má til þurrðar í undirstúku-nýrnahettuásnum, streitustjórnunarkerfi líkamans.

Ingileif var þátttakandi á HREINU MATARÆÐI
námskeiði á Akureyri í okt/nóv. 2016
ingileif_n


„Mér hefur liðið vel þessar þrjár vikur á HREINU MATARÆÐI og þær voru fljótari að líða en ég átti von á. Ég veit ekki hvort ég hafi lést, er ekki með neinar tölur því ég veit aldrei hvað ég er þung eða létt. En ég finn á fötunum mínum að þau eru rýmri en áður.

Strax á fyrstu vikunni hurfu bjúgur, liðbólgur og vöðvaverkir sem ég hafði fundið fyrir. Fyrir vikið varð ég léttari á mér og fann að bólgurnar höfðu haft meiri áhrif á mig en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég hlakka til að fara aftur að hlaupa með þessa nýju líðan. Í upphafi hreinsunarinnar hafði ég mestar áhyggjur af því að búst í morgunmat myndi ekki duga mér, en smátt og smátt lærði ég að gera það þannig að nú held ég að það verði fastur liður í morgunverðinum mínum.


Það er ljóst að þetta er ekki síðasta hreinsunin mín og ég ætla að velja mér að gera það sem ég get til að halda liðbólgum og vökvasöfnun frá skrokknum. Takk Guðrún fyrir heilræðin og stuðninginn, ég veit að ég á eftir að leita í smiðju þína oftar.“

– Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla