MUNDU AÐ PAKKA ÞESSU NIÐUR - Guðrún Bergmann

MUNDU AÐ PAKKA ÞESSU NIÐUR

MUNDU AÐ PAKKA ÞESSU NIÐUR

Ef þú ert á leið í frí, mundu þá endilega eftir að pakka niður því sem getur gert fríið ánægjulegra. Þú heldur auðvitað að þú sért nú þegar búin að taka allt til, en það eru nokkrir hlutir sem geta gert fríið enn betra. Við komum nefnilega oft þreytt eða illa bitin heim úr fríunum okkar, því við gleymdum því sem skiptir kannski mestu máli – réttu bætiefnunum til að halda orku og þreki eða flugnafælunni.

SETTU ÞETTA Á TÉKKLISTANN

Ef þú ert ein/einn af þeim skipulögðu og ert með tékklista þegar pakkað er niður, hvert ég þig eindregið til að setja eftirfarandi hluti á hann sem allra fyrst. Fríið verður pottþétt ánægjulegra:

1 – BUG BAN flugnafæluna frá NOW. Þetta er úði úr náttúrulegum og skaðlausum ilmkjarnaolíum, sem verja þig gegn bitum frá moskítóflugum og lúsmýi. Það er í handhægum úðabrúsa. Sama blanda er til sem ilmkjarnaolía sem sett er ilmolíulampa og heldur flugnum í burtu.

2 – ASTAXANTHIN frá NOW ver húðina fyrir skemmdum af völdum sólargeisla og styrkir og dregur fram litarefni í húðinni svo hún verður fallega brún. Ég tek þettaa bætiefni alltaf inn yfir sumarmánuðina eða þegar framundan er ferð til sólarlanda.

Ef þú vilt að líkaminn framleiði sjálfur D-vítamín úr sólarljósinu, þarftu að vera í sól í 30-60 mínútur án sólarvarnar. Á þeim tíma getur líkaminn sjálfur framleitt góðar birgðir af D-vítamíni.

3 – PROBIOTICS 10 eða GR-8 DOPHILUS góðgerla frá NOW. Þeir fyrrnefndu endast best í ef geymdir í kæli, en þeir síðarnefndu þurfa ekki kælingu. Gott er að taka góðgerlana inn á fastandi maga með glasi af vatni.

4 –EVE eða ADAM fjölvítamínblönduna frá NOW, því í henni eru öll helstu vítamínin og steinefnin sem líkaminn þarf daglega á að halda.

5 – Omega 3 frá NOW leysir málin þegar kemur að olíum til að styrkja hjarta- og æðakerfið, mýkja liðina og styrkja slímhúð líkamans.

6 – MAGNESIUM & CALCIUM, reverse ratio 2:1 frá NOW, því spennandi líf, flugþreyta og annað gengur á magnesíumbirgðir líkamans. Magnesíum tryggir líka nokkuð reglulega hægðalosun.

VIÐBRÖGÐ VIÐ MAGAKVEISU

Gott er að vera vel undirbúinn ef upp kemur magakveisa. Hún getur beinlínis rústað góðu fríi, svo pakkaðu endilega ACTIVATED CHARCOAL frá NOW með í töskuna. Taktu inn eitt hylki að kvöldi í nokkra daga ef þú lendir í slíku. Askan úr viðarkolunum dregur í sig bakteríur og aðra óværu sem kann að valda vandanum og þér líður mun betur á eftir.

TÖFLUBOX EÐA LITLIR PLASTPOKAR

Bætiefnaglös taka pláss í ferðatöskum. Ef ferðast er flugleiðis eru hertar þyngdarheimildir flugfélaganna ekki hvati til að fylla töskurnar af þeim.

Því er sniðugt að taka dagskammta af bætiefnum til fyrir ferð og setja þau í töflubox með í litla plastpoka með rennilás. Þannig fer lítið fyrir þeim.

Mynd:  Kat Nelson on Unsplash

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 333 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar