MELTINGARVANDAMÁL OG LAUSNIR

Kyrrseta við störf, mikil innivera, almennt hreyfingarleysi, miklar stöður og léleg samsetning á fæðu fólks leiðir oft til ýmissa meltingarvandamála. Allir þeir sem sótt hafa HREINT MATARÆÐI námskeið mín hafa verið með einhvers konar meltingarvandamál, sem yfirleitt tekst að koma lagi á með hreinsikúrnum. Næsta námskeið á Akureyri hefst 8. maí og í Reykjavík 10. maí, ef þú vilt taka á þínum meltingarvandamálum.

En eitt af þeim meltingarvandamálum sem margir þjást af, en fáir vilja tala um er gyllinæð. Talið er að um helmingur fólks í Bandaríkjunum sem komið er yfir fimmtugt þjáist af þessum sjúkdómi. Gyllinæð myndast þegar bláæðar við endaþarm bólgna við álag og ertingu og mynda æðahnúta, sem annað hvort eru innvortis eða útvortis. Helstu einkenni gyllinæðar eru blóð með hægðum, harðlífi og óþægindi eða sársauki við endaþarm.

Þótt eldra fólk sé kannski líklegra til að fá gyllinæð, er algengt að barnshafandi konur fái hana. Til að draga úr líkum á að fá gyllinæð og til að bæta meltinguna almennt er hægt að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  1. Borðaðu meira af trefjum, því þær draga úr líkum á hægðatregðu. Gott er að borða ríkulega af ávöxtum, grænmeti og heilkornum eða taka inn Psyllium husk trefjar frá NOW eða aðrar trefjar, annað hvort í duftformi eða í hylkjum. Eins er gott að nota mulin hörfræ, sem setja má út í búst eða strá yfir salöt eða morgunkorn.
  2. Forðastu fæðutegundir sem hafa ertandi áhrif, þar á meðal sterk krydd eins og rauðan pipar og sinnep, svo og drykki eins og kaffi, koffínlaust kaffi og áfengi, en allir þessir drykkir geta valdið bólgum í neðri hluta meltingarvegarins.
  3. Drekktu mikið af vatni, meira en þú telur þig þurfa á að halda. Það hjálpar til við að halda hægðunum mjúkum.
  4. Stundaðu líkamsrækt reglulega til að viðhalda góðri meltingu og starfsemi í meltingarveginum.
  5. Lærðu streitustjórnun. Of mikil streita getur leitt til ýmissa vandamála í meltingarveginum með því að valda truflunum á taugakerfinu sem stýrir starfsemi þarmanna. Því gæti verið gott að læra hugleiðslu eða slökunaræfingar og stunda síðan reglulega.
  6. Forðastu að sitja of lengi, því langar setur tengjast oft gyllinæð.
  7. Prófaðu að nota náttúrulyf. Besta magnesíum blandan sem ég hef kynnst hingað til er Magnesium & Calcium Reverse ration 2:1 frá NOW, sem er með 800 mg af magnesíum og 400 mg af kalki, en auk þess er sink og D-3 í blöndunni. Hún linar hægðir og hjálpar til við hreinsun og losun þarmanna. Einnig er gott að taka góðgerla eins og til dæmis Probiotic-10 góðgerlana frá NOW, sem til eru í nokkrum styrkleikum.

Sértu með gyllinæð má prófa að bera aloe vera hlaup á endaþarmssvæðið nokkrum sinnum yfir daginn; nota umhverfisvænar og lyktarefnalausar blautþurrkur til að hreinsa svæði eftir salernisferðir og leggja volgar grisjur við svæðið í 10 mínútur í senn, oft á dag, til að auka blóðflæði og stuðla að heilun. Þótt ótrúlegt megi virðast, hefur KissMe varasalvinn frá Sóley líka virkað vel á gyllinæð.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega á Facebook síðuna þína, svo aðrir geti lesið hana.

Heimildir: Dr. Andrew Weil

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram