KRYDD Í NÝJUM KLÆÐUM

KRYDD Í NÝJUM KLÆÐUM

Hefurðu lent í því nýlega að finna ekki uppáhalds kryddið þitt frá Kryddhúsinu? Engin furða! Kryddin eru nefnilega komin í ný klæði og eru nú í pappaöskjum, sem eru reyndar kyrfilega merktar Kryddhúsinu – en þú gætir hafa haldið að þetta væri eitthvað annað en það krydd sem þú vanalega kaupir – eins og kom fyrir mig.

Ég hafði því samband við hana Ólöfu í Kryddhúsinu og hún sagði mér að þau hjónin hefðu tekið ákvörðun um að leggja sig fram um að verða enn umhverfisvænni í framleiðslu sinni og þess vegna skipt yfir í umbúðir sem eru úr pappa og filmu, sem þýðir færri kolefnisspor, meðal annars vegna þess að umbúðirnar eru framleiddar á Íslandi.

Pappinn í öskjunum kemur frá nytjaskógum á Norðurlöndunum. Litirnir sem notaðir eru í prentunina eru unnir úr jurtaolíum og því vistvænni en ella. Svo ef þig vantar fallega og nytsamlega tækifærisgjöf, þá er kryddið í nýju klæðunum frá Kryddhúsinu alveg tilvalið.

NÝJU KLÆÐIN ERU MIKIL SNILLD

Við þurfum ekki lengur að grafa eftir gleraugunum til að finna rétta kryddið eða liðsinna öðrum við að finna það, eins og ég lenti í að gera í vetur. Þá sneri sér að mér maður í Nettó og spurði hvort ég gæti hjálpað honum að finna ákveðna kryddtegund, því hann hefði gleymt gleraugunum heima.

Það er mjög auðvelt að lesa á nýju klæðin á kryddinu frá Kryddhúsinu. Stórt letur bæði framan á pappaöskjunni og ofan á lokinu gera þér auðvelt að finna rétta kryddið sem nota á hverju sinni. Pappaöskjurnar smellpassa í kryddskúffuna sem yfirleitt er 7 cm á hæð og raðast vel upp í hillur, þar sem má stafla þeim.

Ég var aðeins efins um hvernig nýju klæðin myndu virka, þegar ég keypti mér Shawarma á lambakjötið. Ég komst strax að raun um að einfalt er að strá kryddinu á lambakjötið úr pokanum sem það er í. Það er líka auðveldara núna að mæla kryddið í teskeiðum, en í mörgum tilvikum er það mælieiningin sem notuð er við matseld.

Svo er einfalt að rúlla pokafilmunni upp eftir notkun til að loftþétta kryddið svo það haldist fersk og ljúffengt og setja aftur í pappaöskjuna. Sjá myndband HÉR!

LITAKÓÐINN HJÁLPAR TIL VIÐ VALIÐ

Kryddhúsið notar sömu litakóða og áður fyrir kryddið sitt. Nýju klæðin eru því flokkuð í umbúðum í eftirfarandi litum:

  • Rauðar umbúðir = krydd fyrir kjöt
  • Gular umbúðir = heil og möluð krydd
  • Bláar umbúðir = krydd fyrir fisk og sjávarfang
  • Grænar umbúðir = allt annað sem fellur ekki í hina flokkana hér að ofan eins og krydd fyrir grænmeti, ídýfur o.s.frv.

Allt krydd frá Kryddhúsin er náttúrulegt og ómeðhöndlað, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs (anti clotting agent) og yfirleitt án salts. Í þeim fáu kryddum sem Kryddhúsið bætir salti út í blöndurnar sínar er það einungis sjávarsalt.

SMELLTU HÉR til að finna frábæra uppskrift að Tæ-fiskisúpu sem slær pottþétt í gegn.

Ef þú hefur áhuga á að kaupa þér kryddin frá Kryddhúsinu í nýju klæðunum, þá býður Ólöf lesendum mínum upp á afslátt ef pantað er á vefsíðunni www.kryddhus.is

Afsláttarkóðinn er HOG23 og veitir 15% afslátt af öllu kryddi frá 12. maí – 17. júní n.k.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Frá Kryddhúsinu

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram