MATARMIKIL VETRARSÚPA
Þegar það er dimmt og kalt úti er oft gott að ylja sér við matarmikla og góða súpu innandyra. Ég er alltaf að gera tilraunir og í gær eldaði ég þessa súpu. Það gefur henni skemmtilegan keim að baka grænmetið í ofni, áður en það er sett út í súpupottinn. Ef þú átt ekki púðursykurlíkið frá Sukrin geturðu notað agave sírópi í staðinn. Mér finnst þetta dökka bragðmeira og það kemur meiri keimur af því. En hér er sem sagt:
GULRÓTAR- OG SÆTKARTÖFLUSÚPA
2 msk ólífuolía eða kókosolía frá Himneskri hollustu
500 gr gulrætur, þvegnar og skornar í frekar smáa bita
2 meðalstórar sætar kartöflur, um 750 gr að þyngd saman
1 stórt epli eða tvö minni – helst lífrænt ræktuð
1 meðalstór rauðlaukur
1 ca 2,5 cm biti af engiferrót, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
1 msk þunnt skorið lemongras
4 meðalstór hvítlauksrif, afhýdd og skorin í þunnar sneiðar
2 tsk Sukrin púðursykurlíki eða 2 tsk af agave sírópi frá Himneskri hollustu
1 tsk malað kóríander
1 tsk milt karríduft
½ tsk cumin
5 bollar vatn með grænmetiskrafti frá Naturata – hugsanlega meira til að þynna súpuna þegar búið er að mauka hana
2 tsk hveitilaus tamarisósa (Clearspring)
laktósafrí grísk jógúrt til skreytingar
Eldunarleiðbeiningar:
- Hitið ofninn í 200°C.
- Setjið 2 msk af ólífuolíu og 2 tsk af púðursykurlíki í skál og blandið saman.
- Skerið endana af gulrótunum, skrælið þær, skolið og skerið í svona 2 cm bita. Afhýðið sætu kartöflurnar, þvoði, skerið langsum í fernt og svo í 2 cm bita. Afhýðið laukinn, skerið í fernt og svo í smærri bita. Afhýðið eplið og kjarnhreinsið og skerið svo í litla bita. Setjið grænmetið og eplið út í skálina og veltið því upp úr olíunni þar til hún hefur þakið alla bitana.
- Setjið grænmetið á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið í 20 mínútur eða svo, þar til grænmetið er orðið aðeins dökkt í kantana.
- Meðan grænmeti er að bakast, afhýðið þá og skerið hvítlauksrifin og engiferrótina, og skerið í þunnar sneiðar ásamt lemongrasinu og setjið í litla skál með kryddinu.
- Hitið ½ msk af ólífuolíu við miðlungshita í súpupotti og steikið kryddblönduna í henni, þar til kryddlyktin fyllir loftið en gætið þess að hvítlaukurinn brenni ekki.
- Bætið krafinum út í pottinn og látið suðuna koma upp.
- Þegar grænmetið er bakað, bætið því þá varlega út í súpuna og látið krauma undir loki við lágan hita í svona 10 mínútur.
- Takið pottinn af hellunni og lokið af honum og látið grænmetisblönduna kólna aðeins, áður en þið maukið hana með góðum töfrasprota eða í AEG blandara sem þolir heitan vökva.
- Hellið súpunni aftur í pottinn og bætið við meiri grænmetiskrafti (vatni), tamari sósu og smá himalajasalti. Látið hitann koma upp, skammtið súpuna í skálar.
- Skreytið súpuna (sé þess óskað) með smá doppu af laktósafrírri grískri jógúrt sem hefur verið örlítið þynnt með köldu vatni, hrærið aðeins í doppunni með tannstöngli til að gera mynstur úr henni og berið fram.
Ef þér fannst þessi uppskrift áhugaverð, deildu henni á endilega með öðrum.
Skráðu þig á póstlistann minn til að fá tilboð, uppskriftir, greinar og margt fleira á undan öðrum.
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24
- Greinar04/08/2024NÝTT TUNGL Í LJÓNI