MORGUNÞEYTINGUR MEÐ SÆTUM

Þessi kemur á óvart og mætti kannski kallast bragðarefur, en þeir sem eru á HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum geta notað hann í staðinn fyrir búst á morgnana. Eiginlega er þeytingurinn eins og búðingur eða ís, svo það er engu líkara en þú sért að borða eftirrétt í morgunmat.

KALÍUM DREGUR ÚR VÖÐVAKRAMPA

Avókadóið í uppskriftinni er fullkomið til að leggja grunn að kremkenndri áferð þeytingsins. Bragðið af því passar vel við kakóið og svo er ótrúlega mikið af kalíum í avókadói, mun meira en í bönunum. Kalíum er mikilvægt til að koma í veg fyrir ofþornun eða vöðvakrampa við æfingar. Að auki eru K-vítamín, fólat, C-vítamín, B-6 og E-vítamín í avókadói.

Fitan í avókadói er einstaklega góð og dregur úr bólgum í líkamanum, en bólgur eru talinn grunnorsök ýmissa krónískra sjúkdóma.

SÆTAR KARTÖFLUR SÆTA

Það hljómar kannski einkennilega að sætar kartöflur séu eitt af innihaldsefnunum í súkkulaðiþeytingi, en eftir að hafa smakkað þennan verðurðu líkalega á annarri skoðun. Í sætum kartöflum er mikið af beta-karótíni og því auka þær A-vítamínbirgðir okkar, en A-vítamín er gott fyrir augun og ónæmiskerfið, því það er öflugt andoxunarefni. Mikilvægt er að borða beta-karótín með fitum, eins og úr avókadói eða möndlusmjöri, til að auðvelda líkamanum upptöku á því.

INNIHALDSEFNI Í ÞEYTINGINN:
Skammtur fyrir tvo

1 bolli möndlumjólk t.d. Just Almond
1 lífrænt ræktað avókadó
1 miðlungsstór lífrænt ræktuð sæt kartafla, gufusoðin og fryst
¼ bolli hrákakó t.d. frá Himneskri hollustu
1 tsk vanillukorn frá Naturata (eða vanilludropar)
¼ tsk Ceylon kanill frá Himneskri hollustu
1-2 döðlur frá Himnesrki hollustu
örlítið fínt himalajasalt
2 mæliskeiðar af próteindufti með súkkulaðibragði, t.d. frá NOW

OFAN Á ÞEYTINGINN:

kókosmjöl frá Himneskri hollustu
kakónibbur frá Himnesrki hollustu
muldar makademía-hnetur eða valhnetur

AÐFERÐ:

1 – Skerið sætu kartöfluna í sneiðar og gufusjóðið þær þar til mjúkar í gegn. Setjið í loftþéttar umbúðir og frystið yfir nótt.

2 – Setjið öll innihaldsefni nema mjólkina í blandara eða matvinnsluvél. Bætið ½ bolla af mjólk út í og blandið á mesta hraða. Bætið við meiri mjólk ef með þarf, en gætið þess að setja ekki of mikið, svo þeytingurinn verði ekki of þunnur. Frosnu sætu kartöflurnar auka á þéttleikann og við viljum hafa þeytinginn búðingskenndan.

3 – Deilið þeytingnum í tvær skálar, skreytið með kókosmjöli, kakónibbum og muldum hnetum og berið strax fram.

Ef þú hefur áhuga á að prófa mataræði á HREINT mánsmeiðumum, þá hefst næsta HREINT MATARÆÐI námskeið í Reykjavík 9. apríl – 3 sæti laus.
Tilboðsverð OG kaupauki á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum sem hefjast 10. apríl á Húsavík og 11. apríl á Akureyri i gildi til 19. Mars.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram