-Umbreytingarferli sem losar um gamlar hömlur
LEIÐBEINENDUR: Guðrún Bergmann og Tristan Gribbin
Á þessu námskeiði sameina Guðrún og Tristan krafta sína og hjálpa þér að umbreyta gömlum og stöðnuðum tilfinningum á djúpan og áhrifaríkan hátt. Unnið er með FLOW, en það er hugleiðsluferli með kraftmikilli tónlist, líkamlegri hreyfingu, öndun og áhrifaríkum leiðum til að sleppa taki á innri spennu og hindrunum sem geta legið djúpt í undirvitund okkar.
Ásamt FLOW notum við FEELINGS ilmkjarnaolíurnar frá Young Living, en þær búa yfir sérstakri tíðni, sem nær djúpt inn líkamann og nær, ásamt völdum staðfestingum og öðrum leiðbeiningum, að losa um, umbreyta og heila gamlar neikvæðar tilfinningar.
Allir þátttakendur njóta umhyggju og athygli, því hámarksfjöldi á námskeiðinu er 20 konur. Súpa í hádeginu og kaffi og te síðdegis á samverudegi innifalið í verði.
Námskeiðið hefst með einum samverudegi þann 28. desember (laugardagur), þar sem unnið er með FLOW og olíurnar, en í framhaldi af því tekur við 30 daga vinna þar sem unnið er með olíurnar á ákveðinn hátt í fimm daga hverja tegund, en þær eru:
VALOR – sem eykur hugrekki og þakklæti
HARMONY – sem kemur á jafnvægi og gleði
FORGIVENESS – veitir þolinmæði og innri ró
PRESENT TIME – sem eflir fókus, orku og vilja
RELEASE – losar um reiði og pirring
INNER CHILD – sem eflir tengingu við sjálfið og Sköpunarkraftinn
Tristan, sem er höfundur FLOW hugleiðslunnar og Guðrún, sem hefur unnið að heilun tilfinningalegra áfalla í 35 ár, fylgja þátttakendum svo eftir með vikulegum fundum í gegnum Zoom í 30 daga.
Athugið! Við höfum komist að raun um að margar konur eru uppteknar þann 28. desember – en hafa samt mikinn áhuga á að vera með í þessu DJÚPHEILUNARFERLI. Við bjóðum því upp á 2ja tíma FLOW hugleiðslu fyrir þær laugardaginn 11. janúar frá kl. 13-15:00 í Jógasetrinu í Reykjavík.
SMELLTU HÉR til að skrá þig á TILBOÐSVERÐI
Fullt verð er 27.700 kr.*
Tilboðsverð 22.700 kr.* – Gildir til aðfangadags!
FYRIR NÁMSKEIÐIÐ ÞARFTU AÐ PANTA ÞÉR OLÍUR
SMELLTU HÉR til að panta þér FEELINGS pakkann til að nota á námskeiðinu þennan mánuð sem námskeiðið stendur – Pantaðu sem fyrst, svo þær verði komnar til þín fyrir námskeiðið. Pöntunin er tilbúin þegar síðan opnast, svo eina sem þú þarft að gera er að skrolla niður síðuna og smella á CONTINUE ENROLLMENT og fylla út upplýsingar þar.
Ef þú ert nú þegar skráð inn í Young Living kerfið pantarðu í gegnum þinn eigin hlekk. Loyalty hlekkurinn hér að ofan veitir þér besta verðið á FEELINGS pakkanum, en gerir ráð fyrir að þú pantir vörur frá YL mánaðarlega. Hafir þú ekki áhuga á því geturðu breytt skráningunni eftir að pöntunin þín er farin af stað yfir í One Time Order og pantað bara þegar þú vilt.
SMELLTU HÉR til að skrá þig – SMELLTU HÉR til að panta olíurnar
ATHUGIÐ* – Námskeiðsgjald fæsti ekki endurgreitt en getur gengið upp í næsta námskeið hjá Guðrúnu og Tristan.