HREINT MATARÆÐI í Skagafirði 27. febrúar

Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann

Hvert HREINT MATARÆÐI námskeið stendur í 24 daga, sem skiptast í 3 undirbúningsdaga og 21 dags hreinsikúr þar sem mataræði, bætiefni og jákvætt viðhorf sjá um að hreinsa og endurnýja líkamann. Í lokin eru flestir undrandi, bæði á lækningamætti líkamans og því hversu hratt ýmis slæm heilsufarseinkenni hverfa. Námskeiðið er FRÁBÆR grunnur að breyttum lífsstíl og betri heilsu.

Sjálf kynntist ég HREINU MATARÆÐI í ágúst 2014. Hreinsikúrinn í bókinni sem ég hef stuðst við á námskeiðum mínum, leiddi til mestu heilsufarsbreytinga hjá mér á síðari árum. Ég hef haldið mig við HREINA lífsstílinn síðan þá og er í dag við betri heilsu og með meiri orku en þegar ég var í kringum fertugt.

ATH! Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði þar sem námskeiðið fellur undir lífsleikni.

HVAR:  Löngumýri í Skagafirði
FUNDIR: Fyrsti fundur er 27. febrúar frá 20-21:30
Annar og þriðji fundur eru fjarfundir og fá þátttakendur senda slóð á fundina.
Fjórði fundur er haldinn að Löngumýri 20. mars frá 20-21:30

DAGLEG SAMSKIPTI: Í gegnum lokaðan Facebook hóp, þar sem veittar eru leiðbeiningar, hvatningar og ráð og spurningum þátttakenda er svarað.

VERÐ: 39.700 kr.*

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA ÞIG

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  1. Öll námsgögn í prentuðum bæklingi. Þar er að finna mataruppskriftir og ýmsar heilsufarsleiðbeiningar.
  2. PDF skjal með öllum PP kynningum eftir hvern fund.
  3. Eintak af bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger..
  4. Alltaf einhverjir aukabónusar 🙂 – því HREINT líf er svo skemmtilegt 🙂

Athugið að allt námsefni sem kennt er á fundunum er reglulega uppfært svo það taki mið af nýjustu upplýsingum hverju sinni.

ÞÚ MÁTT BÚAST VIÐ ÞESSUM BREYTINGUM:
Hreinsikúrinn leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna, að bólgur í líkama minnka, að hægðir verði betri og reglulegri, að þurrkur í húð lagast og að bólur í andliti og liðagigtareinkenni minnka eða hverfa alveg. Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri.

Besti bónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2-3 kg og upp í 11-13 kg. Kíktu endilega á umsagnir fyrri þátttakenda.

FRÆÐSLA!
Sameiginlegu fundirnir eru að mati þátttakenda alveg ómissandi og gera það að verkum að þeir halda betur út ferlið, læra af öðrum og finna fyrir styrk frá hópnum, en á þeim fer líka fram mikil fræðsla um mikilvægi þess að meltingavegurinn sé í flottu lagi, svo við njótum sem bestra lífsgæða sem lengst.

HREINT MATARÆÐI
Hreinsunarferlið er einstaklega áhrifaríkt vegna þess að þar er fæðan í bland við góð næringarefni og vítamín notuð til að losa líkamann við uppsöfnuð óhreinindi og gefa honum tækifæri á að endurnýja frumur sínar og gera við þær. Enginn þarf að vera svangur á meðan á hreinsun stendur. Námskeiðið er byggt upp meira sem hreinsun en megrun, en margir léttast auðvitað þegar mataræðinu er breytt.

* Athugið að námskeiðið fæst ekki endurgreitt, sé ekki hægt að mæta, en hægt er að flytja sig á næsta námskeið.

ATHUGIÐ! Þátttaka í HREINT MATARÆÐI námskeiðunum er á ábyrgð hvers og eins og á ekki að fela í sér neina hættu fyrir viðkomandi. Fólk í ákveðnu ástandi ætti þó ekki að hreinsa sig eða afeitra, svo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig hentar hreinsikúrinn þér ekki:

  • Þú ert með barni eða með barn á brjósti.
  • Þú ert með sykursýki tegund I (insúlínháða).
  • Þú ert með krabbamein á háu stigi og léttist hratt.
  • Þú tekur lyf sem þarfnast stöðugleika í blóðbúskap, þar á meðal lyf sem hindra myndun blóðtappa (svo sem coumadin), lyf við hjartsláttartruflunum (svo sem tikosyn), eða krampalyf (svo sem tegretol). Lyfjaforði í blóði getur ruglast eftir því sem upptökuhraði breytist og skammturinn þinn verið of stór eða lítill eftir atvikum. Ráðfærðu þig við lækni og haltu ekki áfram afeitrun án eftirlits sérfræðings.
  • Þú býrð sem stendur við einhvern annan sjúkdóm sem krefst nákvæms eftirlits og sem hætta getur skapast af ef breytingar verða á efnafræði líkamans.
  • Þú ert með lágan blóðþrýsting og fjölda annarra einkenna sem rekja má til mikillar streitu og álags á nýrnahettur.

Hafðu samband við Guðrúnu með því að senda póst á gb@gudrunbergmann.is ef þú ert með einhverjar spurningar.

Reynslusögur

Léttist um 7,5 kg
og blóðþrýstingurinn
hrapaði

„Takk kærlega fyrir mig Guðrún Bergmann. Þetta er búið að vera alveg frábært og eins og ég hef áður sagt, miklu auðveldara en ég hélt! Ég trúi því varla að þetta sé búið og ég hef alls ekki beðið eftir þessum “síðasta” degi enda er þetta alls ekki síðasti dagurinn hjá mér heldur sá 21. í nýjum lífsstíl. Mér líður svo vel að ég hlakka til að halda þessu áfram.

Ég léttist um 7,5 kg á hreinsikúrnum og blóðþrýstingurinn sem var 163/99 þann 9. janúar var kominn í 138/74 þann 30. janúar án nokkurra lyfja – bara með HREINA mataræðinu. Læknirinn hafði gefið mér til 5. mars til að gyrða mig í brók og ef ekki, átti ég að fá lyf – en með þessar tölur held ég að ég sé sloppin. Whoop, whoop!“  – Bryndís Lúðvíksdóttir
Sjá einnig reynslusögu Bryndísar á bls. 35 í Fréttablaðinu 10. febrúar 2018.

„Ég sem hélt að ég gæti þetta aldrei, 21 dagur – eiginlega 24 dagar – og þetta er búið að vera lítið mál. Mér líður ótrúlega vel í líkamanum þótt vöðvabólgan sé ekki alveg farin. 4,5 kíló hafa kvatt og þau eru ekki velkomin aftur.
Guðrún Hrönn Hjartardóttir. hárgreiðslumeistari

„Lundin er léttari, maginn betri og ég hef lést um 3 kg á þessum 3 vikum. Það sem kom mér þó mest á óvart er að ég er laus við óþægindin sem voru í þvagblöðrunni, þegar safnaðist í hana þvag. Ég átti ekki von á því. Annað sem kom mér á óvart var hvað mér veittist auðvelt að hætta að drekka kaffi, því mínar bestu stundir voru yfir einum Latte. Allir liðverkir hafa minnkað mikið, allt að því horfið, svo og fótaóeirð sem hrjáði mig.“
Björg Þórarinsdóttir

„Ég skráði mig á þetta námskeið þótt ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í. Ég vissi hins vegar að það var núna eða aldrei! Ég var alltaf þreytt, með stanslausa höfuðverki, vöðvabólga um allan líkamann, bjúg og daglega með maga- og ristilverki. Á tveimur vikum hurfu öll þessi einkenni, auk þess sem ég léttist um 5 kíló.“ 
Ása Þorsteinsdóttir.

„Mig langar að deila með ykkur að eftir að námskeiði lauk fór ég í blóðprufu og kólesteról, blóðsykur og þvagsýra voru komin niður í eðlileg gildi, en þau höfðu öll verið heldur há áður.“
– Lára Á. Snorradóttir

„Það kemur mér mest á óvart að eftir ekki lengri tíma er mér farið að líða mjög vel. Enginn pirringur í útlimum, enginn stirðleiki í handleggjum á morgnana, engin þreyta á kvöldin og ég sef minnst 7 klst. samfleytt, sem hefur ekki gerst lengi. Ég hefði komið miklu fyrr ef ég hefði gert mér grein fyrir þessari vellíðan.“
Jónína Skipp

„Höfuðverkurinn sem hefur fylgt mér í mörg ár er svo til horfinn og þokunni hefur létt í höfðinu á mér. Orkan er að koma smátt og smátt og ég styrkist með hverjum deginum sem líður. Það var auðvelt að fylgja mataræðinu og ég var aldrei svöng. Trúlega hefði mataræðið mátt vera fjölbreyttara hjá mér. Núna hef ég hægðir einu sinni til tvisvar á dag í staðinn fyrir einu sinni til tvisvar í viku og er fimm kílóum fátækari.“ 
– Arnfríður Aðalsteinsdóttir.

„Bestu þakkir fyrir dásamlegan tíma og dásamlega fræðslu. Mér líður enn vel (oftast) og lifi eins og ég þarf að gera. Mér finnst gott að renna yfir síðu Facebook hópsins og rifja upp. Bækurnar sem ég keypti og fékk á námskeiðinu eru æðislegar enda er þetta mittt uppáhalds lesefni (næring).“
– Halla S. Gunnlaugsdóttir