ERTU MEÐ MARKMIÐ FYRIR ÁRIÐ 2021?

ERTU MEÐ MARKMIÐ FYRIR ÁRIÐ 2021?

Ef þú hefur hlustað á stjörnuspekiskýringar Pam Gregory, sem ég hef þýtt og verið með í beinni á Facebook síðunni minni annan hvorn þriðjudag nokkra undanfarna mánuði, veistu væntanlega að það urðu mikil umskipti í orkunni þann 21. desember síðastliðinn.

Breytingarnar urðu þegar pláneturnar JÚPITER og SATÚRNUS fóru í samstöðu á 0° og 26 mínútum í Vatnsbera. Fyrir þann tíma var orkan að byggjast upp í tæpar tvær, en lesa má nánar um það í greininni FULLT TUNGL Í KRABBA, en TUNGLIÐ verður næst fullt þann 30. desember.

UMBREYTING GERIR KRÖFU UM AÐLÖGUN

Þegar svona miklar breytingar verða á orkuflæðinu í Alheiminum þurfum við að læra að aðlaga okkur þeim. Gamlar venjur þurfa því að víkja fyrir nýjum, gömul viðbrögð fyrir nýjum og við þurfum að leita inn á við eftir nýjum lausnum til að takast á við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni.

Sumir stjörnuspekingar tala um að við séum komin inn í Vatnsberaöldina, aðrir tala um Öld Hjartans eða Öld Friðsemdar. Hvaða öld sem það er sem við erum að stefna inn í er ljóst að við þurfum að beita nýjum aðferðum í þeirri orku sem fylgir þessari nýju Öld. Aðlögunin snýr því ekki bara að viðbrögðum okkar, heldur líka að því hvernig við vinnum að því að láta drauma okkar verða að veruleika.

MARKMIÐ SKIPTA MÁLI

Því skiptir svo miklu máli að setja sér skýra stefnu fyrir árið 2021 og vinna að markmiðum sínum með nýjum aðferðum. Aðferðum sem taka mið af breyttri orku og breyttum skilningi okkar á því að við erum meðskapendur framtíðarinnar.

Því hef ég sett upp námskeið þar sem ég kenni þessar nýju aðferðir og leiðir til að takast á við breytileikann sem óhjákvæmilega mun fylgja næsta ári. Jafnframt kem ég til með að fylgja hópnum eftir með daglegum ráðum og hvatningum í 30 daga.

Námskeiðið hefst 2. janúar 2021 – og það er enn hægt að SKRÁ SIG.

Lærðu tæknina sem hjálpar þér að takast á við nýjan veruleika með því að taka þátt í MARKMIÐ 2021 námskeiðinu. Síðasti skráningardagur er 30. desember.

Mynd: Guðrún Bergmann

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram