Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann

Ég hef ákveðið að bregðast við ítrekuðum beiðnum um stuðningshóp eða eftirfylgni við HREINT MATARÆÐI (HM) námskeiðin. Því býð ég nú upp á lokaðan stuðningshóp á Facebook, sem ég kalla „HREINN LÍFSSTÍLL – eftir HM“.

Hugmyndin er að mynda nokkurs konar samfélag þeirra sem hafa verið á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum, þar sem þeir geta skipts á skoðunum. Ég mun EKKI pósta daglegum hvatningum eins og á námskeiðunum, en setja inn pósta nokkuð reglulega um efni sem ég tel að myndi geta hjálpað ykkur, slóðir inn á áhugaverð myndbönd, uppskriftir og annað.

Ykkar er svo að leita til hvors annars eftir stuðningi, deila uppskriftum, en þeim er þá hægt að safna saman undir skrám svo hægt sé að ganga í safn þeirra. Svo er frábært að deila árangri t.d. hversu lengi fráhald frá sykri hefur staðið o.s.frv. – eða vandamálum sem þið eruð að kljást við, með að standa með ykkur sjálfum og fá þá styrk frá „samfélaginu.“

Á hverjum föstudegi set ég inn tilkynningu í hópinn og undir hana er hægt að skrifa spurningar. Þeim spurningum svara ég svo á mánudegi, væntanlega bæði skriflega og í myndbandi, sem ég set inn á síðuna.

Samfélagsgjald í HREINN LÍFSSTÍLL – eftir HM gildir fyrir tímabilið frá 1. feb. 2019 til 1. feb. 2020 – hvenær árs sem þú ákveður að skrá þig, þar sem allar eldri upplýsingar verða inni í hópnum.

Eftir skráningu færðu póst með leiðbeiningum um hvernig þú tengist hópnum HREINN LÍFSSTÍLL – eftir HM!

Verð: 4.900 kr.

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  1. Aðgangur að hópnum á Facebook.
  2. Tækifæri til að vera í reglulegum vikulegum samskiptum við Guðrúnu.
  3. Aðgangur að öllum upplýsingum sem safnast inn í Facebook hópinn.
  4. Aukabónusar sem slæðast inn hér og þar yfir árið 🙂 – því HREINN LÍFSSTÍLL er svo skemmtilegur 🙂

ÞÁTTTAKA Á EIGIN ÁBYRGÐ!
Þátttaka hvers og eins er á eigin ábyrgð. Guðrún getur ekki borið ábyrgð á því hvernig hver og einn bregst við ráðleggingum um bætiefnainntöku eða annað sem hún fjallar um, einkum og sér í lagi ef viðkomandi eru á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Við eigum öll bara eitt líf og berum ábyrgð á því sjálf!

* Athugið að þátttökugjaldið fæst ekki endurgreitt.

UMSAGNIR

Léttist um 7,5 kg
og blóðþrýstingurinn
hrapaði

“Takk kærlega fyrir mig Guðrún Bergmann. Þetta er búið að vera alveg frábært og eins og ég hef áður sagt, miklu auðveldara en ég hélt! Ég trúi því varla að þetta sé búið og ég hef alls ekki beðið eftir þessum “síðasta” degi enda er þetta alls ekki síðasti dagurinn hjá mér heldur sá 21. í nýjum lífsstíl. Mér líður svo vel að ég hlakka til að halda þessu áfram.

Ég léttist um 7,5 kg á hreinsikúrnum og blóðþrýstingurinn sem var 163/99 þann 9. janúar var kominn í 138/74 þann 30. janúar án nokkurra lyfja – bara með HREINA mataræðinu. Læknirinn hafði gefið mér til 5. mars til að gyrða mig í brók og ef ekki, átti ég að fá lyf – en með þessar tölur held ég að ég sé sloppin. Whoop, whoop!”  – Bryndís Lúðvíksdóttir
Sjá einnig reynslusögu Bryndísar á bls. 35 í Fréttablaðinu 10. febrúar 2018.

“Ég sem hélt að ég gæti þetta aldrei, 21 dagur – eiginlega 24 dagar – og þetta er búið að vera lítið mál. Mér líður ótrúlega vel í líkamanum þótt vöðvabólgan sé ekki alveg farin. 4,5 kíló hafa kvatt og þau eru ekki velkomin aftur.
Guðrún Hrönn Hjartardóttir. hárgreiðslumeistari

“Lundin er léttari, maginn betri og ég hef lést um 3 kg á þessum 3 vikum. Það sem kom mér þó mest á óvart er að ég er laus við óþægindin sem voru í þvagblöðrunni, þegar safnaðist í hana þvag. Ég átti ekki von á því. Annað sem kom mér á óvart var hvað mér veittist auðvelt að hætta að drekka kaffi, því mínar bestu stundir voru yfir einum Latte. Allir liðverkir hafa minnkað mikið, allt að því horfið, svo og fótaóeirð sem hrjáði mig.”
Björg Þórarinsdóttir

“Ég skráði mig á þetta námskeið þótt ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í. Ég vissi hins vegar að það var núna eða aldrei! Ég var alltaf þreytt, með stanslausa höfuðverki, vöðvabólga um allan líkamann, bjúg og daglega með maga- og ristilverki. Á tveimur vikum hurfu öll þessi einkenni, auk þess sem ég léttist um 5 kíló.” 
Ása Þorsteinsdóttir.

“Mig langar að deila með ykkur að eftir að námskeiði lauk fór ég í blóðprufu og kólesteról, blóðsykur og þvagsýra voru komin niður í eðlileg gildi, en þau höfðu öll verið heldur há áður.”
– Lára Á. Snorradóttir

“Það kemur mér mest á óvart að eftir ekki lengri tíma er mér farið að líða mjög vel. Enginn pirringur í útlimum, enginn stirðleiki í handleggjum á morgnana, engin þreyta á kvöldin og ég sef minnst 7 klst. samfleytt, sem hefur ekki gerst lengi. Ég hefði komið miklu fyrr ef ég hefði gert mér grein fyrir þessari vellíðan.”
Jónína Skipp

“Höfuðverkurinn sem hefur fylgt mér í mörg ár er svo til horfinn og þokunni hefur létt í höfðinu á mér. Orkan er að koma smátt og smátt og ég styrkist með hverjum deginum sem líður. Það var auðvelt að fylgja mataræðinu og ég var aldrei svöng. Trúlega hefði mataræðið mátt vera fjölbreyttara hjá mér. Núna hef ég hægðir einu sinni til tvisvar á dag í staðinn fyrir einu sinni til tvisvar í viku og er fimm kílóum fátækari.” 
– Arnfríður Aðalsteinsdóttir.

“Bestu þakkir fyrir dásamlegan tíma og dásamlega fræðslu. Mér líður enn vel (oftast) og lifi eins og ég þarf að gera. Mér finnst gott að renna yfir síðu Facebook hópsins og rifja upp. Bækurnar sem ég keypti og fékk á námskeiðinu eru æðislegar enda er þetta mittt uppáhalds lesefni (næring).”
– Halla S. Gunnlaugsdóttir

image_print