MACA EYKUR KYNORKUNA

Maca rótin vex hátt í Andesfjöllum Suður-Ameríku, nánar tiltekið í miðhluta Perú. Þessi rót og duftið sem unnið er úr henni, hefur verið notuð til lækninga í hundruðir ára. Einn helsti eiginleiki Maca er það kemur jafnvægi á hormónakerfið, bæði hjá körlum og konum, með því að styrkja innkirtlakerfi líkamans. Innkirtlakerfið hefur mikil áhrif á almennt heilsufar og því er mikilvægt að það sé öflugt.

NÁTTÚRULEGT ESTRÓGEN

Rannsóknir á Maca rótinni hafa sýnt að hún dregur úr skapsveiflum, kvíða og þunglyndi hjá konum sem komnar eru á breytingaskeiðið og eykur jafnframt hjá þeim kynhvötina. Einnig er talið að Maca rótin komi jafnvægi á estrógenmagn í líkamanum.

Maca getur því verið mikilvægt fyrir konur sem komnar eru að eða yfir tíðahvörf, því þá dregur úr estrógen framleiðslu líkamans. Estrógen er mikilvægt efni sem hefur áhrif á taugaboð í heilanum og er talið draga úr líkum á heilabilun síðar á ævinni. Því tel ég það afar miklivægt fyrir konur á þessu æviskeiði og tek það sjálf reglulega inn.

VIAGRA INKANNA

Í Perú er Maca gjarnan kallað “Viagra Inkanna”, þar sem Maca er öflugt náttúrulegt jurtaefni sem eykur kynorkuna bæði hjá konum og körlum. Tenging Maca við Viagra, er væntanlega vegna þess að Maca telst vera gott stinningarlyf.

Spænsku landkönnuðirnir sem komu til Suður-Ameríku, voru fljótir að tileinka sér notkun Maca, þegar þeir uppgötvuðu að Maca rótin jók bæði kynorku þeirra og veitti þeim aukna almenna orku.

Hið áhugaverða er að þótt Maca rótin sé orkugefandi, fylgir þeirri orku ekki aukið álag á nýrnahetturnar, en bæði kaffi og te auka álag á þær. Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að Maca nýtist vel til orkuuppbyggingar og úthalds meðal íþróttamanna.

GEGN ÓFRJÓSEMI

Sé estrógenmagn líkamans annað hvort of hátt eða lágt getur það leitt til þess að konur eigi erfitt með egglos og að verða þungaðar. Persónulega veit ég um margar konur sem töldu sig ekki geta átt börn, en hafa með breyttu mataræði og inntöku á Maca náð að verða þungaðar.

Maca rótin telst vera adaptógen (þ.e. efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu), en vegna ýmissa annarra einstakra eiginleika hefur hún á síðari árum verið flokkuð sem ein af hinum náttúrulegum ofurfæðum heimsins. Hún er krossblómaættar, en er að umfangi og stærð lík radísum, sem hún er skyld.

OFURFÆÐA RÍK AF JÁRNI OG VÍTAMÍNUM

Maca er járnrík jurt, en járn stuðlar að endurnýjun rauðra blóðfrumna og dregur þar með úr líkum á blóðleysi, auk þess sem það er styrkjandi fyrir æðakerfið. Næringarefnin í Maca stuðla líka að betri bein- og tannheilsu og því að sár grói hraðar.

Í duftinu úr Maca rótinni er að finna yfir 20 amínósýrur, þar af 8 nauðsynlegar amínósýrur. Í því eru líka fitusýrur (lauric, linolenic, palmitic acid, oleic og steric acid), B-1 og -2, C-vítamín og D-vítamín. Að auki er í Maca rótinni kalk, magnesíum, kalíum, kopar, sink, mangan, forfór, selen, brennisteinn, natríum og járn.

Og svo til að toppa allt er í Maca rótarinni að finna mikið af jurtanæringarefnum (phytonutrients), sem eru styrkjandi fyrir ónæmiskerfi líkamans.

Maca leiðir yfirleitt til almennrar aukinnar vellíðunar. Að auki geta þeir sem stunda reglulega líkamsrækt og taka inn Maca átt vona á auknum vöðvamassa.

HeimildirDraxe.com – Vegkitchen.com – Globalhealingcenter.com – Themacateam.com
Mynd: Can Stock Photo /ildi

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 218 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar