HREINT MATARÆÐI – Sumar-NETnámskeið

Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann

Viltu nota sumarfríið heima eða í sumarhúsinu, hér eða erlendis, til að fara í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á Sumar-NETnámskeiði sem hefst 5. júní.

Þú getur nýtt þér sumarleyfið, heima eða í sumarhúsinu, til að bæta heilsuna með HREINU MATARÆÐI. Fjórir fyrirlestrar sem þú opnar á tölvunni þinni og hlustar á með viku millibili, fylgir daglegum leiðbeiningum á lokuðum Facebook hóp og færð allan þann stuðning sem þarf til að geta farið í gegnum hreinsikúrinn sem stæl. Sumarið er frábær tími til að hreinsa líkamann, því þá vinna bæði hlýindi og sólin með okkur og stuðla að ölfugra ónæmiskerfi.

Nú hafa rúmlega ELLEFU HUNDRUÐ manns sótt HREINT MATARÆÐI námskeiðin á þeim tæplega þremur árum sem þau hafa verið í boði. Hvert námskeið stendur í 24 daga, 3 undirbúningsdagar og þriggja vikna hreinsikúr sem byggist á mataræði, bætiefnum og jákvæðu hugarfari. Í lokin eru flestir undrandi, bæði á lækningamætti líkamans og því hversu hratt ýmis slæm heilsufarseinkenni hverfa. Námskeiðið er FRÁBÆR grunnur að breyttum lífsstíl og betri heilsu.

ATH! Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði þar sem námskeiðið fellur undir lífsleikni.

HVAR:  Fyrir framan tölvuna hvar sem þú ert í heiminum 🙂
Hvenær:
Námskeiðið hefst 5. júní og stendur í 24 daga
Hvernig:
Þú tengir þig vikulega við nýjan fyrirlestur, færð daglega leiðbeiningar frá Guðrúnu í gegnum Facebook hóp og nýtur stuðnings frá öðrum sem eru í sama ferli.
Námsgögn:
Bókin HREINT MATARÆÐI eftir Alejandro Junger og Handbók eftir Guðrúnu eru send til þín í pósti.
Allar glærur og annað námsefni er sent inn á Facebook síðuna, sem er leynisíða.

VERÐ: 39.700 kr.*
Síðasti skráningardagur 27. maí

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  1. Öll námsgögn, mataruppskriftir og ýmsar heilsufarsleiðbeiningar.
  2. PDF skjal með öllum PP kynningum eftir hvern fund.
  3. Prentuð handbók með einföldum leiðbeiningum að ferlinu og bókin HREINT MATARÆÐI eftir úrúgvæska hjartalækninn Alejandro Junger.

ÞÚ MÁTT BÚAST VIÐ ÞESSUM BREYTINGUM:
Hreinsikúrinn leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna, að bólgur í líkama minnka, að hægðir verði betri og reglulegri, að þurrkur í húð lagast og að bólur í andliti og liðagigtareinkenni minnka eða hverfa alveg. Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri.

Besti bónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2-3 kg og upp í 11-13 kg. Kíktu endilega á umsagnir fyrri þátttakenda.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG.

FRÆÐSLA!
Á fundunum kemur fram mikil fræðsla um mikilvægi þess að meltingavegurinn sé í flottu lagi, svo við njótum sem bestra lífsgæða sem lengst.

HREINT MATARÆÐI
Hreinsunarferlið er einstaklega áhrifaríkt vegna þess að þar er fæðan í bland við góð næringarefni og vítamín notuð til að losa líkamann við uppsöfnuð óhreinindi og gefa honum tækifæri á að endurnýja frumur sínar og gera við þær. Enginn þarf að vera svangur á meðan á hreinsun stendur. Námskeiðið er byggt upp meira sem hreinsun en megrun, en margir léttast auðvitað þegar mataræðinu er breytt.

* Athugið að námskeiðið fæst ekki endurgreitt, sé ekki hægt að mæta, en hægt er að flytja sig á næsta námskeið.
Lágmarksþátttaka er 10 manns.

ATHUGIÐ! Þátttaka í HREINT MATARÆÐI námskeiðunum er á ábyrgð hvers og eins og á ekki að fela í sér neina hættu fyrir viðkomandi. Fólk í ákveðnu ástandi ætti þó ekki að hreinsa sig eða afeitra, svo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig hentar hreinsikúrinn þér ekki:

  1. Þú ert með barni eða með barn á brjósti.
  2. Þú ert með sykursýki tegund I (insúlínháða).
  3. Þú ert með krabbamein á háu stigi og léttist hratt.
  4. Þú tekur lyf sem þarfnast stöðugleika í blóðbúskap, þar á meðal lyf sem hindra myndun blóðtappa (svo sem coumadin), lyf við hjartsláttartruflunum (svo sem tikosyn), eða krampalyf (svo sem tegretol). Lyfjaforði í blóði getur ruglast eftir því sem upptökuhraði breytist og skammturinn þinn verið of stór eða lítill eftir atvikum. Ráðfærðu þig við lækni og haltu ekki áfram afeitrun án eftirlits sérfræðings.
  5. Þú býrð sem stendur við einhvern annan sjúkdóm sem krefst nákvæms eftirlits og sem hætta getur skapast af ef breytingar verða á efnafræði líkamans.
  6. Þú ert með lágan blóðþrýsting og fjölda annarra einkenna sem rekja má til mikillar streitu og álags á nýrnahettur.

Hafðu samband við Guðrúnu með því að senda póst á gb@gudrunbergmann.is ef þú ert með einhverjar spurningar.

UMMÆLI ÞÁTTTAKENDA

„Ég er eiginlega enn í hreinsunarferlinu því það hentar mér svo vel. Ég finn mestan mun á orkunni og er öll léttari í hreyfingum, þar sem vefjagigtaverkirnir eru ekki jafn þungir og vanalega. Svo er ég enn að léttast. Húð er orðin eins og silki eftir þurrburstun og ólífuolíu á hverjum degi. 12/12 tímabilið (borða í 12 tíma, fasta í 12 tíma) er svo auðvelt þegar blóðsykurinn er í jafnvægi (borða engan sykur og sakna þess ekkert). Og fræðslan þín Guðrún var alveg rosalega góð og uppbyggjandi.“
– Auður Hallgrímsdóttir – af 39 HREINT MATARÆÐI námskeiðinu

13055189_10209494627031045_5267172876609892370_o

„Um langa hríð hafði ég reynt að gera breytingar á mataræði mínu, en án árangurs. Námskeiðið HREINT MATARÆÐI gerði gæfumuninni. Samspilið milli góðrar fræðslu og stuðnings við hópinn var nákvæmlega það sem ég þurfti.

Guðrún hefur yfirburða þekkingu og reynslu sem var gott að geta sótt í. Ég horfðist í augu við hvað ég hef mikið fæðuóþol og þetta er nýtt líf með betra líkamlegu og andlegu jafnvægi. Ég mæli heilshugar með námskeiðinu.“

-Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Ráðgjafi og 5rythma-/jógakennari

VERKJALAUS EFTIR NÁMSKEIÐIÐ

„Þrjú kíló farin hér. Ég hef verið með slitgigt í rúmlega 20 ár en haldið henni niðri með Omega3, lýsi og breyttu mataræði. Ég hef líka greinst með liðagigt og vefjagigt. Eftir þetta námskeið er ég verkjalaus og einkennalaus með öllu og sef auk þess betur.

Þegar ég fór á svona hreinsun fyrir ári síðan, fór asminn sem ég var búin að vera með í nokkur ár. Einkennin voru byrjuð að koma aftur en eru nú horfin. Slen og þreyta farin. Ég á miklu betra með að vakna á morgnana… og sofna á kvöldin. Er hægt að biðja um meira?

Takk kæra Guðrún fyrir þinn þátt í að gera heilsu mína og annarra landsmanna betri.“
– Ásta Gunnarsdóttir