LAXEROLÍA ER FJÖLNOTA OLÍA

Þótt flestum detti fyrst í hug hægðalosandi áhrif laxerolíu þegar þeir heyra á hana minnst, er hún í mínum huga græðandi og flott olía á húðina, reyndar jafnt að utan, sem og slímhúðina að innan, enda hefur hún öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim. Sumir vísa til hennar sem “Kristpálmaolíu”, en notkun hennar í Mið-Austurlöndum á sér langa sögu.

Hún gagnast einstaklega vel við bólgum eins og kom fram hjá einum þátttakanda á HREINT MATARÆÐI námskeiði hjá mér nýlega. Hún var með exemútbrot og bólgnar hendur þegar námskeiðið byrjaði og spurði mig hvað væri helst til ráða við því. Ég benti henni á laxerolíuna (Castor Oil) frá NOW sem er sérstaklega unnin sem húðolía. Ég sagði henni að bera hana á hendurnar á kvöldin og sofa með bómullarhanska, sem hægt er að kaupa í apótekum. Nokkrum dögum síðar deildi hún reynslu sinni með eftirfarandi orðum inn á Facebook síðu námskeiðsins :

“Mig langar að segja frá því að þessi olía sem hún Guðrún benti mér á að kaupa, Castor Oil frá NOW, er algjört dúndur! Ég er svo ánægð að ég næ varla upp í nefið á mér! Ég er búin að bera hana á hendurnar á mér núna í 4 daga og þegar ég vaknaði í morgun og tók af mér hanskana langaði mig til að gráta af gleði! Exemroðinn á handarbakinu er eiginlega alveg horfinn og ekki nóg með það, heldur hafa bólgur í höndum líka minnkað og tók maðurinn minn sérstaklega eftir því! Þetta er örugglega líka hreinsuninni og mataræðinu að þakka og ekki spurning um að halda ótrauð áfram á þessari yndislegu braut.“

HÆGÐALOSANDI ÁHRIF OLÍUNNAR

Þótt ég noti laxerolíuna mikið utan á húðina, meðal annars í bakstra á bólgin svæði eins og t.d. kviðinn, er líka hægt að nota hana til inntöku. Þá mýkir hún upp harðar hægðir í ristlinum og stuðlar að úthreinsun hans. Nýlega komu á markað Castor Oil hylki frá NOW. Þau eru frábær fyrir þá sem eiga við einhver hægðavandamál að stríða. Desembermánuði fylgja oft ýmis meltingarvandamál, enda flestir að borða of mikið af miður hollum mat.

Þá er gott að eiga Castor Oil hylkin og taka inn 2 hylki einu sinni eða tvisvar á dag, til að koma losun af stað. Svo má taka reglulega 2 hylki á dag í nokkurn tíma, því olían virkar ekki bara losandi, heldur einnig styrkjandi á slímhúð þarma og ristils.

LAXEROLÍAN ER FJÖLNOTA OLÍA

Bandaríski læknamiðillinn og sjáandinn Edgar Caycy (1877-1945) mælti mikið með laxerolíu til lækninga og styrkingar fyrir húðina. Fyrir 30 árum eða svo var hægt að kaupa í Apóteki Vesturbæjar (kannski víðar) olíublöndu sem gerð var eftir forskrift hans og kölluð var Eilíf æska. Sundlaugagestir í Vesturbæjarlaug og fleiri voru duglegir að bera hana á sig því hún var svo nærandi fyrir húðina – en svo datt hún úr tísku.

Ég vona svo sannarlega að laxerolían komist tísku aftur hjá fleirum en mér, því hún er svo dásamlega góð fyrir húðin. Ég ber hana gjarnan á mig eftir þurrburstun, ef ég fæ bólgur í fótleggina eftir langar göngur eða á dökka bletti á húðinni. Einnig dregur hún eins og fram hefur komið úr bólgum og þrota í húð og exemútbrotum.

Það er líka frábært að nota laxerolíuna sem nuddolíu, annað hvort eina sér eða blanda henni saman við ólífuolíu eða aðra olíu svo það sé ekki eins stamt að nudda með henni. Einnig má bæta ilmkjarnaolíum út í laxerolíuna til að auka enn heilandi áhrif hennar.

FITUKIRTLAR UNDIR HÚÐ

Ég hef áður deilt þessari frásögn, en mér finnst hún svo merkileg að ég hef hana með í þessari grein líka.

Stundum eiga fitukirtlar undir húðinni það til að stíflast. Þá safna þeir í sig fitu og geta stækkað ótrúlega mikið. Ég veit um eitt slíkt dæmi, þar sem viðkomandi vildi ekki í aðgerð til að láta fjarlægja kirtilinn sem var á baki hans. Hann bar í þess stað laxerolíu (Castor Oil) frá NOW á kirtilinn og svæðið í kringum hann, setti plastfilmu yfir og síðan hitapoka þar ofan á og sat með hitapokann við bakið í 30 mínútur. Hann  endurtók ferlið um það bil sex vikur – og fituhnúðurinn hvarf.

RAKAGEFANDI FYRIR HÚÐ OG HÁRIÐ

Eins og fram hefur komið hér að framan er laxerolía mjög rakagefandi fyrir húðina. Öflugar fitusýrur hennar ganga vel inn í húðina og því er gott að bera hana á þurra bletti eða bara til að koma rakajafnvægi á hana á ný. Laxerolía er notuð sem grunnur í ýmsar vörutegundir, einkum þó í húðvörur vegna þess hversu rakagefandi hún er.

Hársekkirnir á höfði okkar eru auðvitað hluti af húðinni. Ef um flösu, exem eða hárlos er að ræða er gott að bera laxerolíuna í hársvörðinn og nudda hana vel inn. Vefja svo handklæði um höfuðið í svona hálftíma, áður en olían er þvegin úr hárinu. Best er þá að bleyta að eins hendurnar og nudda með þeim sjampói í hárið, áður en það er svo bleytt alveg og þvegið.

Olían eykur blóðflæði til hársekkjanna, sem leiðir til aukins hárvaxtar og heilbrigðari hárbotns.

Neytendaupplýsingar: Castor Oil fyrir húðina og Castor Oil hylkin frá NOW fást í öllum helstu verslunum Nettó, í Fjarðarkaupum, hjá Systur og makar og í flestum apótekum.

Myndir: Can Stock Photo / 4774344 og úr eigin myndabanka.

Heimildir: www.styelcraze.com og www.diamondherbs.com

Aðrar greinar um laxerolíu og ágæti hennar hér á síðunni eru: LAXEROLÍA ER ALGJÖR UNDRAOLÍA og BESTA OLÍAN VIÐ BÓLGUM