MAGNESÍUM OLÍUR, GEL OG SÖLT ÚR GAMLA ZECHSTEIN SJÁVARBOTNINUM - Guðrún Bergmann

– 250 milljón ára gömul heilunargersemi Jarðar

Þessar vörur eru ekki lengur seldar í netverslun okkar. Hægt er að kaupa þær í versluninni BETRA LÍF, á 3ju hæð í Kringlunni norðanmegin. Síminn þar er 581-1380.

Þetta eru magnesíumvörurnar sem Hallgrímur heitinn Magnússon læknir byrjaði að flytja til landsins. Til að viðhalda góðri heilsu og orku þarf líkaminn á magnesíum söltum að halda. Með því að bera magnesíum olíur eða gel á stærsta líffæri líkamans, húðina, fer upptakan beint inn í frumurnar. Þeir sem voru í magnesíum meðferð hjá Hallgrími heitnum gætu nýtt sér þessar vörur.

Uppruni vörunnar:
Hallgrímur heitinn hvatti í ræðu og riti fólk til að taka inn magnesíum í einu eða öðru formi. Við leit sína að bestu fáanlegu magnesíum söltunum fann hann vörurnar úr Zechstein námunum í Hollandi. Hann gerðist umboðsmaður fyrir Ancient Minerals, hér á landi, þótt dreifing á vörunum væri mest til vina og vandamanna. Ekkja hans, Sigurlaug Jónsdóttir, heldur áfram að flytja vörurnar inn, en smásala á þeim fer fram í gegnum þessa vefsíðu.

Ancient Minerals er opinber söluaðili hollensku Zechstein námanna, sem vinna magnesíum úr námum sem eru í hinum forna Zechstein sjávarbotni í Evrópu. Hann hefur varðveist vel í 250 milljón ár og söltin eru unnin úr jarðlögum sem eru á 1600-2000 metra dýpi. Þetta er hreinasta magnesíum sem vitað er um í dag og þetta magnesíum klóríð (salt) telst vera hágæða lyfjafræðilegt hráefni. Það eru unnið með nýjustu tækni í náttúrulegu umhverfi og varan er með afar háa tíðni.

Framleiðsluferlið fylgir ströngustu kröfum og er vottað af alþjóðlegu gæðavottunarstöðlunum ISO 9001 og ISO 14001. Bæði náman og framleiðslan á vörunum er í samræmi við staðla GMP (Good Manufacturers Practice) og HACCP staðlanna, sem tryggja hámarksgæði vörunnar.

Ancient Minerals er skráð vörumerki sem tryggir réttan uppruna á magnesíum saltinu úr Zechstein námunum og mikil gæði.

Ancient Minerals magnesíum gelið 
magnesium-gel-250-ml2

Ancient Minerals magnesíum olían 
magnesium-oil-200-ml2

Ancient Minerals magnesíum sölt 
magnesium-salt

image_print