MEST LESIÐ 2018

Það er alltaf ánægjulegt að sjá að fólk lesi það sem ég skrifa. Ég met lesturinn sem merki um að ég sé almennt að fjalla um áhugavert efni og held því ótrauð áfram á sömu braut. Flest af því sem ég fjalla um eru náttúrulegar leiðir til að bæta og styrkja heilsuna, svo fólk geti átt meiri og betri lífsgæði lengur.

Fyrri hluta árs studdist ég aðallega við Google lestrartölur, en í byrjun september uppfærði ég vefsíðuna mína og setti inn á hana teljara. Þar sést hvaða greinar eru mest lesnu greinarnar í hverjum mánuði og sumum er erfitt að hrinda úr efsta sæti nokkra mánuði í röð.

10 MEST LESNU GREINARNAR

 

Hér er listi yfir 10 mest lesnu greinarnar. Talan fyrir aftan segir hversu oft var smellt á þær.

1 – 9 MERKI UM LEKA ÞARMA – 13.860 sinnum.

2 – BESTA OLÍAN VIÐ BÓLGUM – 7.891 sinnum.

3 – LAXEROLÍA ER ALGJÖR UNDRAOLÍA – 7.057 sinnum.

4 – VANVIRKNI Í NÝRNAHETTUM – 5.377 sinnum.

5 – LÉTTIST UM 10 KÍLÓ Á 18 DÖGUM – 2.952 sinnum.

6 – ER LIFRIN ÞREYTT EFTIR SUMARIÐ – 1.862 sinnum.

7 – MELTINGARENSÍM ÞEGAR ÁLAGIÐ ER MIKIÐ – 1.837 sinnum.

8 – FÆRÐU OFT ÞVAGFÆRASÝKINGU – 1.822 sinnum.

9 – LAXEROLÍA ER FJÖLNOTA OLÍA – 1.419 sinnum.

10 – HVENÆR ER BEST AÐ TAKA BÆTIEFNIN – 1.349 sinnum.

ÁHUGI Á ÖÐRUM SÍÐUM

Leikjasíðurnar voru líka oft skoðaðar. Á Sumarleikinn kíktu 4.213 og á Jólaleikinn 4.218.

Uppskriftir voru einnig vinsælar. Þar sló LAMBAPOTTRÉTTURINN allt út en á hann smelltu 3.217 eftir að teljari kom á síðuna og 3.074 fyrir þann tíma skv. Google teljaranum. Á JÓLAKÖKUNA Í ÁR kíktu 2.340. Smellt var á nokkrar aðrar uppskriftir oftar en þúsund sinnum.

Takk fyrir að lesa það sem ég skrifa. Ég skrifa það af sannri ástríðu og trú á að við getum styrkt heilsu til muna með góðu mataræði og bætiefnum sem styðja við það, að ógleymdum góðum svefni og reglulegri hreyfingu.

MIKIL EFTIRSPURN EFTIR HREINT MATARÆÐI NÁMSKEIÐUM

Ég hélt 15 stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI á árinu og það er þegar FULLBÓKAÐ á tvö fyrstu námskeiðin árið 2019. Næsta námskeið verður það fimmtugasta sem ég held, en þegar hafa rúmlega 1.400 manns sótt námskeiðin á tæpum fjórum árum.

Mynd: Guðrún Bergmann

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 228 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar