HREINT MATARÆÐI á Húsavík 10.04.18

Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann

Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á HREINT MATARÆÐI námskeið á Húsavík. Ég er því spennt að vita hvort jafn mikill áhugi sé á því þar og annars staðar utan Reykjavíkur þar sem ég hef haldið námskeiðin, að nýta sér þessa leið til að styrkja og efla heilsuna. Á tæpum 3 árum hafa meira en ÞÚSUND manns tekið þátt í svona námskeiði. Í lok hvers námskeiðs eru flestir undrandi á lækningarmætti líkamans og hversu fljótt ýmis þrálát heilsufarseinkenni eins og meltingarvandamál, bjúgur, bólgur, gigtareinkenni og mörg fleiri hverfa – og fólk endurheimtir gleði og orku á ný.

Hvert HREINT MATARÆÐI námskeið stendur í 24 daga, sem skiptast í 3 undirbúningsdaga og 21 dags hreinsikúr þar sem mataræði, bætiefni og jákvætt viðhorf sjá um að hreinsa og endurnýja líkamann.

ATH! Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði þar sem námskeiðið fellur undir lífsleikni.

HVAR:  Í Framsýnarsalnum, Garðarsbraut 26, Húsavík.

FUNDIR: Fyrsti fundur er þriðjudaginn 10. apríl kl. 19:30-21:00
Upptökur af öðrum og þriðja fundi eru sendar út dagana 17. og 24. apríl.

Fjórði fundur 2. maí í Framsýnarsalnum kl. 19:30-21:00

DAGLEG SAMSKIPTI: Í gegnum lokaðan Facebook hóp, þar sem veittar eru leiðbeiningar, hvatningar og ráð og spurningum þátttakenda er svarað.
ATHUGIÐ! Það er einnig hægt að bóka þetta sem NETNÁMSKEIÐ. Gæti hentað vel fyrir þá sem búa í dreifbýli.

VERÐ: 39.700 kr.*
Tilbooð: 5.000 kr afsláttur + bókin HREINN LÍFSSTÍLL sem kaupauki ef þú bókar þig fyrir 19. mars. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA ÞIG

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  1. Öll námsgögn í prentuðum bæklingi og á PDF skjali sem hlaða má niður í síma. Þar er að finna mataruppskriftir og ýmsar heilsufarsleiðbeiningar.
  2. PDF skjal með öllum PP kynningum eftir hvern fund.
  3. Eintak af bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger.
  4. Alltaf einhverjir aukabónusar 🙂 – því HREINT líf er svo skemmtilegt 🙂

Athugið að allt námsefni sem kennt er á fundunum er reglulega uppfært svo það taki mið af nýjustu upplýsingum hverju sinni.

ÞÚ MÁTT BÚAST VIÐ ÞESSUM BREYTINGUM:
Hreinsikúrinn leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna, að bólgur í líkama minnka, að hægðir verði betri og reglulegri, að þurrkur í húð lagast og að bólur í andliti og liðagigtareinkenni minnka eða hverfa alveg. Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri.

Besti bónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2-3 kg og upp í 11-13 kg. Kíktu endilega á umsagnir fyrri þátttakenda.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA ÞIG

FRÆÐSLA!
Sameiginlegu fundirnir eru að mati þátttakenda mjög mikilvægir svo og samskiptin á Facebook og gera það að verkum að þeir halda betur út ferlið, læra af öðrum og finna fyrir styrk frá hópnum.

Á fundunum fer fram mikil fræðsla um mikilvægi þess að meltingavegurinn sé í flottu lagi, svo við njótum sem bestra lífsgæða sem lengst. Einnig eru veittar alls konar upplýsingar um náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna enn frekar.

HREINT MATARÆÐI
Hreinsunarferlið er einstaklega áhrifaríkt vegna þess að þar er fæðan í bland við góð næringarefni og vítamín notuð til að losa líkamann við uppsöfnuð óhreinindi og gefa honum tækifæri á að endurnýja frumur sínar og gera við þær. Enginn þarf að vera svangur á meðan á hreinsun stendur. Námskeiðið er byggt upp meira sem hreinsun en megrun, en margir léttast auðvitað þegar mataræðinu er breytt.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA ÞIG

*Athugið! Námskeiðsgjaldið fæst ekki endurgreitt, en hægt er að flytja bókunina á annað námskeið síðar eða á netnámskeið.

ATHUGIÐ! Þátttaka í HREINT MATARÆÐI námskeiðunum er á ábyrgð hvers og eins og á ekki að fela í sér neina hættu fyrir viðkomandi. Fólk í ákveðnu ástandi ætti þó ekki að hreinsa sig eða afeitra, svo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig hentar hreinsikúrinn þér ekki:

  • Þú ert með barni eða með barn á brjósti.
  • Þú ert með sykursýki tegund I (insúlínháða).
  • Þú ert með krabbamein á háu stigi og léttist hratt.
  • Þú tekur lyf sem þarfnast stöðugleika í blóðbúskap, þar á meðal lyf sem hindra myndun blóðtappa (svo sem coumadin), lyf við hjartsláttartruflunum (svo sem tikosyn), eða krampalyf (svo sem tegretol). Lyfjaforði í blóði getur ruglast eftir því sem upptökuhraði breytist og skammturinn þinn verið of stór eða lítill eftir atvikum. Ráðfærðu þig við lækni og haltu ekki áfram afeitrun án eftirlits sérfræðings.
  • Þú býrð sem stendur við einhvern annan sjúkdóm sem krefst nákvæms eftirlits og sem hætta getur skapast af ef breytingar verða á efnafræði líkamans.
  • Þú ert með lágan blóðþrýsting og fjölda annarra einkenna sem rekja má til mikillar streitu og álags á nýrnahettur.

Hafðu samband við Guðrúnu með því að senda póst á gb@gudrunbergmann.is ef þú ert með einhverjar spurningar.

UMSAGNIR 
ÞÁTTTAKENDA

„Námskeiðið HREINT MATARÆÐI er afbragð. Á einfaldan hátt leiðir Guðrún hópinn í gegnum hreinsikúrinn þannig að ferlið verður skemmtilegt og árangursríkt. Þetta er fyrir alla sem vilja ná betri tökum á mataræði sínu og bæta heilsu sína svo um munar.“
– Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála á mbl.is

„Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Ég stunda körfubolta með „old girls“ einu sinni í viku og hef gert í 20 ár. Í gærkvöldi var æfing og ég fann þvílíkan mun á hnjánum og í hásininni þar sem ég hef verið verulega slæm. Vigtin í sundlauginni í morgun sýna líka að 6 kg hafa horfið á hreiniskúrnum. Þvílíkur munur í öllum skrokknum. Er þér endalaust þakklát Guðrún Bergmann fyrir að hafa miðlað úr þínum viskubrunni. Takk fyrir mig.“
– Elísabet Sveinsdóttir, Háskóla Íslands

„Ég fór yfir Heilsufarslistann minn og fór yfir hvaða breytingar hafa átt sér stað á þessum 24 dögum. Bólgurnar hafa minnkað mikið í fótum og höndum, bjúgurinn farinn og svefninn er komin í 8 tíma í staðin fyrir 5-6 tíma. Hægðirnar 2-3 á dag og heilsan og úthaldið miklu betra.Ég á ekki vigt en ég er farin að komast í föt sem ég notaði þegar ég var 8 kg léttari svo kílóunum hefur fækkað um ca.6 – 7 kg.
Ég ætla að halda þessu mataræði áfram og sleppa öllum sykri og hveiti. Bestu þakkir fyrir mig og alla flottu fyrirlestrana síðustu vikurnar.“
Kristín Sigurðardóttir sjúkraliði.

„Ég sem hélt að ég gæti þetta aldrei, 21 dagur – eiginlega 24 dagar – og þetta er búið að vera lítið mál. Mér líður ótrúlega vel í líkamanum þótt vöðvabólgan sé ekki alveg farin. 4,5 kíló hafa kvatt og þau eru ekki velkomin aftur.
Guðrún Hrönn Hjartardóttir, hárgreiðslukona

Þrjú kíó farin hér. Ég hef verið með slitgigt í rúmlega 20 ár en haldið henni niðri með Omega3 lýsi og breyttu mataræði. Ég hef líka greinst með liðagigt og vefjagigt. Eftir HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn er ég verkjalaus og einkennalaus með öllu og sef betur. Þegar ég fór í svona hreinsun fyrir ári síðan, hvarf asminn sem ég var búin að vera með í nokkur ár. Einkennin voru byrjuð að koma aftur en eru nú horfin. Slen og þreyta farin. Ég á miklu betra með að vakna á morgnana… og sofna á kvöldin. Er hægt að biðja um meira? Takk fyrir þinn þátt í að gera heilsu mína og annarra landsmanna betri. – Ásta Gunnarsdóttir