8:8 ÚR HINU GAMLA – INN Í HIÐ NÝJA

Ég býð upp á einstakan sjálfseflandi kvennadag í 8:8 orkuhliðinu þann 8. ágúst næstkomandi.

Námskeiðið er haldið í Sesselíuhúsi að Sólheimum í Grímsnesi og hefst klukkan 10:00.

Orkan í 8:8 orkuhliðinu boðar alltaf umbreytingu og það sem stuðlar enn frekar að henni er að þann 7. júlí fór Úranus inn í Tvíburana í fyrsta sinn í 84 ár – svo það eitt og sér boðar miklar breytingar og umskipti.

Gamlar leiðir virka ekki lengur og því þarf að nota nýjar leiðir til innri heilunar og ég býð upp á ýmsar áhugaverðar aðferðir við það.

Við tökum til og hreinsum út fyrir hádegi og endum það ferli með Eldseremóníu, þar sem við brennum það sem við þurfum ekki lengur á að halda.

Höldum svo léttar og hressar í dásamlegan hádegisverð í kaffi-/veitingahúsi Sólheima.
Grænmetisréttir í boði fyrir þá sem þess óska

Eftir hádegismat bjóðum við hið nýja velkomið inn í líf okkar með dansi og annarri hreyfingu,
“Breathwork” öndunaræfingum, sem styrkja okkur og endurnýja og öflugum leiðum til að
breyta forritun undirvitundarinnar.

Einhvers staðar þarna inn á milli finnum við tíma til að fá okkur kaffi og sneið af hinni einu
sönnu hjónabandssælu Sólheima.

Við erum væntanlega að ljúka þessum sjálfseflingardegi um kl. 17:-17:30.

Kostnaður fyrir daginn er: 29.900 kr.*

        Innifalið í námskeiðsverðinu er allt kennsluefni sem notað verður,
        tvíréttaður hádegisverður og kaffi á eftir.
        Kaffi í eftirmiðdaginn og hjónbandssæla.
        Ný og öflugri ÞÚ sem heldur heim eftir daginn.

Snemmskráningartilboð:
20% afsláttur fyrstu vikuna – 23.900 kr.*

SMELLTU HÉR til að skrá þig á besta verðinu!       

                    Skráningu lýkur 31. júlí

Námskeiðið fæst ekki endurgreitt, en nýta má inneign upp í önnur námskeið hjá Guðrúnu næstu 6 mánuði.

UMSAGNIR

image_print
Deila áfram